Þjóðmálin
25. apríl 2025
Atlaga stjórnar Donalds Trumps að æðstu menntastofnunum í Bandríkjunum er óvænt en kemur þó ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bæði Trump og JD Vance varaforseti hafa áður gagnrýnt elítu-háskóla í Bandaríkjunum. Nú hefur Trump fryst fjármagn til Harvard og hótað öðrum háskólum með ansi óræðum markmiðum að mati þeirra Steins Jóhannssonar, fyrrum kennara í bandarískum stjórnmálum við HÍ og HR og Friðjóns Friðjónssonar, áhugamanns um bandarísk stjórnmál. Þeir fara yfir hina dæmalausu stöðu sem Harvard og aðrar menntastofnanir í Bandaríkjunum horfa upp á þessa dagana.