Anna Lilja Þórisdóttir

Anna Lilja er aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2010, en hefur starfað við fjölmiðla frá 2001. Hún er með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og er einnig menntaður grunnskólakennari. Hún skrifar meðal annars um alþjóðamál, skóla- og uppeldismál og ýmis samfélagsmál.

Yfirlit greina

Eins og „reunion“ fyrir „eitís-unglingana“

17.4. Í augum sumra eru þeir eflaust tákngervingar 9. áratugarins, sem stundum er kallaður eitís á slæmri íslensku. Og svo eru það þau sem fá ljóma í augu og roða í kinnar og ferðast á ljóshraða aftur til ársins 1982. Meira »

70% þolenda á barnsaldri

9.4. 784 leituðu til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Nauðgun var algengasta ástæðan og 26% kvenna og 39% karla í hópi þolenda hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2018. Meira »

„Stöndum undir okkar hlutverki“

5.3. Ýmsar skoðanir komu fram í umræðum á Alþingi í dag um skýrslu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið. Í henni kemur m.a. fram að veikleikar eru á stjórnskipulagi landamæraeftirlits hér á landi. Ráðherra segir að Ísland uppfylli þó skuldbindingar sínar. Meira »

„Það er erfitt að bíða svona“

26.2. Ellefu vinir og ættingjar Jóns Þrastar Jónssonar eru enn staddir í Dublin til að leita að honum. Bróðir Jóns segir að í kjölfar hvarfs hans hafi orðið vitundarvakning á Írlandi um týnt fólk. „Okkur þykir mjög vænt um að það komi eitthvað gott út úr þessu og að umræðan um týnt fólk verði meiri.“ Meira »

Unglingum líður verr en áður

11.1. „Það er augljóst að líðan unglinga er verri núna en hún hefur nokkurn tímann verið áður. Þróunin er ekki í rétta átt.“ Þetta segir Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, um niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanemenda. Meira »

Hver tengdi sel við Freyju?

5.12. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur?“ spyr Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í viðtali í Morgunblaðinu í dag en talsvert hefur verið fjallað um hljóð sem heyrist á upptöku af tali sex þingmanna á barnum Klaustri. Meira »

„Ég er ekki krabbameinið“

5.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, og einn þeirra sex þingmanna sem fóru óviðeigandi orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn, greindist með krabbamein í brjósti árið 2011 og hefur verið í meðferðum við því, með hléum, síðan þá. Meira »

Úr falli á forsetalista

26.11. Sálfræðineminn Jón Ingi Hlynsson, 23 ára gamall ofvirkur strákur úr Breiðholtinu, er síður en svo hinn dæmigerði háskólanemi. Meira »

Er orðinn óþreyjufullur

15.4. „Ég finn óþolinmæði hjá mínu fólki og er sjálfur orðinn nokkuð óþreyjufullur. Ég hefði viljað sjá meiri hraða í þessum viðræðum,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund samflots iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins fyrr í dag. Meira »

Börnin í Sýrlandi ekki gleymd

15.3. Síðan stríðið í Sýrlandi braust út í mars 2011 hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, safnað um 100 milljónum króna í neyðaraðstoð fyrir sýrlensk börn. Meira »

Talningu ljúki í kvöld

28.2. Atkvæðagreiðslu Eflingar um tillögu að verkfalli húshjálpa á hótelum lýkur klukkan 22 í kvöld. Stefnt er að því að ljúka talningu atkvæða fyrir miðnætti, en verði verkfallsaðgerðir samþykktar verður að boða til þeirra fyrir klukkan 10 í fyrramálið, sléttri viku áður en þær hafa verið boðaðar. Meira »

„Hrottaskapur og heimska“

4.2. Dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ hafa fengið til sín hunda sem hafa verið talsvert skaðaðir eftir að hafa borið hundaólar sem gefa rafstuð við tiltekna hegðun, eins og t.d. við gelt. Notkun slíkra óla brýtur í bága við reglugerð um dýravelferð og er bönnuð hér á landi. Meira »

Snældan er orðin svöl á ný

10.1. Kassettur eru komnar aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa nánast dottið út um skeið. Sala á snældum með áteknu efni jókst um tæp 19% í Bandaríkjunum á síðasta ári og sífellt fleiri tónlistarmenn velja þennan miðil. Meira »

„Þá kemur upp ný staða“

5.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, einn þeirra sex þingmanna sem fóru óviðeigandi orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri, hyggst ekki segja af sér þingmennsku vegna þessa máls en segir að ný staða komi upp, verði niðurstaða siðanefndar Alþingis sú að hún hafi brotið siðareglur þings. Meira »

Ætlar ekki að segja af sér

4.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og ein sex þingmanna sem fóru óvarlegum orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir kröfur þar um. Hún segist ekki tilbúin til að taka á sig skellinn fyrir ummæli annarra. Meira »

Þörf á nýju verklagi

11.10. „Það er léttir að þetta er búið. Þetta voru virkilega erfið mál.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, eftir að tveir dómar féllu í Hæstarétti í dag þar sem ríkið var dæmt til að greiða tveimur lögreglumönnum hjá embættinu bætur. Meira »