Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Grunur um íkveikju í Stardal

18.1. Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

117 gráða munur milli staða

8.1. Sydney var heitasti staður á jörðinni í gær. Þar mældist 47,3 stiga hiti. Washington-fjall var kaldasti staður jarðar á laugardag. Þar mældist um 70 stiga frost með vindkælingu. Meira »

Kveikt í þrettán gámum og tunnum

7.1. Það er óhætt að segja að í nógu hafi verið að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt en á tímabilinu frá 21 í gærkvöldi og til klukkan 2 í nótt voru fjórtán útköll vegna elds, þar af þrettán í blaðagámum og ruslatunnum. Meira »

Óörugg í kjölfar aðgerðaleysis

3.1. Eva Riley segir það hafa gefið sér ákveðið öryggi er lögreglan lofaði því að handtaka mann sem hefur áreitt hana árum saman myndi hann hafa samband á ný. Við það var ekki staðið. Lögreglan segir það fara eftir eðli áreitis hvort brugðist sé strax við. Meira »

Stríð gegn börnum

26.12. Þegar rafmagnið fer af sjúkrahúsinu sem Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á í Jemen vinnur teymi hennar að skurðaðgerðum með höfuðljós og blæs súrefni handvirkt í sjúklinga. Átök hafa staðið í þúsund daga. Hörmungarástandið í Jemen á sér enga hliðstæðu í heiminum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

15.12. Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Hræðilegt dauðastríð ísbjarnar

9.12. Hann gengur hægt. Kemst varla úr sporunum. Það er hvergi snjó eða ís að sjá. Þrátt fyrir að vera ungur að árum er þessi hvítabjörn svo veikburða og horaður að ekkert bíður hans annað en dauðinn. Meira »

Ástandið á eftir að versna

5.12. Á einni viku hafa að minnsta kosti 234 fallið í átökum í höfuðborg Jemen. Yfir 400 hafa særst að sögn starfsmanna Rauða krossins. Sprengjum hefur rignt úr lofti og skotum verið hleypt af skriðdrekum á götum borgarinnar sem breyst hafa í blóðugan vígvöll. Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

18.1. „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Skautasvell í götunni

7.1. Flughált er í mörgum húsagötum á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir að hlýna tók í veðri. Í sumum götum, m.a. í Grafarvogi þar sem meðfylgjandi mynd er tekin, er mikið svell og nýttu börnin það til að reima á sig skautana og renna sér. Meira »

Þæfingur, hálka og stórhríð

7.1. Þétt snjókoma var snemma í morgun á höfuðborgarsvæðinu, aðallega í efri byggðum, sem og víðar sunnan- og vestanlands. Snjóþekja er á götum borgarinnar. Varað er við stormi á norðanverðu landinu. Ferðalöngum er bent á að fylgjast grannt með færð á vegum. Meira »

Af götu Kampala til Mosfellsbæjar

31.12. Í kjölfar þess að David Kajjoba tók þátt í Gay Pride á Íslandi 2014 var móðir hans í Úganda barin til óbóta. Sjálfur fékk hann ítrekaðar hótanir. Hann ákvað að setjast hér að og berst nú héðan fyrir réttindum samkynhneigðra landa sinna. Hann líkir dvölinni á Íslandi við skólagöngu. Meira »

Gögn í Geirfinnsmáli í kassavís

22.12. Sendibíll flutti tugþúsundir skjala sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétt í dag er Davíð Þór Björgvinsson saksóknari skilaði ágripi sínum til réttarins vegna endurupptöku málsins. Meira »

Vill kostamat á virkjun og verndun

10.12. Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarmaður hjá IKEA, hefur lagt til að mat verði lagt á kosti þess að reisa virkjun í Árneshreppi annars vegar og stofna þjóðgarð eða verndarsvæði hins vegar. Að mati oddvitans er verndarsvæði sem útilokar virkjun ekki í spilunum. Meira »

„Húsið er alveg ónýtt“

9.12. „Húsið er alveg ónýtt. Við brutum það niður og björguðum þannig öðru húsi,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Eldur kom upp í húsnæði skipaþjónustu hraðfrystihússins í gærkvöldi. Meira »

Harpa böðuð finnsku fánalitunum

4.12. Byggingar í tæplega þrjátíu löndum verða lýstar í hvítum og bláum lit á miðvikudag er Finnar fagna hundrað ára sjálfstæði sínu. Harpa fær þetta hlutverk á Íslandi. Sendiherrann segir Finna og Íslendinga „alveg eins“ og að hér sé þægilegt að starfa. Meira »