Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann 19 dauðar grágæsir í Vatnsmýri í Reykjavík í dag. Allar líkur eru á því að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til dauða.
Meira.
Handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson er af mörgum talinn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann gekk í gegnum ýmislegt á ferlinum. Sigfús ræddi við Bjarna Helgason um ferilinn, lífið eftir handboltann og möguleika íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti.
Brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr stjórnmálum markar tímamót. Þau Lilja Alfreðsdóttir og Óli Björn Kárason eru bæði fyrrverandi samstarfsmenn Bjarna, hvort á sinn hátt, og ræða afrek hans, mistök og pólitíska arfleifð.
Jóhann Guðbjargarson framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Plaio er gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Þar ræðir hann um rekstur Plaio, nýsköpunarumhverfið hér á landi og fleira.
Ragnar Páll Bjarnason fæddist á Blönduósi 3. febrúar 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi 4. janúar 2025. Foreldrar Ragnars voru Bjarni Jónsson, f. 1906, d. 1990, og Jófríður Kristjánsdóttir, f
Ólafur Ólafsson fæddist 5. maí 1924 í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann lést 24. desember 2024 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Foreldrar Ólafs voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi í Syðstu-Mörk, f
Í þjóðsögum segir að kýr og önnur húsdýr tali mannamál á nýársnótt. Líklega er það orðum aukið en þó er margt skrýtið í kýrhausnum. Um daginn sagði frá því í íslenskum fjölmiðlum að fyrrum forseti Bandaríkjanna hafi verið borinn til grafar. Sá hafði
Þetta eru stórmerkilegir tímar sem við lifum nú. Einu tímabili er að ljúka og annað er að hefjast. Horft verður til baka og nýtt mat lagt á það sem sagt var og gert síðustu ár. Ef menn hafa ennþá efasemdir um að vindáttin sé að breytast, þá er nóg að
Ég lauk fyrir nokkru lestri bókarinnar M - samtöl. Í bókinni er úrval viðtala sem Matthías Johannessen fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins á við marga sem settu svip á fyrri hluta og miðja síðustu öld. Matthías var snillingur í að draga fram aðalatriði í
(Hér birtist fyrsta Hús dagsins á árinu 2025. Elsta hús bæjarins á stórafmæli og einnig það næstelsta. Á næstu vikum og mánuðunum verður umfjöllunarefnið þannig elstu hús bæjarins, í aldursröð frá hinu elsta). Í ársbyrjun 2025 stendur aðeins eitt hús á