Listaverk í hættu vegna fjárskorts

Bourbon-kastalinn í Caserta
Bourbon-kastalinn í Caserta Mynd/Wikipedia Commons

Í kjölfar niðurskurðar til listasafna á Ítalíu hafa nokkur söfn þurft að slökkva á loftræstingunni í þágu niðurskurðar, þótt í landinu sé mikil hitabylgja. Hafa nokkur söfn þurft að grípa til þess örþrifaráðs að opna glugga sökum hita. Vandamálið við það er hins vegar að mörg fallegustu málverk heims þola illa hið umferðarmettaða loft sem berst inn á söfnin. 

Borghese-safnið í Rómaborg hefur verið án loftræstingar í tvo mánuði eftir að fjárframlög til safnsins voru skorin niður um áramótin. Safnið hefur að geyma meðal annars listaverk eftir barokk- og endurreisnarmálara á borð við Caravaggio, Titian, Rafael og Rubens. Starfsmenn safnsins hafa síðustu vikur þurft að opna glugga með reglulegu millibili til þess að hægt sé að hafast við inni á safninu. Loftið sem kemur inn um gluggana er þó allt annað en hreint því sót og ryk frá umferðinni fyrir utan fer illa með margra alda gömul málverk. 

Borghese-safnið er ekki það eina sem er í hættu á Ítalíu. Á laugardaginn samþykkti ítalska ríkisstjórnin á neyðarfundi að veita aukafjárveitingu upp á 5 milljónir evra til þess að gera við þakið á 19. aldar kastala í Casaerta, rétt hjá Napólí. Fjárveitingin kemur til vegna þess að í síðustu viku brotnaði hluti af þakinu á þessum vinsæla ferðamannastað. 

Verk Caravaggio til sýnis á Borghese-safninu í Róm
Verk Caravaggio til sýnis á Borghese-safninu í Róm Mynd/AP
Koss Júdasar eftir Caravaggio.
Koss Júdasar eftir Caravaggio.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.