Tíu ára stúlka rekur stjórnvöld á gat

Mahatma Gandhi.
Mahatma Gandhi. AP

Tíu ára indversk stúlka hefur rekið stjórnvöld í heimalandinu á gat með spurningunni: Hvenær varð Gandhi „faðir þjóðarinnar“? Stúlkan spurði fyrst forsætisráðuneytið, þá innanríkisráðuneytið og nú þjóðskjalasafnið. Í síðasta mánuði fékk hún svar frá safninu þar sem sagði að ekki hefði tekist að finna svör við spurningunni.

„Mér finnst þetta leiðinlegt því enginn hefur svar við spurningu minni,“ segir stúlkan, Aishwarya Parashar. „Ég vildi fá svar því hvorki kennarar mínir né foreldrar vissu þetta. Við ættum að vita allt um Gandhi.“

Parashar er mikil áhugamanneskja um algebru og sögu indversku þjóðarinnar, sérstaklega um baráttu hennar gegn yfirráðum Breta. Hún biður nú um svör við spurningu sinni og vísar til upplýsingalaga. Það hefur hún gert áður því árið 2010 sendi hún fyrirspurn um ruslahaug sem var fyrir framan skólann hennar. Í kjölfarið var haugurinn fjarlægður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson