Vopnuð börn mynduð með jólasveininum

AK-47-rifflar.
AK-47-rifflar. Reuters

Byssuklúbbur í borginni Scottsdale í Arizona-ríki í Bandaríkjunum býður börnum og fjölskyldum þeirra upp á að láta taka mynd af sér með jólasveininum á meðan þau halda á vopnum eins og AK-47-rifflum og sprengjuvörpum.

Ein myndanna sýnir jólasveininn í sæti með snjókorn, jólatré og vélbyssu í bakgrunninum. Við hlið sveinka er maður sem stendur fyrir aftan dreng sem heldur á óhlaðinni AR-15-vélbyssu með áfastri handsprengjuvörpu. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

Ron Kennedy, framkvæmdastjóri klúbbsins, segir að hugmyndin hafi kviknað í fyrra þegar meðlimur hans kom fyrir tilviljun í jólasveinabúningi í klúbbinn. Vildu þá aðrir meðlimir ólmir fá mynd af sér með byssur sínar við hlið jólasveinsins.

„Viðskiptavinir okkar hafa verið að leita að skemmtilegri og öruggri leið til þess að tjá hátíðaranda sinn og ástríðu fyrir skotvopnum,“ segir Kennedy. Fólk hafi notað myndirnar í jólakort og á Facebook. Um 500 manns mættu í fyrstu myndatökurnar á laugardag.

Hægt er að sjá mynd af jólasveininum og vopnuðum fyrirsætum á vef byssuklúbbsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.