Anna Lilja Þórisdóttir

Anna Lilja er aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2010, en hefur starfað við fjölmiðla frá 2001. Hún er með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og er einnig menntaður grunnskólakennari. Hún skrifar meðal annars um alþjóðamál, skóla- og uppeldismál og ýmis samfélagsmál.

Yfirlit greina

„Þetta er skrípaleikur, sýning“

18.3. „Hvers vegna ætti að gera eitthvað sérstakt veður út af þessum kosningum,“ spyr einn. „Um hvað ætti kosningabaráttan svosem að snúast?“ spyr annar. „Það vita hvort sem er allir hvernig þær fara.“ Það er sama hver spurður er um forsetakosningarnar í Rússlandi; alls staðar er sama viðkvæðið. Meira »

Konan sem allir elskuðu að hata

29.1. Í bandarískri slangurorðabók hefur sögnin „að Tonya Hardinga“ tvenns konar merkingu. Annars vegar að beita bolabrögðum til að ryðja keppinaut úr vegi, hins vegar að brjóta hnéskeljar fólks. Meira »

Fréttir um konur og innflytjendur vekja hörð viðbrögð

7.12. Miðaldra karlmenn eru sá hópur sem kann síst að haga sér í athugasemdakerfum netmiðlanna og á bloggsíðum. Það eru helst fréttir um konur og útlendinga sem þessi hópur skrifar óviðeigandi athugasemdir við. Meira »

Sífellt fleiri ólæsir og óskrifandi

16.11. „Krakkarnir sem koma til okkar í dag eru með miklu flóknari og þyngri vanda en var fyrir nokkrum árum. Svo hefur það aukist að þau séu nánast ólæs og óskrifandi og treysti sér t.d. ekki til að fylla út einfalda umsókn með nafni og kennitölu. Hvernig er þetta hægt – þau hafa verið tíu ár í grunnskóla? Þetta vekur ýmsar spurningar.“ Meira »

„Gamla fólkið á betra skilið“

15.11. Í 18% legurýma á Landspítalanum liggur aldrað fólk sem bíður eftir vist á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði og hefur hlutfall þessa hóps á spítalanum aldrei verið hærra. Biðdeildir á Vífilsstaðaspítala og á nokkrum stöðum á Vesturlandi, sem opnaðar voru til að taka á móti þessum hópi, duga skammt. Meira »

„Ég braut lögin fyrir pabba minn“

1.11. „Ég hef alltaf verið löghlýðin og ég átti aldrei von á að vera í þessari aðstöðu. Ég er enginn glæpamaður.“ Þetta segir Málfríður Þorleifsdóttir sem er sakborningur í einu mest umtalaða fíkniefnamáli síðari tíma í Danmörku, en það snýst um framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Meira »

„Og þá ætla ég að heita Gylfi“

11.10. Benjamín Orri Hulduson, fimm ára, var í hópi þeirra tæplega 10.000 áhorfenda sem voru á leik Íslands og Kósóvó í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í fyrradag þar sem Ísland tryggði sér farmiða á HM í Rússlandi á næsta ári. Meira »

Enn heldur glerþakið

5.10. Konur eru innan við þriðjungur kjörinna þingmanna í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og kynbundinn launamunur er að meðaltali 15%, körlum í vil. Barneignir hafa miklu neikvæðari áhrif á starfsframa og launakjör kvenna en karla og það sama má segja um hækkandi aldur. Meira »

Hlýr og skemmtilegur maður

15.2. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hitti Hinrik prins, sem lést í fyrradag, margoft og tókust með þeim góð kynni og vinátta. „Ég kynntist Hinriki prins býsna vel og minnist hans með mikilli virðingu og hlýju. Hann var viðræðugóður, afar skemmtilegur og víðlesinn. Hann var sérlega hlýr maður.“ Meira »

Áföll í æsku geta markað alla ævina

13.1. Eitt af hverjum fjórum börnum á grunnskólaaldri hefur lent í áfalli sem getur haft áhrif á nám eða hegðun. Átaks er þörf til að finna þau börn sem búa við heimilisofbeldi og grípa inn í sem fyrst. Að öðrum kosti geta þau þurft að glíma við afleiðingarnar alla ævi. Meira »

Dæmt í kannabissúkkulaðimálinu

23.11. Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona sem er búsett í Danmörku, fékk í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðild sín að „kannabissúkkulaðimálinu“, einu umtalaðasta fíkniefnamáli síðari tíma í Danmörku. Meira »

Þau detta út af radarnum

15.11. Samfélagið fylgist ekki nógu vel með ungmennum sem hætta í skóla og eru jafnvel líka utan vinnumarkaðar. Þau detta þá út af radarnum. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum í morgun þar sem umræðuefnið var brottfall úr framhaldsskólum frá ýmsum sjónarhonum. Meira »

Líklega fyrsta málið sinnar tegundar

14.11. Í dag verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Freyja, sem er hreyfihömluð, telur sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturforeldri og er málið höfðað á þeim forsendum. Meira »

„Fólk deyr úr geðsjúkdómum“

26.10. „Á meðan geðheilbrigðiskerfið er eins og það er sé ég ekki fyrir mér að geta búið á Íslandi.“ Þetta segir Dísa Bjarnadóttir, sem greindist með geðhvörf fyrir tíu árum. Meira »

Hvers vegna ferðu ekki í læknisfræði?

8.10. Karlkyns sjúkraliðar finna fyrir fordómum bæði frá samstarfsfólki sínu og sjúklingum sem þeir sinna. Þeir heyra spurningar á borð við: Hvers vegna ferðu ekki frekar í læknisfræði? Meira »

Sigmundur býður fram undir X-M

28.9. Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til alþingiskosninganna í lok október heitir Miðflokkurinn og mun bjóða fram undir listabókstafnum M. Meira »