Ívar Benediktsson

Ívar hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 1995. Fyrstu tvö árin í lausamennsku en var fastráðinn 1997. Twitter: @ivarben

Yfirlit greina

Ætlum að rífa okkur upp á rassgatinu

17.3. „Stjörnuliðið var gott. Það neyddi okkur í að tapa boltanum að minnsta kosti fjórtán sinnum,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, eftir fimm marka tap fyrir Stjörnunni á heimavelli í kvöld í 18. umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Tapið kom í veg fyrir að Fram færðist nær liðunum sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Meira »

Fyrsti sigur ársins hjá Stjörnunni

17.3. Stjarnan vann sinn fyrsta leik á þessu ári í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu Framara, 29:24, í Framhúsinu í 18. umferð deildarinnar. Stjarnan er þar með komin upp fyrir ÍR í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Fram er enn í þriðja neðsta sæti með 11 stig, stigi á undan Akureyri handboltafélagi. Meira »

Tækifærum til björgunar fækkar jafnt og þétt

16.3. Handknattleiksfólk tekur upp þráðinn um helgina eftir nokkurt hlé á keppni í Olís-deildum karla og kvenna vegna undanúrslita og úrslitaleikja Coca Cola-bikarsins á dögunum. Meira »

Fer á milli Grímsness og Kópavogs á æfingar

14.3. „Það var alveg frábært hversu vel við náðum að leika saman og halda okkur við leikskipulagið frá upphafi leiks og allt til loka,“ sagði Díana Kristín Sigmarsdóttir, handknattleikskona úr HK en hún og stöllur hennar unnu Hauka, 26:22, í 18. umferð Olís-deildar í Digranesi í fyrrakvöld. Meira »

Ekkert kemur í stað lyktarinnar í búningsklefanum

13.3. „Fyrst og fremst hlakka ég til að takast á við fótboltann á nýjan leik,“ sagði Guðjón Þórðarson, einn reyndasti og sigursælasti fótboltaþjálfari Íslands, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í Runavik í gærmorgun. Meira »

Sætasti sigurinn var með æskuvinkonunum

12.3. „Það er alltaf extra sætt að vinna keppni á svona stórum vettvangi með mörgum áhorfendum og í mikilli stemningu,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður nýkrýndra bikarmeistara Vals í handknattleik, í gær. Íris Björk vann það afrek á laugardaginn að verða bikarmeistari með þriðja félaginu. Meira »

Var einfaldlega dagur Valsliðsins

9.3. „Það gekk einfaldlega afar fátt sem gekk upp hjá okkur að þessu sinni. Valsliðið var einfaldlega mikið betra að þessu sinni og þess vegna töpuðum við,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, eftir tap liðsins fyrir Val í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Laugardalshöll í dag, 24:21, eftir að Valur náði mest átta marka forskoti í síðari hálfleik. Meira »

Valur varð bikarmeistari

9.3. Valur vann Fram örugglega, 24:21, í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í dag. Valur með betra liðið í leiknum frá upphafi til enda og gerði út um leikinn í síðari hálfleik með hreint framúrskarandi leik. Meira »

Stóðumst áhlaup Fram-liðsins

17.3. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, viðurkenndi að fargi væri af sér létt eftir sigurinn á Fram, 29:24, í Olís-deild karla í handknattleik í Fram-húsinu í kvöld. Um var að ræða fyrsta sigur Stjörnunnar á árinu en með honum færðist liðið upp í sjöunda sætið með 15 stig. Meira »

Alls óhræddir Einherjar

16.3. „Um er að ræða risaviðburð í amerískum fótbolta hér á landi. Með leiknum tökum við stórt skref fram á við vegna þess að andstæðingurinn, Empire State Wolfpack, er mun sterkari en þau lið sem höfum áður mætt,“ sagði Bergþór Pálsson einn leikmanna Einherja sem stendur fyrir stórleik í amerískum fótbolta í Kórnum í Kópavogi klukkan 19.30 í kvöld. Meira »

Með bjartsýni að vopni

15.3. Leiða má líkum að því að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hafi ekki valið jafn sterkan leikmannahóp og þann sem hann tilkynnti í gær og er ætlað að takast á við landslið Andorra og heimsmeistara Frakka í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. Meira »

Ég gæti ekki verið ánægðari

14.3. Mariam Eradze skrifaði á dögunum undir tveggja ára atvinumannasamning við franska efstu deildarliðið Toulon.  Meira »

Jafn spenntur á hverju ári

12.3. Mikil eftirvænting ríkir fyrir úrslitarimmu Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur, SR, um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi karla sem hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Meira »

Mættum kolklikkaðar til leiks

9.3. „Þetta er ótrúlega sætt,“ sagði Lovísa Thompson markahæsti leikmaður Vals í sigurleiknum á Fram í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna í Laugardalshöllinni í dag, 24:21. Lovísa skoraði níu mörk og var allt í öllu í sóknarleik Valsliðsins. Meira »

Geggjuð tilfinning

9.3. „Bæði liðin léku sterka vörn en við fundum fleiri glufur á vörn Fram og nýttum líka færin okkar,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, nýkrýndur bikarmeistari í handknattleik í samtali við mbl.is í dag eftir að Valur varð bikarmeistari í handknattleik kvenna að loknum öruggum sigri á Fram í úrslitaleik í Laugardalshöll, 24:21. Meira »

Fáir töldu okkur eiga möguleika

8.3. „Þeir voru vafalaust ekki margir sem töldu fyrirfram að við myndum eiga eitthvað roð í Valsmenn í þessum leik en annað kom á daginn,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis, eftir að lið hans, sem leikur í næst efstu deild, tapaði fyrir Val í framlengdum undanúrslitaleik í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld, 28:25. Meira »