Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

18.6. „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Virðist ekki standast stjórnarskrána

4.6. „Vonandi gefst nægur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur þess á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

„Það stoppar ekki síminn hjá mér“

28.5. „Ég er næstum komin á þann stað að fá einhvern í það að svara í símann hjá mér,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is og hlær eftir að hafa beðist velvirðingar á að hafa ekki svarað fyrra símtali blaðamanns. Meira »

Segir Ragnar fara fram með offorsi

11.5. „Við Ragnar höfum verið ósammála um leiðir í kjarabaráttu, það er engin launung á því, en mér þykir nokkuð merkilegt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá fyrirætlan formanns VR að lýsa yfir formlegu vantrausti á hann. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

24.3. „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

20.2. „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Hengdi út þvott í axlardjúpum snjó

12.2. „Ég var svolítið að velta því fyrir mér á meðan ég var að moka slóðann hvort nágrannar mínir væru kannski að hugsa hvað væri að mér. Því ég var ógeðslega lengi að loka einhvern tilgangslausan slóða,“ segir Rebekka og hlær. Meira »

Margir vilja vera á listanum

5.2. Mikill áhugi er á að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor að sögn Sveins H. Skúlasonar, formanns kjörnefndar. Leiðtogakjör fór fram hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í lok síðasta mánaðar þar sem Eyþór Laxdal Arnalds sigraði en nefndin sér um að raða í önnur sæti listans. Meira »

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

7.6. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Meira »

„Einn fundur á döfinni fljótlega“

28.5. „Ég er að fá símtöl úr báðum áttum og ég skal alveg vera hreinskilin við þig að það er einn fundur á döfinni fljótlega. En ég get ekki sagt mikið meira um það í bili,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

23.5. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Telja að setið sé um Rússland

12.4. Rússneskir valdhafar virðast raunverulega trúa því að setið sé um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan komi fyrst og fremst utan frá. Þannig tala þeir í eigin hópi að sögn Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Ekki er einungis um að ræða áróður heimafyrir. Meira »

Hlakkar til að bretta upp ermarnar

23.2. „Ég hef lengi haft áhuga á því að fara út í stjórnmálin og þykir borgarmálin sérstaklega spennandi. Ég hafði rætt þennan möguleika við mikið af vinum og félögum sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins, en ég taldi mig í raun ekki endilega eiga mikla möguleika þar sem ég á enga forsögu í flokknum.“ Meira »

Rising doubts over Iceland's EEA membership

13.2. "The time has come in my opinion for us in Parliament to take into serious consideration what the position of the EFTA countries is based on the EEA Agreement when such demands are made by the European Union." Meira »

Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir

12.2. Fríverslunarsamningur Kanada við Evrópusambandið tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Við gildistöku hans féllu niður tollar Evrópusambandsins af um 96% allra tollskrárnúmera Evrópusambandsins á kanadískar sjávarafurðir og á næstu 3 til sjö árum verður það sem eftir stendur einnig afnumið. Meira »

Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar

1.2. „Það vorum við sem rákum hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í júní í fyrra. Vísaði hún þar til lista dómnefndar yfir þá sem nefndin taldi hæfasta til þess að gegna embættum dómara við Landsrétt. Meira »