Bannað að láta sjást í brók

Þessi tíska er rakin til fanga í Bandaríkjunum en bann …
Þessi tíska er rakin til fanga í Bandaríkjunum en bann er við notkun belta í fangelsum þar í landi. Af vef Wikipedia

Bæjarstjórn strandbæjar í New Jersey ríki í Bandaríkjunum, Wildwood, hefur ákveðið að banna fólki að ganga í buxum með mjög lágan buxnastreng á gangstéttum bæjarins.

Segir bæjarstjórinn, Ernest Troiano, að ferðamenn hafi ítrekað kvartað yfir því að það sjáist of mikið bert hold eða nærbrækur þegar fólk er klætt í slíkar buxur. Samkvæmt nýrri reglugerð sem setja á verður kveðið á um að buxnastrengurinn sé ekki meira en 7,6 sm fyrir neðan mjaðmir.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Wildwood meðal fleiri smærri bæja í Bandaríkjunum sem hefur skorið upp herör gegn lágum buxnastrengjum. En samkvæmt reglugerðinni verður bannað að vera ber að ofan og skólaus á göngu um bæinn.

Troiano segir að hann hafi fengið símtöl frá góðum fjölskyldum sem hafi heimsótt bæinn í 20-40 ár en eru hættar að koma þar sem þær vilji ekki bjóða afkomendum sínum eða öfum og ömmum upp á að þurfa að horfa á ungmenni ganga um með rassinn beran.

Viðurlög við brotum á reglugerðinni verða 25-100 Bandaríkjadalir, 3-12 þúsund krónur, við fyrsta broti en ítrekuð brot varða allt að 200 Bandaríkjadala sekt og 40 stunda samfélagsþjónustu.

Þegar hefur verið bannað að spranga um á sundfatnaði á göngustígum Wilwoods.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.