Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Komið að úrslitastundu hjá May?

14.1. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn í neðri deild breska þingsins í dag til þess að samþykkja samning hennar um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu en til stendur að greidd verði atkvæði um hann annað kvöld. Meira »

Hernaðarlega mikilvægt fyrir Rússa

20.10. Hugmyndir um herlausar norðurslóðir kalla á skilgreiningu á því hvaða svæði sé um að ræða. Stór hluti þess svæðis sem kallað er norðurslóðir í víðum skilningi hugtaksins er innan yfirráðasvæðis Rússlands og herleysi þar kæmi niður á öryggi landsins. Meira »

Drottnarar hafsins til sýnis

4.10. Það má segja að blómatími orrustuskipanna hafi staðið yfir frá því á seinnihluta 19. aldar og fram að miðri 20. öldinni. Orrustuskip voru þó notuð mun lengur í hernaði en það þó þau hafi hvergi verið lengur uppistaðan í herskipaflota, en Bandaríkjamenn notuðu slík skip í Kóreustríðinu, Víetnamstríðinu og Persaflóastríðinu. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

18.6. „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Virðist ekki standast stjórnarskrána

4.6. „Vonandi gefst nægur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur þess á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

„Það stoppar ekki síminn hjá mér“

28.5. „Ég er næstum komin á þann stað að fá einhvern í það að svara í símann hjá mér,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is og hlær eftir að hafa beðist velvirðingar á að hafa ekki svarað fyrra símtali blaðamanns. Meira »

Segir Ragnar fara fram með offorsi

11.5. „Við Ragnar höfum verið ósammála um leiðir í kjarabaráttu, það er engin launung á því, en mér þykir nokkuð merkilegt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá fyrirætlan formanns VR að lýsa yfir formlegu vantrausti á hann. Meira »

Full fríverslun ekki fengist

8.2. Evrópusambandið hefur þráast við að koma á fullri fríverslun með sjávarafurðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta kom fram í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti á málstofu um EES-samninginn. Reynt hefur verið í meira en ár að betri viðskiptakjörum. Meira »

Tryggja þurfi yfirburði NATO

27.11. Forgangsmál Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að tryggja að bandalagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom ekki nálægt kosningunum

19.10. „Fyrir það fyrsta reyndum við ekki að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Við gerðum það ekki. Ég blandaði mér ekki í neitt sem getur mögulega talist afskipti,“ segir Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í samtali við mbl.is. Meira »

Sjálfstæðið til Brussel í smápörtum

1.9. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EES-samningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðug fleiri álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum okkur sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Meira »

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

7.6. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Meira »

„Einn fundur á döfinni fljótlega“

28.5. „Ég er að fá símtöl úr báðum áttum og ég skal alveg vera hreinskilin við þig að það er einn fundur á döfinni fljótlega. En ég get ekki sagt mikið meira um það í bili,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

23.5. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Telja að setið sé um Rússland

12.4. Rússneskir valdhafar virðast raunverulega trúa því að setið sé um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan komi fyrst og fremst utan frá. Þannig tala þeir í eigin hópi að sögn Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Ekki er einungis um að ræða áróður heimafyrir. Meira »