Vilja ekki ábendingar um fljúgandi furðuhluti

Skýjaluktir eru fallegar á næturhimni en geta valdið misskilningi.
Skýjaluktir eru fallegar á næturhimni en geta valdið misskilningi.

Breska varnarmálaráðuneytið hefur lokað símalínu yfir ábendingar um fljúgandi furðuhluti. Ákvörðunin var tekin fyrir fjórum árum eftir að ráðuneytið hafði komist að þeirri niðurstöðu að geimverur væru líklega ekki til. En væru þær til ógnuðu þær í það minnsta ekki jörðinni.

Þetta kemur fram í leynigögnum sem voru gerð opinber í dag.

Varnarmálaráðuneytið lokaði símalínunni árið 2009 þrátt fyrir að það ár hafi margar ábendingar um fljúgandi furðuhluti borist. Áttu margir þessir furðuhlutir að hafa sést í nágrenni Bretlands.

Ráðuneytið segir að símalínan hafi verið mannfrekt verkefni sem hafi ekki haft neitt sérstakt gildi fyrir varir landsins.

Í minnisblaði frá ráðuneytinu segir að á fimmtíu árum hafi engin ábending um fljúgandi furðuhluti skilað neinu og engar geimverur fundist.

Starfsfólk ráðuneytisins hafi nóg annað að gera.

Í gögnum um þær tilkynningar sem bárust skömmu áður en símalínunni var lokað kemur m.a. fram að fólk sagðist hafa séð fljúgandi furðuhluti við þinghúsið og við Stonehenge.

Á árunum 2000-2007 fékk ráðuneytið að meðaltali um 150 tilkynningar en á fyrstu 11 mánuðum ársins 2009 voru þær 520.

Ráðuneytið telur að þessi gríðarlega aukning geti tengst þeirri tísku að sleppa svokölluðum skýjaluktum til himins. Luktirnar, sem eru upprunnar í Kína eru eins og fljótandi ljós á himni.

Oftast þóttist fólk sjá furðuhluti á himni yfir sumarmánuðina, er það var úti að ganga með hundinn, að grilla í garðinum og í einu tilfelli að slaga á í heitapottinum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.