Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Fer á HM eftir áskorun í afmæli

í gær Flestir hefðu sjálfsagt haldið að það væri nauðsynlegt að æfa sund til þess að komast á heimsmeistaramót í sundi. Það á þó eiginlega ekki við í tilviki Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur úr SH sem varð þrefaldur Íslandsmeistari í 25 metra laug um helgina og tryggði sér sæti á HM í Kína í næsta mánuði með því að fara 50 metra baksund á 27,95 sekúndum. Meira »

Heim reynslunni ríkari

12.11. „Leikmennirnir koma út úr þessu reynslunni ríkari, eftir að hafa spilað á erfiðum útivelli í kjaftfullri höll í beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta, sem féll um helgina úr leik í Áskorendabikar Evrópu. Meira »

Birkir hækkaði um helming

8.11. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hækkaði tekjur sínar umtalsvert með því að færa sig frá þáverandi svissneska meistaraliðinu Basel til Aston Villa á Englandi í janúar á síðasta ári. Meira »

Fundið þetta í fjóra mánuði

6.11. „Ég er búin að finna það í fjóra mánuði að það er eitthvað ekki alveg rétt hjá mér,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og íþróttamaður ársins 2017, við Morgunblaðið. Meira »

Heimir hlynntari gervigrasinu en áður

3.11. Heimir Guðjónsson, þjálfari Færeyjameistara HB í knattspyrnu og þjálfari ársins þar í landi, kveðst vera kominn á aðra skoðun en áður varðandi gervigras og lengingu tímabilsins á Íslandi eftir eitt ár í Færeyjum. Meira »

Usain Bolt golfíþróttarinnar

1.11. Golfheimurinn gæti verið að eignast nýja og afar kraftmikla stjörnu ef mið er tekið af frammistöðu hins 23 ára gamla Cameron Champ um liðna helgi. Meira »

Tími kominn á breytingar

31.10. Sumarið 2016 lék fótboltalífið við Hauk Heiðar Hauksson. Þessi eyfirski hægri bakvörður fór með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmót þess, EM í Frakklandi, og virtist hinn augljósi næsti kostur á eftir Birki Má Sævarssyni í sinni stöðu. Þá lék hann líka alla leiki með einu besta og sögufrægasta liði Norðurlanda, AIK í Svíþjóð. Meira »

„Ég er 33 ára en er enn að þroskast og vaxa hérna“

26.10. „Ég er ótrúlega stolt,“ segir Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, en hún er ein þriggja leikmanna sem tilnefndir eru sem verðmætustu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni sem nú er að klárast. Meira »

Fjögur af fimm nýta HM-réttinn

í fyrradag Fimm keppendur tryggðu sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug þegar Íslandsmeistaramótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Meira »

Sísí snýr heim - „Hjartað slær í Eyjum“

9.11. Sigríður Lára Garðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV eftir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Noregsmeistari með liðinu. Meira »

Einbeitt á næsta ár

8.11. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þarf að taka því rólega næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla.  Meira »

Kristófer og Elvar á leið til Íslands

5.11. Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson, landsliðsmenn í körfubolta, eru á förum frá franska félaginu Denain eftir að hafa gengið í raðir þess síðasta sumar. Þeir gætu orðið leikmenn KR og Njarðvíkur áður en félagaskiptaglugginn lokast í næstu viku. Meira »

Ísland gæti horft til Færeyja

3.11. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta tímabil var framar vonum. Síðustu tvö tímabil á undan hafði liðið endað í 5. sæti, liðið er tiltölulega ungt, og fyrsta markmiðið var nú bara að koma því í Evrópukeppni. Þegar komið var fram í mitt mót sáum við að það var möguleiki á að gera atlögu að titlinum. Það er frábært að hafa náð því að vinna hann og skemmtilegt eins og alltaf.“ Meira »

„Ísland er langt á eftir“

1.11. „Ég þekki fullt af leikmönnum sem eru ótrúlega kvíðnir fyrir því að koma inn á fótboltavöllinn. Þeim finnst gaman í fótbolta, gaman að æfa, en finnst ekki gaman að spila leikina því þeir verða svo kvíðnir. Margir af þeim eru meðal betri leikmanna Pepsi-deildarinnar,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu. Meira »

Bera sig saman við þær bestu

27.10. Ísland teflir fram fimm kvenna sveit á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Doha en undankeppnin fer fram nú um helgina. Ólympíufarinn Irina Sazonova á von á barni í desember og munar mikið um fjarveru hennar en að öðru leyti er Ísland með sitt sterkasta lið. Meira »

Hvert skila stökkin Valgarð í Doha?

25.10. Eftir að hafa fyrstur Íslendinga komist í úrslit í stökki á EM í Glasgow í ágúst verður fimleikakappinn Valgarð Reinhardsson aftur á ferðinni á heimsmeistaramótinu í Doha í Katar í dag. Meira »