Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Risinn úr öskustónni

17.4. Með sigri Tiger Woods á Masters-mótinu um helgina vaknar spurning sem ekki hefur verið velt upp síðustu ár.  Meira »

Val Helenu val á meisturum

2.4. „Það var alveg vitað mál að það lið sem Helena myndi velja að fara í yrði langlíklegasta liðið til þess að taka titilinn. Ég held að það hefði ekki skipt neinu máli í hvaða lið hún hefði farið, það lið myndi sjálfsagt taka titilinn. Hún er bara það góð,“ segir Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Meira »

Vonandi klár með landsliðinu í júní

1.4. „Ég tók þetta skref núna og taldi það vera seinasta sénsinn til að vera klár í sumarglugganum með landsliðinu,“ segir Kolbeinn Sigþórsson við mbl.is en þessi 29 ára gamli markahrókur sér nú loks fram á bjartari tíma eftir hálfgerða gíslingu hjá Nantes í Frakklandi. Meira »

Örugg fyrstu skref tekin í Andorra

23.3. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ætlar sér á þriðja stórmótið í röð og hóf ferðalagið á EM 2020 með öruggum skrefum í Andorra la Vella í gærkvöld. Léleg vopn Andorramanna, sem kunna þó vel að nota þau, voru slegin úr höndum þeirra í fyrri hálfleik og án þess að þurfa að leggja neitt gríðarlega mikið á sig landaði Ísland 2:0-sigri. Meira »

Fyrirliðanum hlíft í kvöld?

22.3. Þó að Erik Hamrén geti nú teflt fram sterkara byrjunarliði en hann hefur hingað til getað gert í starfi er ástand leikmanna misgott fyrir leik Íslands við Andorra í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Eini atvinnumaðurinn er í Noregi

21.3. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir áhugamönnum í íþróttinni þegar liðið sækir Andorra heim annað kvöld í Andorra la Vella. Ekki svo að skilja að leikmenn Andorra kunni ekki fótbolta, en aðeins einn þeirra getur þó kallast atvinnumaður í íþróttinni og sá mun spila í norsku B-deildinni í ár. Meira »

„Vitum hvernig við eigum að tækla þetta“

20.3. Staðan á mér er nokkuð góð,“ segir Alfreð Finnbogason, aðalframherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem eftir glímu við kálfameiðsli síðasta mánuðinn getur leikið með Íslandi gegn Andorra á föstudagskvöld þegar undankeppni EM hefst. Meira »

„Viðurkenning fyrir félagið“

14.3. „Núna fer alvaran að byrja. Við erum með heimavallarréttinn, það er flott,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, pollrólegur eftir að liðið varð deildarmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld. Meira »

„Próf til þess að sýna úr hverju maður er gerður“

16.4. „Þetta var í mínum huga próf. Karakterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður,“ segir Ómar Ingi Magnússon eftir hálfgerða rússíbanareið sína með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu við Norður-Makedóníu í undankeppni EM. Meira »

„Kominn yfir þá reiði“

2.4. Eyðimerkurgöngu Kolbeins Sigþórssonar við vesturströnd Frakklands er nú loksins lokið.  Meira »

Get staðið af mér myrkur og kulda fyrir þetta

28.3. „Maður heyrir margar leiðindasögur um það í hverju leikmenn hafa lent í öðrum löndum. Ég get staðið af mér kuldann og myrkrið fyrir allt það sem ég fæ í staðinn hérna,“ segir Danielle Rodriguez, hin 25 ára gamla Kaliforníumær sem farið hefur á kostum fyrir körfuboltalið Stjörnunnar síðustu þrjú ár. Meira »

Óboðlegar aðstæður

22.3. Erik Hamrén var þungur á brún þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn í gær um Estadi Nacional, þjóðarleikvang Andorramanna þar sem ferðalag Íslands á EM karla í knattspyrnu 2020 hefst í kvöld. Meira »

Menn hungrar í sigur

21.3. „Það má setja upp hvaða fyrirsögn sem er. Þetta snýst um að ná góðri frammistöðu og ég trúi því að með góðri frammistöðu fáum við sigurinn,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, spurður hvort um hreina katastrófu yrði að ræða ef Íslandi tækist ekki að vinna Andorra annað kvöld. Meira »

Trúin flytur fjöll og bláa hafið til Evrópu

21.3. Rétt eins og Martin Luther King og Súkkat þá á ég mér draum. Það er gott að láta sig dreyma og draumurinn getur svo orðið að markmiði sem sífellt raungerist ef allt gengur að óskum. Meira »

„Stefnum á einn í viðbót“

14.3. „Það er gaman að tékka þetta út af listanum. Þetta hefur aldrei verið gert áður hjá félaginu og það er gaman að vera hluti af þeim fyrsta,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson eftir að hafa fagnað fyrsta deildarmeistaratitlinum í sögu körfuknattleiksliðs Stjörnunnar. Meira »

Stjarnan komin með tvo titla

14.3. Stjarnan varð í kvöld deildarmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni en liðið tryggði sér titilinn með því að leggja Hauka að velli á Ásvöllum í lokaumferðinni, 107:76. Meira »