Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

14.10. Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

14.9. Í fyrsta skipti hafa nú verið lagðar fram tillögur að friðlýsingu svæða fyrir orkunýtingu á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk. Lagt er til að vatnasvið á þremur svæðum á hálendinu verði friðað. Meira »

„Hún er að breyta heiminum“

9.8. „Ég hef haldið á látnu barni mínu. Treystið mér, þú vilt aldrei sleppa takinu,“ skrifar Sue Phelps Baker um háhyrningskúna sem í yfir tvær vikur hefur synt með dauðan kálf sinn um hafið undan norðvesturströnd Kanada. Fréttirnar hafa snert strengi í hjörtum margra. Meira »

„Átakanleg sorg“ háhyrningsins

1.8. „Ég fylgist agndofa með því hversu hratt hún syndir og hversu langt hún kemst,“ segir Taylor Shedd hjá samtökunum Soundwatch er fylgjast með ferðum háhyrningskýrinnar sem fer nú með dauðan kálf sinn um hafið undan vesturströnd Kanada. Meira »

25 stig í Reykjavík „ef allt gengur eftir“

27.7. Verði vindáttin akkúrat rétt og vindhraðinn sömuleiðis og breyti hlýi loftmassinn frá Norður-Evrópu ekki um stefnu er útlit fyrir allt að 25 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag. Meira »

Ofn PCC í gjörgæslu út vikuna

26.7. „Þetta var bara stutt viðgerð og hann er í gangi,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, um Birtu, ljósbogaofn kísilversins, sem slökkva þurfti á vegna vatnsleka úr vökvakerfi á þriðjudagskvöld. Hann segir ofninn verða í gjörgæslu út vikuna vegna eldsvoðans 9. júlí. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

23.7. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

22.7. „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Móðir Scarlet fylgdi henni veikri

15.9. Þegar hin unga háhyrningskýr, Scarlet, veiktist hóf hún að dragast aftur úr fjölskyldu sinni á sundi. En móðir hennar og fleiri úr hópnum yfirgáfu hana ekki heldur biðu eftir henni. Nú er talið að Scarlet sé öll en hræs hennar er leitað til að komast að því hvað olli dauða hennar. Meira »

Hefur sleppt dauðum kálfi sínum

12.8. Háhyrningskýrin Tahlequah syndir ekki lengur með dauðan kálf sinn um hafið. Hún ýtti honum á undan sér í að minnsta kosti sautján daga um 1.600 kílómetra leið. Meira »

Afslappaðar andarnefjur í höfninni

3.8. „Við vonum að þær séu ekkert að flýta sér og verði hér enn á fiskideginum mikla næstu helgi,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, um fimm andarnefjur sem eru nú í höfninni á Dalvík, öllum til mikils yndisauka. Meira »

Var nauðsynlegt að skjóta hann?

31.7. Mikil umræða hefur farið af stað í kjölfar dráps öryggisvarðar þýsks skemmtiferðaskips á hvítabirni á nyrstu eyju Svalbarða á laugardag. Telja sumir gagnrýnivert að ferðamennskan sé farin að gera út af við það sem ferðamenn eru einmitt komnir til að skoða: Hvítabirni. Meira »

Freki kallinn vill „ekkert veganbull“

26.7. Hann er ögn í yfirvigt og setur á sig allt of sterka lykt. Hann á heima í Garðabænum því þar er minnst af Vinstri grænum. „Freki kallinn er víða og af ýmsum kynjum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason um nýjasta lag Baggalúts, Sorrí með mig, sem kemur út á morgun. Meira »

Lokuðu gönguleið við Brúará

24.7. Eigendur jarðar við Brúará hafa bannað alla umferð um land sitt og þar með aðgengi að Hlauptungufossi. Þetta segja þau neyðarúrræði til að vernda viðkvæma náttúru. Annar landeigandi hafði í samvinnu við sveitarfélagið hafið framkvæmdir við uppbyggðan göngustíg meðfram ánni. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

23.7. „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Krafðist 1,5 milljóna af Stundinni

6.7. „Þarna er maður, sem hefur í þrígang verið kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn barnungum stúlkum og sem aldrei fór fyrir dóm, að hóta að draga unga konu fyrir dóm vegna umfjöllunar um þessar kærur fái hann ekki greiddar háar fjárhæðir innan sólarhrings,“ segir ritstjóri Stundarinnar. Meira »