Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Frábært að vera á hæsta stigi

2.1. „Þetta er auðvitað gífurlega stór klúbbur, ekki bara á Englandi heldur í raun í heiminum, sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Þetta er stórt tækifæri,“ segir Grétar Rafn Steinsson, nýr starfsmaður Everton, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Margrét Lára gaf bestu meðmæli

14.12. Anna Rakel Pétursdóttir hafnaði tilboði þýska knattspyrnufélagsins Leverkusen áður en hún samdi við Linköping í Svíþjóð. Hún ráðfærði sig við markadrottningu íslenska landsliðsins, Margréti Láru Viðarsdóttur, áður en samningurinn við Linköping var undirritaður. Meira »

Skellum í íslenskan lás

13.12. Guðrún Arnardóttir flyst til Stokkhólms í byrjun næsta árs og mun þar leika með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira »

„Risastór bæting fyrir mig“

11.12. „Sundið í morgun gekk bara svakalega vel,“ segir Anton Sveinn McKee sem bætti tvö Íslandsmet og komst í undanúrslit í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Kína í dag. Meira »

Leiðir þjálfaranna skilja

11.12. Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari katarska knattspyrnufélagsins Al Arabi. Þetta staðfesti félagið í gær en Heimir verður kynntur fyrir fjölmiðlum í Doha í dag á hádegi að staðartíma, eða klukkan níu að morgni að íslenskum tíma. Meira »

Helgi þekkir vel til í Liechtenstein

10.12. „Ég hef hitt þá [forráðamenn knattspyrnusambands Liechtenstein] tvisvar og rætt við þá, og þetta er bara í vinnslu. Þetta gæti skýrst í vikunni,“ segir Helgi Kolviðsson sem gæti verið að taka við landsliði Liechtenstein í knattspyrnu. Meira »

„Enginn Færeyingur gerist þræll í öðru landi“

6.12. Uni Arge, faðir handknattleikskonunnar Turið Arge Samuelsen sem leikið hefur með Haukum í vetur, segir leikmanninn hætta hjá liðinu vegna „óvissu um samningsatriði“, en ekki „vanefnda“ eins og ranglega hafi verið farið með í frétt mbl.is af málinu í kvöld. Meira »

Gunnar hefur átt stórkostlegt tímabil

29.11. „Það má líklega segja sem svo að við séum með bakið uppi við vegg. Ef Belgía vinnur báða leiki í þessum glugga er liðið öruggt um efsta sætið. Við þurfum því að vinna núna,“ segir Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Meira »

Nýtt upphaf Flóka í Start

14.12. Knattspyrnumaðurinn Kristján Flóki Finnbogason mun að óbreyttu leika með Start í næstefstu deild Noregs á næsta ári eftir að hafa leikið með Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni seinni hluta síðustu leiktíðar. Meira »

KSÍ fær ekki krónu í ár

14.12. „Við sóttum um og fengum höfnun á þeim grundvelli að tekjur KSÍ væru það háar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að Knattspyrnusamband Íslands fái ekkert greitt úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins sem er að líða. Meira »

Bjarki sá fimmti hjá Lemgo

12.12. Bjarki Már Elísson verður leikmaður þýska handknattleiksfélagsins Lemgo frá og með næsta sumri þegar samningur hans við Füchse Berlín rennur út. Meira »

Bjarki í Lemgo - Vil skora meira og fékk mjög gott tilboð

11.12. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég skipti,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, sem ákveðið hefur að söðla um og yfirgefa höfuðborg Þýskalands næsta sumar. Meira »

Langar að sjá hvað í mér býr

10.12. Anton Sveinn McKee var í raun búinn að setja keppnissundskýluna ofan í skúffu og tilbúinn að láta gott heita eftir að hafa farið á sína aðra Ólympíuleika í Ríó árið 2016. Nú er hann mættur ásamt þremur öðrum íslenskum keppendum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug í Hangzhou í Kína. Meira »

Heimir kynntur í dag?

10.12. Heimir Hallgrímsson verður samkvæmt fréttum í katörskum miðlum kynntur sem nýr þjálfari Al Arabi á næstu dögum, hugsanlega þegar á blaðamannafundi í dag. Meira »

Það alljótasta sem ég hef átt við

6.12. „Ef maður getur einhvern tímann sagt að flagð sé undir fögru skinni þá á það við um þetta fólk. Viðkynningin í upphafi var frábær en þetta er búið að vera hreint helvíti,“ segir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um samskipti félagsins við færeysku handknattleikskonuna Turið Arge Samuelsen og hennar fólk. Meira »

„Aldrei fengið tækifæri í atvinnumennsku“

29.11. „Planið er að vera áfram úti næstu árin,“ segir Oliver Sigurjónsson. Þessi 23 ára gamli knattspyrnumaður úr Breiðabliki hefur ekki átt sjö dagana sæla á sínum ferli sem atvinnumaður og aðeins leikið þrjá leiki sem slíkur. Meira »