Anna Lilja Þórisdóttir

Anna Lilja er aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2010, en hefur starfað við fjölmiðla frá 2001. Hún er með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og er einnig menntaður grunnskólakennari. Hún skrifar meðal annars um alþjóðamál, skóla- og uppeldismál og ýmis samfélagsmál.

Yfirlit greina

Unglingum líður verr en áður

11.1. „Það er augljóst að líðan unglinga er verri núna en hún hefur nokkurn tímann verið áður. Þróunin er ekki í rétta átt.“ Þetta segir Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, um niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanemenda. Meira »

Hver tengdi sel við Freyju?

5.12. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur?“ spyr Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í viðtali í Morgunblaðinu í dag en talsvert hefur verið fjallað um hljóð sem heyrist á upptöku af tali sex þingmanna á barnum Klaustri. Meira »

„Ég er ekki krabbameinið“

5.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, og einn þeirra sex þingmanna sem fóru óviðeigandi orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn, greindist með krabbamein í brjósti árið 2011 og hefur verið í meðferðum við því, með hléum, síðan þá. Meira »

Úr falli á forsetalista

26.11. Sálfræðineminn Jón Ingi Hlynsson, 23 ára gamall ofvirkur strákur úr Breiðholtinu, er síður en svo hinn dæmigerði háskólanemi. Meira »

Wintour við völd á Vogue í 30 ár

28.9. Anna Wintour, ritstjóri bandarísku útgáfu tímaritsins Vogue og valdamesta kona tískuheimsins, hefur haft gríðarmikil áhrif langt fyrir utan tískuheiminn á þeim 30 árum sem hún hefur setið í ritstjórastóli. Meira »

Fara í hópum til tannlækna í útlöndum

27.8. Fjöldi Íslendinga fer til útlanda, einkum til landa í Austur-Evrópu, gagngert til að fara til tannlækna og getur munurinn á kostnaði við tannlæknaþjónustu þar og hér verið allverulegur. Meira »

Þetta hefði ekki þurft að gerast

7.6. „Þegar ég tók hjálminn af honum blasti við mér stórt gapandi sár frá miðju enni og niður að nefrót þannig að sást í höfuðkúpuna. Það vantaði stórt stykki í andlitið á barninu.“ Svona hefst frásögn Hafrúnar Önnu Sigurbjörnsdóttur, móður Sólons Brimis sem varð fyrir árás hunds um síðustu páska. Meira »

Draumurinn rættist í þessum tölum

27.5. „Þetta er draumur sem við áttum. Að fá a.m.k. níu borgarfulltrúa.“ Þetta eru fyrstu viðbrögð Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við nýjustu tölum úr borginni sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með 10.636 atkvæði og níu borgarfulltrúa. Meira »

Snældan er orðin svöl á ný

10.1. Kassettur eru komnar aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa nánast dottið út um skeið. Sala á snældum með áteknu efni jókst um tæp 19% í Bandaríkjunum á síðasta ári og sífellt fleiri tónlistarmenn velja þennan miðil. Meira »

„Þá kemur upp ný staða“

5.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, einn þeirra sex þingmanna sem fóru óviðeigandi orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri, hyggst ekki segja af sér þingmennsku vegna þessa máls en segir að ný staða komi upp, verði niðurstaða siðanefndar Alþingis sú að hún hafi brotið siðareglur þings. Meira »

Ætlar ekki að segja af sér

4.12. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og ein sex þingmanna sem fóru óvarlegum orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir kröfur þar um. Hún segist ekki tilbúin til að taka á sig skellinn fyrir ummæli annarra. Meira »

Þörf á nýju verklagi

11.10. „Það er léttir að þetta er búið. Þetta voru virkilega erfið mál.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, eftir að tveir dómar féllu í Hæstarétti í dag þar sem ríkið var dæmt til að greiða tveimur lögreglumönnum hjá embættinu bætur. Meira »

„Af hverju er ég veikur?“

13.9. Á stofu númer fjögur á einangrunardeild fyrir krabbameinssjúka á Karólínska sjúkrahúsinu í Huddinge í Svíþjóð, í útjaðri Stokkhólms, liggur Hjörtur Elías Ágústsson, níu ára úr Árbænum. Síðan í febrúar hefur hann farið í margar krefjandi meðferðir við krabbamein sem nú sér vonandi fyrir endann á. Meira »

Hundur hélt hverfi í gíslingu

8.6. „Þetta var gert með almannaheill í huga. Það var einfaldlega ekki hægt að bjóða íbúum upp á þetta ástand lengur.“ Þetta segir Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, HES. Meira »

Fá hátt í 100 einkunnir

4.6. Eftir að nýtt námsmatskerfi var tekið upp, svokölluð hæfniviðmið, fær hver grunnskólanemandi miklu fleiri einkunnir en áður. Dæmi eru um að átta ára gömul börn fái hátt í 100 einkunnir, þar af 28 í íslensku og 11 í stærðfræði. Meira »

Fyrsti Framsóknarmaðurinn í 20 ár

27.5. Öll atkvæði hafa nú verið talin í Hafnarfirði og meðal þeirra 11 bæjarfulltrúa sem kjörnir voru er Ágúst Bjarni Garðarsson, sem leiddi lista Framsóknarflokksins. Það telst til tíðinda þar sem 20 ár eru síðan það gerðist síðast. Meira »