Handtekinn á náttfötunum

Ítalska lögreglan hefur handtekið tugi manna sem tengjast mafíuhringjum í ...
Ítalska lögreglan hefur handtekið tugi manna sem tengjast mafíuhringjum í landinu að undanförnu AFP

Efnahagsbrotadeild ítölsku lögreglunnar hefur handtekið mafíósa sem var eftirlýstur í tengslum við eiturlyfjasmygl. Fannst hann á náttfötunum þar sem hann faldist  í leyniherbergi á kaffihúsi í borginni Torre del Greco.

Undanfarið hefur ítalska lögreglan verið með aðgerðir gegn mafíunni víða í landinu. Í Napólí fékk lögreglan upplýsingar um að hættulegur mafíósi, Adriano Manca, sem hefur verið á flótta undan réttvísinni síðan handtökuskipun var gefin út á hendur honum snemma í mánuðinum, væir í felum á bar í borginni Torre del Greco. Manca, sem er mjög háttsettur í mafíunni í Camorra, fannst í leyniherbergi á bak við barinn. Búið var að gera herbergið vistlegt, koma þar fyrir sjónvarpi og rúmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.