Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Sýkna það eina í stöðunni

22.2. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

20.2. „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Brúarsmiðir“ hittast á Hverfisbar

15.2. Boðað hefur verið til samkomu aðdáenda spennuþáttanna Brúarinnar á Hverfisbarnum á mánudagskvöld er síðustu tveir þættirnir verða sýndir á RÚV. Rithöfundurinn Gerður Kristný, sem opnar vikulega „Brúarstofuna“ á Facebook-síðu sinni, segist eiga von á fjörlegum umræðum að sýningu lokinni. Meira »

Vistvænir kúnnar fá 10% afslátt

7.2. „Okkur fannst sárt að horfa upp á allt plastið fara í ruslið og vorm svolítið með tárin í augunum þegar Íris kom með þessa hugmynd,“ segir Sindri Daði Rafnsson en frá og með deginum í dag fá viðskiptavinir sem koma með margnota poka eða eigin ílát til Sindra bakara á Flúðum 10% afslátt. Meira »

Klofin um bestu framtíðarkosti

31.1. Enn eitt skrefið í undirbúningi Hvalárvirkjunar var stigið á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær er skipulagstillögur vegna virkjunar voru samþykktar. Fimm nefndarmenn í fámennasta sveitarfélagi landsins bera þá ábyrgð að ákveða framhaldið. Þrír þeirra eru nú fylgjandi virkjun en tveir eru á móti. Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

22.1. Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

18.1. „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Skautasvell í götunni

7.1. Flughált er í mörgum húsagötum á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir að hlýna tók í veðri. Í sumum götum, m.a. í Grafarvogi þar sem meðfylgjandi mynd er tekin, er mikið svell og nýttu börnin það til að reima á sig skautana og renna sér. Meira »

Það næsta sem kemst helvíti á jörð

21.2. Versti dagurinn. Versti mánuðurinn. Versta árið. Versta ástand allra tíma. Lýsingarorð í efsta stigi til að útskýra hörmungarnar í Sýrlandi eru á þrotum. Engin orð ná utan um þá skelfingu sem þar á sér stað. Meira »

Elska þeir byssur meira en börn?

16.2. Cameron Kasky faldi sig í skólastofu í klukkstund á meðan Nikolas Cruz skaut af hríðskotabyssu sinni. Hann hvetur fólk til að kjósa ekki stjórnmálamenn sem studdir eru af þrýstihópum um skotvopnaeign. „Gerið það fyrir mig. Gerið það fyrir skólasystkini mín. Við getum ekki kosið en þið getið það.“ Meira »

„Toppurinn á ísjakanum“

13.2. Þeir kölluðu hýbýli sín á Haítí „hóruhúsið“. Þangað létu þeir einkabílstjóra sína aka konum, mögulega börnum, sem þeir svo misnotuðu kynferðislega. Misnotkunin fólst m.a. í þeirri valdastöðu sem yfirmenn góðgerðarsamtakanna Oxfam voru í á meðan þeir áttu að vera að hjálpa bláfátækri þjóð að byggja upp. Meira »

„Við treystum ráðherranum“

2.2. „Það er nú fráleit söguskýring að varpa þessu yfir á Viðreisn,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um frétt mbl.is þar sem orð þingflokksformanns og fyrrverandi formanns flokksins um skipan dómara við Landsrétt voru rifjuð upp. Hann segir þingmenn Viðreisnar hafa treyst orðum ráðherrans. Meira »

Samþykktu tillögur vegna virkjunar

30.1. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í dag tillögur að skipulagsbreytingum í sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir efnisnámum og vinnuvegum í rannsóknartilgangi um fyrirhugað virkjunarsvæði í óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

18.1. Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

117 gráða munur milli staða

8.1. Sydney var heitasti staður á jörðinni í gær. Þar mældist 47,3 stiga hiti. Washington-fjall var kaldasti staður jarðar á laugardag. Þar mældist um 70 stiga frost með vindkælingu. Meira »

Kveikt í þrettán gámum og tunnum

7.1. Það er óhætt að segja að í nógu hafi verið að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt en á tímabilinu frá 21 í gærkvöldi og til klukkan 2 í nótt voru fjórtán útköll vegna elds, þar af þrettán í blaðagámum og ruslatunnum. Meira »