Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar

Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sæta harðri gagnrýni í dag fyrir 37 aftökur sem fram fóru á sex stöðum í ríkinu í gær. Mennirnir 37 voru hálshöggnir, að líkindum með beittri sveðju eins og venja er í ríkinu, á grundvelli hryðjuverkalaga. Meira »

Engin mistök við hönnun 737 Max-véla

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, segir það rangt að rekja megi mannskæð flugslys Boeing 737 Max-véla í Indónesíu og Eþíópíu til mistaka í tæknilegri hönnun flugvélanna. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »
Í loftinu hljóðnemi
Endalaus tónlist
(utan dagskrár)

Þriggja ára grátandi á landamærunum

Þriggja ára flóttadrengur, einn og yfirgefinn, fannst grátandi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna skammt frá Rio Grande í Texas í gærmorgun. Meira »

Metfjöldi mislingasmita í Bandaríkjunum

695 mislingasmit hafa greinst í Bandaríkjunum það sem af er ári en það er mesti fjöldi smita á einu ári síðan greint var frá því um aldamótin að tekist hefði að útrýma sjúkdómnum. Meira »

Enginn skjátími fyrir yngri en 2 ára

Börn yngri en tveggja ára eiga ekki að sitja og horfa á skjá, hvort sem það er á sjónvarp, tölvu eða síma. Börn á aldrinum tveggja til fjögurra ára mega í mesta lagi gera slíkt í klukkutíma eða skemur sem er enn betra. Þetta kemur fram í ráðleggingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Meira »

Fundust látin í helli á Tenerife

Spænska lögreglan fann lík þýskrar konu og tíu ára sonar hennar í helli á eyjunni Tenerife eftir að hafa handtekið föður drengsins. Samkvæmt frétt AFP sagði fimm ára sonur fólksins að honum hefði tekist að flýja úr hellinum. Meira »

Bayern í bikarúrslit

Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði tvívegis þegar Bayern München sigraði Werder Bremen 3:2 eftir sveiflukenndan leik á Weserstadion í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Smartland Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Brynjar býr til besta plokkfiskinn

Matur Brynjar Sigurdórsson kokkar ofan í gesti og gangandi á Svanga Manga en á sama bás má finna bruggbarinn Beljanda.  Meira »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Veðrið kl. 01

Skýjað
Skýjað

8 °C

Spá í dag kl.12

Skýjað
Skýjað

11 °C

Spá 26.4. kl.12

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

7 °C

Besta veðrið næstu daga, kl. 12

Föstudagur

Blönduós

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

14 °C

Laugardagur

Húsavík

Lítils háttar rigning
Lítils háttar rigning

13 °C

Sunnudagur

Vopnafjörður

Heiðskírt
Heiðskírt

9 °C

icelandair
Meira píla

„Frábær körfubolti“

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var líkt og blaðamaður undrandi eftir leik Keflavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld. Meira »

„Hef sjaldan séð svona hittni“

Jón Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, sagði leikmenn sína ekki hafa verið nægilega skynsamar á lokaspretti leiksins þegar þær töpuðu annari viðureign sinni í röð gegn Val í úrslitarimmu Íslandsmótsins. Meira »

Einkunnir í Manchester slagnum

Sky Sports útnefndi David Silva mann leiksins í viðureign Manchester United og Manchester City sem áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem City hafði betur 2:0. Meira »

Van Dijk leikmaður ársins

Netútgáfa Daily Mail fullyrðir að Hollendingurinn Virgil van Dijk hafi verið kjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af leikmönnum deildarinnar en úrslit í kjörinu verða birt á föstudaginn. Því er einnig haldið fram að Paul Pogba sé í liði ársins fyrir frammistöðu sína með Manchester United. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

„Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Ótrúlega mikið búið að ganga á

Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir 23:30-tap gegn Haukum í oddaleik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í kvöld. Mikil sveifla var í leikjum liðanna og skiptust þau á stórsigrum. Meira »

HK jafnaði gegn Fylki

HK jafnaði metin gegn Fylki 1:1 í umspili liðanna um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili. HK sigraði 31:20 í Árbænum í kvöld. Meira »