Brúðkaup í lestinni

AFP

Japanskt járnbrautarfyrirtæki hefur ákveðið að bjóða pari að ganga í hjónaband um borð í einni af farþegalestum sínum sem fer um höfuðborg landsins, Tókýó.

East Japan Railway (JR East) segir í tilkynningu að leitað sé að pari sem er reiðubúið til þess að ganga í hjnóaband um borð í lestinni sem fer Yamanote leiðina. Alls getur parið boðið 120 gestum í brúðkaupið.

Gestir í brúðkaupinu fá alla 11 vagna lestarinnar út af fyrir sig en venjulega eru um eitt þúsund manns um borð í lestinni sem er ein sú mest notaða í Japan. Ferðalagið mun taka eina klukkustund og verður lestinni ekið á 35 km hraða. Lestin mun stöðva á öllum 29 lestarstöðvunum á leiðinni en hvergi verður farþegum hleypt um borð.

Þess ber hins vegar að gæta að það eru engin klósett um borð og að sögn talsmanns fyrirtækisins verða brúðkaupsgestir varaðir við því áður en lagt verður að stað. Hann tekur fram að hann telji að fólk fari yfirleitt ekki mikið á klósettið í miðri athöfn.

Brúðkaupið mun fara fram þann 14. október nk. á 141 afmælisdegi lestarfyrirtækisins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.