Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

„Þetta er ansi magnað“

08:05 „Þetta er ansi magnað, ekki síst í ljósi þess að ég var meidd hluta af leiktíðinni. Ég er stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Cloé Lacasse, fyrsta knattspyrnukonan til að enda í efsta sæti M-einkunnagjafar Morgunblaðsins. Meira »

Horfi til baka á fullt af mistökum hjá mér og liðinu

23.9. „Það er hægt að setja marga punkta saman sem verða til þess að við föllum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, en liðið féll í dag niður í 1. deild eftir 2:0-tap gegn Breiðabliki í næstsíðustu umferð. Meira »

Festir ÍA sig í sessi?

22.9. Skagamenn fögnuðu sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Selfossi um síðustu helgi. Þeir eiga enn möguleika á að vinna Inkasso-deildina með sigri á Þrótti í dag en þá má HK ekki vinna Hauka. Meira »

Fimmtán ára „Zlatan“ í svipuðu en breyttu liði

21.9. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Fylkis fyrir keppnistímabilið 2017 og sú stefna tekin að láta unga og efnilega leikmenn bera uppi liðið sem þá lék í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Meira »

Réttlæti allra fullnægt?

18.9. Eins og spennan og dramatíkin í 2. deild karla í knattspyrnu hafi ekki verið næg í sumar þá eykst hvort tveggja enn með dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í fyrradag vegna leiks Hugins og Völsungs frá 17. ágúst. Meira »

„Gríðarleg pressa á Stjörnunni“

15.9. Gunnleifur Gunnleifsson hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli sem knattspyrnumaður og í kvöld leiðir markvörðurinn lið Breiðabliks inn á Laugardalsvöll í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni. Meira »

Skemmtilegir og harðir leikir

14.9. „Leikirnir á milli þessara liða eru yfirleitt skemmtilegir. Þetta er ákveðinn grannaslagur,“ segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, sem ætlar að leiða liðið til fyrsta bikarmeistaratitilsins í sögu þess. Meira »

Sjáum þennan gæja ekki skora aftur

11.9. „Þetta er agalega svekkjandi,“ sagði Aron Snær Friðriksson sem átti mjög góðan leik í marki Íslands þrátt fyrir 3:2-tapið gegn Slóvakíu í dag í undankeppni EM U21-landsliða í knattspyrnu. Meira »

„Sé það ekki gerast“

23.9. Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki hljómaði ekkert sérlega vongóður um það að með hjálparhönd frá Keflvíkingum gætu Blikar orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu um næstu helgi, þegar mbl.is ræddi við hann í Grafarvogi í dag. Meira »

Fjölnir fallinn og Blikar í 2. sæti

23.9. Fjölnir er fallinn niður í 1. deild eftir 2:0-tap á heimavelli gegn Breiðabliki í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Meira »

„Misstum ekki taktinn“

22.9. „HK er í dag að vaxa mjög mikið og í yngri flokkunum eru margir iðkendur. Ég tel að HK eigi klárlega að vera með lið sem festir sig í sessi í efstu deild,“ segir Ásgeir Marteinsson, leikmaður HK sem í dag getur tryggt sér sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu með því að vinna Hauka í lokaumferðinni. Meira »

Vildu taka þetta skref í búningi Keflavíkur

21.9. Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu náði ákveðnum lágpunkti sumarið 2015 þegar liðið endaði með aðeins eitt stig í sínum riðli í 1. deildinni. Meira »

„Langar hrikalega mikið í þennan bikar“

15.9. „Okkur langar hrikalega mikið í þennan bikar. Við töluðum um það fyrir mót að við ætluðum að leggja þvílíkt hart að okkur til að komast í úrslitaleikinn, og þangað erum við komnir,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson sem í dag freistar þess að stýra Stjörnunni til bikarmeistaratitils í fyrsta sinn. Meira »

Fær Ágúst fjórða mjólkurbaðið?

14.9. Þó að ekki hafi margir leikmenn Breiðabliks upplifað það að landa bikarmeistaratitlinum í knattspyrnu karla þá hefur þjálfari liðsins, Ágúst Gylfason, góða reynslu af því. Breiðablik mætir Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins kl. 19.15 á morgun. Meira »

Fullkomið „brjálæði“

12.9. Ég man í fljótu bragði ekki eftir magnaðri lokamínútum í fótboltaleik en ég varð vitni að í Vesturbænum í gær þegar íslenska U21-landsliðið stimplaði sig í raun út úr baráttunni um sæti á EM á næsta ári. Meira »

„Þetta var ótrúlega sárt“

11.9. „Ég er grautfúll enda er fáránlega sárt að missa þetta svona niður á lokamínútunum,“ sagði Albert Guðmundsson, fyrirliði U21-landsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 3:2-tapið gegn Slóvakíu í undankeppni EM. Meira »