Umbúðalaust
2. október 2023
Hundruð frjórra eldislaxa af norskum uppruna leita nú upp í laxveiðiárnar hér við land. Íslenski laxastofninn er einstakur og ólíkur öllum öðrum stofnum. Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun er gestur Dagmála í upphafi vinnuviku og ræðir það umhverfisslys sem þjóðin er að horfa upp á þessa dagana.
Guðni segir að áhrifin muni ekki koma fram fyrr en eftir nokkurn tíma. Svokallað áhættumat vegna erfðablöndunar er nú til endurskoðunar en það er sprungið samkvæmt þeim skilgreiningum sem upphaflega var miðað við. Umræðan er harkaleg þar sem hagsmunahópar takast á. Í þætti dagsins er farið yfir þessi mál af stillingu og Guðni svarar áleitnum spurningum í tengslum við stöðuna sem upp er komin.