Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

Telja að setið sé um Rússland

12.4. Rússneskir valdhafar virðast raunverulega trúa því að setið sé um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan komi fyrst og fremst utan frá. Þannig tala þeir í eigin hópi að sögn Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Ekki er einungis um að ræða áróður heimafyrir. Meira »

Hlakkar til að bretta upp ermarnar

23.2. „Ég hef lengi haft áhuga á því að fara út í stjórnmálin og þykir borgarmálin sérstaklega spennandi. Ég hafði rætt þennan möguleika við mikið af vinum og félögum sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins, en ég taldi mig í raun ekki endilega eiga mikla möguleika þar sem ég á enga forsögu í flokknum.“ Meira »

Rising doubts over Iceland's EEA membership

13.2. "The time has come in my opinion for us in Parliament to take into serious consideration what the position of the EFTA countries is based on the EEA Agreement when such demands are made by the European Union." Meira »

Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir

12.2. Fríverslunarsamningur Kanada við Evrópusambandið tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Við gildistöku hans féllu niður tollar Evrópusambandsins af um 96% allra tollskrárnúmera Evrópusambandsins á kanadískar sjávarafurðir og á næstu 3 til sjö árum verður það sem eftir stendur einnig afnumið. Meira »

Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar

1.2. „Það vorum við sem rákum hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í júní í fyrra. Vísaði hún þar til lista dómnefndar yfir þá sem nefndin taldi hæfasta til þess að gegna embættum dómara við Landsrétt. Meira »

Telur tvær vikur of stuttan tíma

24.1. „Ráðherra hefur einungis tvær vikur til þess að fara með afstöðu sína fyrir Alþingi. Þetta hygg ég að dæmin hafi sýnt að sé of skammur frestur,“ sagði Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður og formaður hæfisnefndar um skipan dómara, á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík sem fram fór í dag. Meira »

Mat nefndarinnar ekki óskeikult

24.1. Langur vegur er frá því að mat hæfisnefndar á dómurum sé óskeikult eins og gengið hefur verið út frá í allri umræðu um Landsréttarmálið. Þetta kom fram í máli Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um skipan dómara sem fram fór í dag. Tók hann dæmi um það. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

23.1. „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

24.3. „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

20.2. „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Hengdi út þvott í axlardjúpum snjó

12.2. „Ég var svolítið að velta því fyrir mér á meðan ég var að moka slóðann hvort nágrannar mínir væru kannski að hugsa hvað væri að mér. Því ég var ógeðslega lengi að loka einhvern tilgangslausan slóða,“ segir Rebekka og hlær. Meira »

Margir vilja vera á listanum

5.2. Mikill áhugi er á að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor að sögn Sveins H. Skúlasonar, formanns kjörnefndar. Leiðtogakjör fór fram hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í lok síðasta mánaðar þar sem Eyþór Laxdal Arnalds sigraði en nefndin sér um að raða í önnur sæti listans. Meira »

Fleiri ósammála Hæstarétti

25.1. Formaður hæfisnefndar um skipan dómara sagði á opnum fundi í gær að hann vissi ekki til þess að lögmenn hefðu lýst því yfir að þeir væru ósammála Hæstarétti mislíkaði þeim niðurstaða hans. Einföld leit á netinu sýnir hins vegar að ekkert einsdæmi er að lögmenn lýsi slíkri afstöðu. Meira »

„Þetta er glórulaus vitleysa“

24.1. „Við erum öll sammála um það að það ber að velja þann hæfasta. Það er ekkert álitamál. Það hefur komið fram í dómum og við erum öll sammála um það og auðvitað á að gera það. Vandinn er bara sá hver er hæfastur af umsækjendum og hver á að ráða því hvernig hann er fundinn?“ Meira »

Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt

24.1. Sjö dómarar við Hæstarétt, héraðsdómstóla og Landsrétt voru skipaðir án þess að dómnefnd hafi talið þá hæfasta á meðal umsækjenda um embættin. Þetta sagði Jakob Möller hæstaréttarlögmaður á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um skipan dómara. Meira »

Verið að leita að afgerandi kosti

11.1. „Ég hugsa að það sem liggi þarna að baki sé ekki síst það að verið sé að leita að einhverjum afgerandi valkosti til þess að reyna að ná eða allavega nálgast fyrri stöðu flokksins í borginni. Það er náttúrulega orðið töluvert langt síðan flokkurinn tapaði þeirri sterku stöðu sem hann naut áður í borginni.“ Meira »