Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Markakóngurinn hafði tug kosta að velja úr

10.1. „Ég hef verið í miklu sambandi við félagið og hef farið út og skoðað aðstæður hjá því. Eftir HM síðasta sumar hafði ég úr rúmlega 10 félögum að velja, bæði í Danmörku og Þýskalandi, og svo í Svíþjóð. Mér leist langbest á Kristianstad,“ segir Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður frá Selfossi, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Svíþjóðarmeistara Kristianstad. Meira »

„Draumur að mæta þessum stórstjörnum“

9.1. „Það er náttúrlega stórkostlegt að fá að mæta besta liðinu á Englandi þessa stundina,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöld. Meira »

Þurfti sem betur fer að klára

6.1. „Það var svona korter eftir af leiknum þegar ég stífnaði allur upp í hásininni eftir að hafa fengið högg á hana. Við vorum búnir með skiptingarnar þannig að ég þurfti að klára leikinn, sem betur fer.“ Meira »

„Þurfum að blóðga þær“

5.1. „Ég var bara allt í einu með fullt af skilaboðum í símanum og vissi ekkert hvað var í gangi. Ég er mjög ánægð, og bara mjög spennt, enda hef ég stefnt á þetta lengi,“ segir Guðný Árnadóttir sem í gær var í fyrsta sinn valin í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Meira »

Mikið og gott safn ljúfra minninga

4.1. Frá því að karlalið Keflavíkur í körfubolta varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1989 hefur liðið aldrei þurft að bíða eins lengi og nú eftir stórum titli. Meira »

Tók fram fyrir hendur þjálfarans

30.12. „Klúbburinn sjálfur er mjög flottur og liðið spilar í einni sterkustu deild Evrópu, og að því leyti var allt eins og við mátti búast. En svo kom þetta upp í lokin sem maður hefði alveg viljað sleppa við að ganga í gegnum.“ Meira »

Sá langdýrasti lagði KR og Stjörnuna

29.12. Hinn 26 ára gamli Hollendingur Virgil van Dijk er ekki bara orðinn langdýrasti varnarmaður knattspyrnusögunnar, heldur einn aldýrasti leikmaður allra tíma. Meira »

Kostar endalausa vinnu

27.12. „Ég veit svo sem ekki hver lykillinn er. Maður hefur alltaf þurft að leggja helling á sig og hafa mikið fyrir því að vera á þeim stað sem maður er í dag. Þetta er endalaus vinna að halda sér á þessu getustigi,“ segir Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem samið hefur við hið fornfræga ítalska félag Udinese um að leika áfram með því til ársins 2020. Meira »

Fór ansi langt fram úr Bale og Ronaldo

9.1. Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho skrifaði í gær formlega undir samning við spænska félagið Barcelona. Samningurinn gildir til sumarsins 2023. Meira »

Aron loks að fá tækifæri?

6.1. Dvöl Arons Jóhannssonar hjá þýska knattspyrnufélaginu Werder Bremen hefur mátt líkja við hálfgerða martröð, en hann kom til félagsins frá AZ Alkmaar í Hollandi fyrir 5 milljónir evra í ágúst 2015. Nú gæti loksins verið að rætast úr stöðu hans hjá félaginu. Meira »

Fótboltaparið til Eyja?

6.1. Karla- og kvennalið ÍBV í knattspyrnu gætu verið að fá góðan liðsstyrk. Parið Elísa Ósk Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen er með tilboð í höndunum frá félaginu en bæði hafa þau verið á mála hjá Val síðustu ár. Meira »

Úr 0 í 300.000 á skömmum tíma

5.1. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að svokallaðar stigagreiðslur til leikmanna A-landsliðs kvenna yrðu hækkaðar. Meira »

Líkar íslensk tryllitæki

4.1. „Þetta var bara mjög spennandi tilboð sem fól í sér að spila í einni alsterkustu deild heims. Það var erfitt að segja nei við þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem samið hefur við bandaríska úrvalsdeildarfélagið Utah Royals til eins árs, með möguleika á árs framlengingu. Meira »

Gunnhildur vestur um haf

30.12. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun spila í bandarísku atvinnumannadeildinni, einni alsterkustu deild heims, á nýju ári. Meira »

Sjö komust yfir tíu marka þröskuldinn

28.12. Fimm íslenskir knattspyrnumenn afrekuðu það á árinu 2017 að skora að minnsta kosti 10 mörk í atvinnumannadeildum.  Meira »

Fótboltinn svolítil vonbrigði

22.12. Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa spilað fótbolta á Ítalíu síðustu mánuðina með liði Verona. Meira »