Philip Glass og Víkingur Heiðar saman á tónleikum

Philip Glass, sem er orðinn 77 ára gamall, verður með …
Philip Glass, sem er orðinn 77 ára gamall, verður með tónleika í Hörpu á morgun.

Tónskáldið Philip Glass verður með tónleika í Eldborg í Hörpu á morgun í tengslum við tónleikaröðina Heimspíanistar í Hörpu.

Á tónleikunum mun Philip Glass frumflytja sjálfur óútgefin píanóverk sín ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og japanska píanóleikaranum Maki Namekawa.Tónleikarnir hafa vakið athygli víða um heim og teljast til mikilla viðburða í tónlistarlífinu þar sem um er að ræða frumflutning óútgefinna verka þessa merka tónskálds.

Philip Glass, sem nú er orðinn 77 ára gamall, telst meðal merkustu tónskálda tónlistarsögunnar og er á meðal áhrifamestu tónlistarmanna 20. aldar. Hann fæddist í Baltimore og nam í Julliard-skólanum í New York. Hann hefur samið yfir 20 óperur, þ.á m. Einstein on the Beach og „the Voyage“, sinfóníur og fjölda verka fyrir tónlistarhóp sinn; Philip Glass Ensemble. Hann hefur starfað með fjölmörgum listamönnum af ýmsum toga, s.s. Woody Allen, Allen Ginsberg, David Bowie, Martin Scorsese, Paul Simon, Doris Lessing, Yo Yo Ma, Ravi Shankar o.fl. Hann hefur starfað náið með listamönnum úr öllum listgreinum og öllum stílum tónlistar og er fyrsta tónskáldið sem vinnur til verðlauna og viðurkenninga jöfnum höndum fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk. Philip Glass er að mestu hættur að koma sjálfur fram á tónleikum svo þetta mun vera einstakt tækifæri til að upplifa tónskáldið sjálft á tónleikum í Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson