Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

15.12. Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

„Snýst um að binda enda á dýraníð“

12.12. Ekkert frumvarp hefur fengið jafn ítarlega meðferð í kanadíska þinginu síðustu áratugina og það sem nú er komið til umræðu. Ekki einu sinni tvö umdeildustu frumvörp síðari ára sem fjölluðu um hryðjuverk og dánaraðstoð. Það er sum sé hiti í Kanadamönnum þegar kemur að því að svara spurningunni: Á að banna að hafa hvali til sýnis í búrum? Meira »

Haframjólk í gámavís í hverri viku

2.12. Vinsældir haframjólkur, drykkjar úr höfrum sem hafa verið gegnbleyttir í vatni, hafa vaxið gríðarlega hér á landi síðasta árið. En er um tískubólu að ræða eða eru jurtamjólkurvörur komnar til að vera? Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

14.10. Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Leggja til friðlýsingu þriggja svæða

14.9. Í fyrsta skipti hafa nú verið lagðar fram tillögur að friðlýsingu svæða fyrir orkunýtingu á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk. Lagt er til að vatnasvið á þremur svæðum á hálendinu verði friðað. Meira »

„Hún er að breyta heiminum“

9.8. „Ég hef haldið á látnu barni mínu. Treystið mér, þú vilt aldrei sleppa takinu,“ skrifar Sue Phelps Baker um háhyrningskúna sem í yfir tvær vikur hefur synt með dauðan kálf sinn um hafið undan norðvesturströnd Kanada. Fréttirnar hafa snert strengi í hjörtum margra. Meira »

„Átakanleg sorg“ háhyrningsins

1.8. „Ég fylgist agndofa með því hversu hratt hún syndir og hversu langt hún kemst,“ segir Taylor Shedd hjá samtökunum Soundwatch er fylgjast með ferðum háhyrningskýrinnar sem fer nú með dauðan kálf sinn um hafið undan vesturströnd Kanada. Meira »

25 stig í Reykjavík „ef allt gengur eftir“

27.7. Verði vindáttin akkúrat rétt og vindhraðinn sömuleiðis og breyti hlýi loftmassinn frá Norður-Evrópu ekki um stefnu er útlit fyrir allt að 25 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

13.12. Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

9.12. Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Fjandskapur kraumar við Krímskaga

29.11. Ófremdarástand ríkir á Azovhafi og koma Rússar nú í veg fyrir það að skip komist til eða frá úkraínskum höfnum. Forseti Úkraínu hefur sett á herlög og segir stríð vofa yfir. Meira »

Móðir Scarlet fylgdi henni veikri

15.9. Þegar hin unga háhyrningskýr, Scarlet, veiktist hóf hún að dragast aftur úr fjölskyldu sinni á sundi. En móðir hennar og fleiri úr hópnum yfirgáfu hana ekki heldur biðu eftir henni. Nú er talið að Scarlet sé öll en hræs hennar er leitað til að komast að því hvað olli dauða hennar. Meira »

Hefur sleppt dauðum kálfi sínum

12.8. Háhyrningskýrin Tahlequah syndir ekki lengur með dauðan kálf sinn um hafið. Hún ýtti honum á undan sér í að minnsta kosti sautján daga um 1.600 kílómetra leið. Meira »

Afslappaðar andarnefjur í höfninni

3.8. „Við vonum að þær séu ekkert að flýta sér og verði hér enn á fiskideginum mikla næstu helgi,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, um fimm andarnefjur sem eru nú í höfninni á Dalvík, öllum til mikils yndisauka. Meira »

Var nauðsynlegt að skjóta hann?

31.7. Mikil umræða hefur farið af stað í kjölfar dráps öryggisvarðar þýsks skemmtiferðaskips á hvítabirni á nyrstu eyju Svalbarða á laugardag. Telja sumir gagnrýnivert að ferðamennskan sé farin að gera út af við það sem ferðamenn eru einmitt komnir til að skoða: Hvítabirni. Meira »

Freki kallinn vill „ekkert veganbull“

26.7. Hann er ögn í yfirvigt og setur á sig allt of sterka lykt. Hann á heima í Garðabænum því þar er minnst af Vinstri grænum. „Freki kallinn er víða og af ýmsum kynjum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason um nýjasta lag Baggalúts, Sorrí með mig, sem kemur út á morgun. Meira »