Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Þjóð sem þráir ljós í myrkrinu

11.4. Þeir voru þegar að glíma við sögulegt efnahagshrun, stórlaskaða innviði og sérlega róstusama tíma í stjórnmálum. Og þá fór rafmagnið af. Í einu helsta olíuríki heims. Meira »

Sævar fékk „væna gæsahúð“

10.4. „Það er ekkert nema dásamleg tilfinning að sjá mynd af þessu merka fyrirbæri í fyrsta skipti,“ segir Sævar Helgi Bragason um fyrstu ljósmyndina af svartholi. Hann segir myndina enn og aftur sanna að Einstein hafði rétt fyrir sér. Meira »

Mikilvægt að fylla hratt í skarðið

28.3. „Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og töluvert áfall fyrir ferðaþjónstuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um þau tíðindi að WOW air hafi hætt starfsemi. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

23.3. Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Sautján mínútur af skelfingu

15.3. Byssumaðurinn í Christchurch sendi sautján mínútur af hrottalegri árás sinni út í beinni útsendingu. Myndavélina hafði hann á höfðinu. Brenton Tarrat, hvítur 28 ára gamall Ástrali, birti á netinu ítarlega „stefnuyfirlýsingu“ sína í anda átrúnaðargoðs síns, Anders Behring Breivik. Meira »

Tugir góðra hjarta hættir að slá

11.3. Þeir unnu að mannúðarmálum, fjölbreyttu hjálparstarfi, fyrir konur, börn og flóttamenn. Margir voru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, aðrir unnu fyrir frjáls félagasamtök. Einhverjir höfðu stofnað sín eigin samtök til að vinna að jafnrétti og friði. Stór hluti farþeganna sem fórust í flugslysinu í Eþíópíu hafði látið sig þá sem minna mega sín miklu varða. Meira »

2.700 vatnslítrar í einn stuttermabol

24.2. Fataframleiðsla er ein helsta uppspretta mengunar í heiminum. Angar hennar hafa heilsuspillandi áhrif á menn og neikvæðar afleiðingar á lífríkið. Efni í fötum sem seld eru í tískuverslunum geta valdið dýrum skaða og jafnvel drepið þau. Og hér er ekki verið að tala um loðdýrafeldi. Meira »

Ekkert neyðarástand við landamærin

18.2. Ekkert neyðarástand ríkir á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þar er vissulega vandamál til staðar, en það þarf að leysa með því að taka á rót vandans. Að reisa vegg í líkingu við Kínamúrinn hefur lítið að segja varðandi fjölda ólöglegra innflytjenda eða í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Meira »

Konan sem gerði myndina mögulega

11.4. Katie Bouman, 29 ára gamall doktor í tölvunarfræði, hefur hlotið mikla athygli og viðurkenningu fyrir að standa í stafni hóps sem þróaði algrímið sem notað var til að ná fyrstu myndinni af svartholi í sögu mannkyns. Meira »

Telja tekjur standa undir tengingum

4.4. Tekjur Landsnets af því að flytja raforku frá Hvalárvirkjun munu standa undir framkvæmdum við fyrsta áfanga nýs tengipunktar frá Ísafjarðardjúpi að meginflutningskerfi raforku í Kollafirði. „Þetta verkefni eitt og sér er sjálfbært og mun ekki leiða til kostnaðarhækkunar,“ segir forstjóri Landsnets. Meira »

 „Klappstýrur“ hættulegu verkjalyfjanna

24.3. Hvers vegna er ein fjölskylda talin bera mesta ábyrgð á hinum mannskæða ópíóðafaraldri sem nú geisar? Svarið: Hún er sögð hafa skipulagt lævísa blekkingarherferð við markaðssetningu verkjalyfs og hagnast á því um milljarða á milljarða ofan. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

20.3. Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Ofsótt fyrir að verja kvenréttindi

14.3. 38 ár í fangelsi. 148 svipuhögg. Þannig hljóðar dómur íranskra dómstóla yfir mannréttindalögfræðingnum Nasrin Sotoudeh. Glæpurinn: Að verja mannréttindi kvenna og mótmæla lögum sem þvinga þær til að hylja sig á almannafæri. Meira »

Austurríska áldósin á álftinni

4.3. Í fyrra var enn eitt metárið í sölu á Red Bull í heiminum. Þá seldust 6,7 milljarðar dósa af orkudrykknum sem „veitir vængi“ eins og segir í auglýsingunni. Ein þessara áldósa var keypt á Íslandi og endaði föst á goggi álftar sem var nær dauða en lífi er henni var komið til bjargar í dag. Meira »

Þarf að flytja kýr að Dettifossi?

19.2. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi velta fyrir sér hver eigi að fara með kýr upp að Dettifossi svo mokað verði fyrir mjólkurbílinn. Þó að þetta sé meira í gríni sagt en alvöru er það ekki ásættanlegt fyrir ferðaþjónustuna að vegurinn sé lokaður mánuðum saman yfir vetrartímann. Meira »

Áttu að vera „til reiðu“ fyrir presta

17.2. Nunnur í Afríku áttu að vera „til reiðu“ fyrir presta sem þyrftu kynferðislega útrás á þeim tíma er HIV-faraldurinn var að breiðast hratt út. Að öðrum kosti „þyrftu“ þeir að eiga mök við heimakonur sem byði hættunni á smiti heim. Meira »