Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Krafðist 1,5 milljóna af Stundinni

6.7. „Þarna er maður, sem hefur í þrígang verið kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn barnungum stúlkum og sem aldrei fór fyrir dóm, að hóta að draga unga konu fyrir dóm vegna umfjöllunar um þessar kærur fái hann ekki greiddar háar fjárhæðir innan sólarhrings,“ segir ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Staðfestir breytingu á aðalskipulagi

26.6. Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps er varða undirbúningsframkvæmdir fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og samþykkt var í sveitarstjórn 30. janúar. Meira »

Landið klofið með tilliti til veðurs

25.6. Það verður að segjast eins og er að langtímaspáin fyrir höfuðborgarsvæðið næstu daga er allt annað en björt. Sé rýnt í spákort Veðurstofu Íslands fyrir svæðið sést að hitinn verður á bilinu 5-12 gráður næstu dagana enda mun sólin lítið láta á sér kræla. Þá er töluverð væta í kortunum. Meira »

Smalaði ferðamönnum daglega

31.5. Landvörður í Fjaðrárgljúfrum þurfti að smala ferðamönnum út af svæðinu á hverjum morgni eftir að Umhverfisstofnun greip til þess ráðs að loka því vegna gróðurskemmda. Á morgun verður það opnað að nýju og geta ferðamennirnir þá með góðri samvisku skoðað þessa mögnuðu náttúrusmíð. Meira »

Ofbeldismenn flytja lögheimili án afleiðinga

29.5. Starfskonur Kvennaathvarfsins eru hugsi yfir aðgerðum Þjóðskrár vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp á Ströndum. Hingað til hefur Þjóðskrá nefnilega haldið því fram að hún geti ekkert aðhafst er ofbeldismenn hafa flutt lögheimili sitt á heimili kvenna í algjörri óþökk þeirra. Meira »

Virkjunarsinnar fylla hreppsnefnd

26.5. Það mátti heyra saumnál detta á meðan kjörstjórn í Árneshreppi taldi atkvæði í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Í hreppsnefnd voru kosnir fimm íbúar sem allir eru stuðningsmenn Hvalárvirkjunar sem fyrirhugað er að reisa á Ófeigsfjarðarheiði. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

26.5. Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

22.5. Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Tillögur byggðar á nýjum rannsóknum

26.6. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir að tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um friðlýsingu Drangajökulssvæðisins séu byggðar á nýjum rannsóknum, nýrri en þeim sem sú ákvörðun að setja Hvalárvirkjun í nýtingarflokk rammaáætlunar byggði á. Meira »

Hvað er sérstakt við Drangajökulssvæðið?

26.6. Tilkomumikið landslag mótað af jöklum ísaldar. Mjög virk landmótunarferli. Litfögur setlög og hraunlög. Óvenju greinilegir og margir jökulgarðar frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þannig er svæði sem nær yfir Drangajökul og nágrenni hans lýst í tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands að friðlýsingu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

24.6. Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

„Var nauðsynlegt vegna kosninganna“

30.5. Dæmi er um að Þjóðskrá hafi kallað til lögreglu til að sannreyna lögheimilisflutning ofbeldismanns inn á heimili konu án hennar vilja. Sviðsstjóri stofnunarinnar segir hins vegar að oft tefjist rannsókn slíkra mála þar sem lögreglan setji þau ekki í forgang. Meira »

Eva: „Þurfum að bretta upp ermar“

26.5. „Ég er náttúrlega mjög ánægð. Við höfum fengið áfram brautargengi og fengið fleiri góða til starfa,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, í samtali við blaðamann mbl.is í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Meira »

Óvenjugóð kjörsókn í Árneshreppi

26.5. Kjörfundi er lokið í Árneshreppi á Ströndum. Kosningaþátttaka var með besta móti eða 93,48% að því er formaður kjörstjórnar greindi blaðamanni mbl.is frá á kjörstaðnum í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Meira »

„Útkrotaðar“ kjörskrár í Árneshreppi

25.5. Hver eru tengsl einstakra manna við Árneshrepp og hversu lengi og í hvaða tilgangi dvelja þeir í hreppnum á hverju ári? Rætt var um stóran hluta íbúa fámennasta sveitarfélags landsins á hreppsnefndarfundi í gær sem óhætt er að segja að hafi verið gjörólíkur öllum sambærilegum fundum stjórnvalda nú í aðdraganda kosninga. Meira »

Lentu í snjóflóði á Grímsfjalli

18.5. Ferðamennirnir tveir, sem sendu frá sér neyðarboð á Vatnajökli í gærkvöldi, lentu í snjóflóði á Grímsfjalli. Þeir kveiktu á neyðarsendi og hófst leitaraðgerð þegar í stað. Björgunarsveitarmenn fundu mennina um þrjúleytið í nótt og voru þeir þá búnir að grafa sig í fönn. Meira »