Ívar Benediktsson

Ívar hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 1995. Fyrstu tvö árin í lausamennsku en var fastráðinn 1997. Twitter: @ivarben

Yfirlit greina

Einstakur árangur Guðmundar Þórðar

13.6. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur á innan við hálfu ári náð einstökum árangri sem þjálfari. Árangri sem ósennilegt er að margir handknattleiksþjálfarar hafi náð til þessa. Meira »

Þungu fargi létt af Guðmundi

13.6. „Það má segja það að þungu fargi sé af mér létt því ég hef lengi beðið eftir þessum leik,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir að íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Þriggja marka sigur á Litháen, 34:31, innsiglaði keppnisréttinn. Meira »

Frábær sigur og Ísland fer á HM

13.6. Íslenska landsliðið í handknattleik karla tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku og í Þýskalandi í janúar eftir þriggja marka sigur, 34:31 á Litháen i stórskemmtilegum handboltaleik í Laugardalshöll í kvöld. Meira »

Rétt að flytja heim eftir átta ár

8.6. „Annaðhvort var að halda áfram úti og ljúka handboltaferlinum þar eða að koma heima núna. Eftir nokkra íhugun ákváðum við að setja punkt aftan við Þýskalandsdvölin og flytja heim,“ sagði Fannar Þór Friðgeirsson handknattleiksmaður, sem er nýjasta viðbótin í lið Íslands-, bikar- og deildarmeistara ÍBV. Eftir átta ára veru í Þýskalandi skrifaði Fannar Þór undir tveggja ára samning við ÍBV fyrr í vikunni. Meira »

Kostnaður fælir meistarana frá

7.6. Enn eitt árið munu ríkjandi Íslandsmeistarar í handknattleik karla ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.  Meira »

Gana verður ágæt prófraun fyrir HM

6.6. „Þar sem um verður að ræða síðasta leik okkar áður en flautað verður til leiks á HM er ljóst að við eigum eftir að stilla saman einhverja strengi sem væri gott að sjá að tækist í leiknum við Gana. Ég reikna með að Heimir [Hallgrímsson] leiti enn eftir einhverjum svörum frá okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Framundan er, annað kvöld, síðari vináttulandsleikur íslenska landsliðsins áður en HM-ævintýrið hefst í Rússlandi upp úr miðjum mánuðinum. Flautað verður til leiks klukkan 20. Meira »

Litháar eru með marga öfluga leikmenn

5.6. Á föstudaginn mætast landslið Íslands og Litháens fyrra sinni í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Leikið verður í Vilnius í Litháen. Meira »

Anna Úrsúla leysir Sigurlaugu af

2.6. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hún tekur við af Sigurlaugu Rúnarsdóttur sem var aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals á síðustu leiktíð. Meira »

Tvöföld ánægja hjá forsetanum

13.6. Af öllum þeim sem réðu sér vart fyrir kæti á fjölum Laugardalshallar í kvöld eftir að íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt á HM á næsta ári var forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, með þeim allra glaðbeittustu. Guðni lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í Höllina í kvöld og studdi dyggilega á bak við íslenska landsliðið þegar það lagði Litháa. Um tvöfalda sigurstund var að ræða hjá Guðna. Meira »

Ánægður fyrir hönd strákanna

13.6. „Menn mættu og voru tilbúnir í slaginn. Baráttan var fyrir hendi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik eftir að liðið vann Litháa, 34:31, í Laugardalshöll í kvöld og tryggði sér þar með keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi í janúar. Meira »

Að duga eða drepast

13.6. „Nú er að duga eða drepast fyrir okkur,“ sagði Vignir Svavarsson, landsliðsmaðurinn þrautreyndi í handknattleik, um landsleikinn við Litháa í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Meira »

Ekkert er sjálfgefið um þessar mundir

7.6. „Liðið okkar stendur á tímamótum um þessar mundir og hver leikur sem það fer í gegnum við þau kynslóðaskipti sem nú standa yfir er erfiður,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í gær þegar hann valdi þá 16 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram gegn Litháum í Vilnius á morgun. Meira »

Erfitt val fyrir Litháenför

6.6. „Valið var erfitt enda að mörgu að hyggja,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann valdi í dag 16 leikmenn til þess að taka þátt í fyrri viðureigninni við Litháen í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Vilnius í Litháen á föstudaginn. Meira »

Þegar Litháar reyndust óþægir ljáir í þúfu

6.6. Í aðdraganda viðureigna Íslands og Litháen í undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik sem fram fara á föstudaginn og á miðvikudaginn í næstu viku er ekki úr vegi að rifja upp að fyrir rúmum 20 árum gerðu Litháar Íslendingum skráveifu á handknattleiksvelli í Kaunas að viðstöddum um 400 áhorfendum. Skráveifan átti mestan þátt í að íslenska landsliðinu lánaðist ekki að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fór árið eftir, 1998, á Ítalíu. Meira »

Kvikmyndar æfingar

2.6. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, bryddar upp á þeirri nýjung við æfingar og undirbúning landsliðsins, sem stendur yfir þessa dagana, að allar æfingar liðsins eru kvikmyndaðar. Meira »

Fer frá Hlíðarenda og flytur til Zürich

2.6. Ólafur Ægir Ólafsson hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa herbúðir handknattleiksliðs Vals. Af þeim sökum hefur hann samið við Lakers Stäfa sem leikur í efstu deild handknattleiksins í Sviss. Meira »