Ívar Benediktsson

Ívar hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 1995. Fyrstu tvö árin í lausamennsku en var fastráðinn 1997. Twitter: @ivarben

Yfirlit greina

Ágætt að vera í fimleikasalnum allan daginn

07:29 Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum, er nú að taka þátt í sínu fimmta Evrópumóti í hópfimleikum, þar af er hún í annað sinn í röð fyrirliði kvennalandsliðsins. Hún hefur alltaf komið heim með verðlaun í farteskinu. Meira »

Stúlkurnar hlutu brons á EM

Í gær, 20:05 Stúlknalandsliðið í hópfimleikum hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Portúgal í kvöld eftir harða keppni við Svía og Dani sem hrepptu tvö efstu sætin. Íslenska liðið fékk 52.550 stig. Meira »

Aðeins reykurinn af réttunum í gær

í gær „Þetta var rosalegt og svo gaman. Það svo góð tilfinning að fara inn í úrslitadaginn með þessa góðu tilfinningu eftir undankeppnina. Þar af leiðandi verðum við enn rólegri og öruggari með okkur,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, við Morgunblaðið eftir að liðið tryggði sér örugglega sæti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu á morgun. Meira »

Risið úr öskustónni

18.10. Haukar risu úr öskustónni í fimmtu umferð Olís-deildar sem lauk í fyrrakvöld með þremur leikjum.  Meira »

Enginn ræður við Fram

16.10. Framarar hafa farið á afar sannfærandi hátt af stað í Olísdeild kvenna í handknattleik. Fram er eina taplausa lið deildarinnar þegar fjórar umferðir eru að baki og hefur eiginlega ekki verið nærri því að tapa leik til þessa. Meira »

Höfum verið þremur mörkum undir en unnið

13.10. „Það er hálfleikur í þessu einvígi. Maður hefur verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik en náð að vinna leikinn þegar upp er staðið,“ sagði Einar Sverrisson, leikmaður handknattleiksliðs Selfoss, spurður út í síðari leikinn við Riko Ribnica frá Slóveníu sem hefst á Selfossi klukkan 18 í dag. Meira »

Með hóflegar væntingar og bjartsýni að leiðarljósi

11.10. „Við teljum okkur standa í svipuðum sporum varðandi styrkleika kvennaliðsins og fyrir EM fyrir tveimur árum,“ sagði Björn Björnsson, annar yfirþjálfari íslensku landsliðanna í hópfimleikum, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Meira »

Kreppa ríkir í Garðabæ

9.10. Eftir nærri hálfs mánaðar hlé vegna landsleikja og æfinga landsliðsins tóku leikmenn Olísdeildar kvenna í handknattleik upp þráðinn á nýjan leik á fimmtudagskvöldið þegar þriðja umferð hófst með viðureign KA/Þórs og ÍBV í KA-heimilinu. Meira »

Voru sáttar við bronsið

07:13 „Við bættum okkur mikið frá undanúrslitunum, sem er í sjálfu sér frábært. Það var ljóst að Svíar og Danir væru einnig með hörkulið. Niðurstaðan er þriðja sætið og við erum ógeðslega ánægðar með það,“ segir Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum, í Morgunblaðinu í dag, en sveitin hlaut bronsverðlaun á EM í Portúgal. Meira »

Hitnar í kolunum í Odivela

í gær Í kvöld hitnar hressilega í kolunum á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í íþróttahöllinni í Odivela í úthverfi Lissabon. Keppt verður til úrslita í þremur flokkum unglinga. Meira »

Miklar breytingar á 25 árum

18.10. „Útbreiðsla hópfimleika í Evrópu fer vaxandi með hverju árinu sem líður. Á þessu móti sjáum við til dæmis að Ítalir koma sterkir inn með yngri landslið sín og eins eru greinilegar framfarir hjá Hollendingum um þessar mundir,“ sagði Ásta Þyrí Emilsdóttir, ein þriggja þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Portúgal í gær. Meira »

Annar taktur í undirbúningi EM

17.10. Björn Björnsson, annar aðalþjálfari íslensku landsliðanna í hópfimleikum, er ánægður með liðin og undirbúninginn en Evrópumeistaramótið hefst í Portúgal í dag. Meira »

Vaskur EM-hópur kominn til Lissabon

15.10. Landsliðin fjögur sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Lissabon í Portúgal komu til borgarinnar rétt fyrir hádegið í dag eftir að hafa komið með beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli. Alls eru keppendur 48 í fjórum liðum sem taka þátt í kvennaflokki, stúlknaflokki, liðum blandaðra í unglingaflokki og í fullorðinsflokki. Meira »

Alltof langt hlé á mótinu

12.10. Flautað var á ný til leiks í Olís-deild karla á síðasta sunnudag eftir hálfsmánaðar hlé á deildarkeppninni. Óhætt er að segja að leikmenn liðanna hafi verið eins og kálfar sem hleypt er út að vori. Meira »

Klóakleiðsla hafði óvænt sprungið í klefanum

10.10. „Ferðalagið gekk í alla staði vel og leikmenn tyrkneska liðsins voru hinir almennilegustu. „Ferðalagið gekk í alla staði vel og leikmenn tyrkneska liðsins voru hinir almennilegustu. Því miður verður ekki það sama sagt um starfsmenn hallarinnar og liðsins,“ sagði Nökkvi Dan Elliðason, leikmaður norska handknattleiksliðsins ÖIF Arendal. Meira »

Þetta er stórkostlegt klúður

9.10. Vonir standa til þess að karlalið Gróttu fái heimild til þess að leika sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili á sunnudaginn en mistök við hönnun og viðbyggingu í sumar urðu þess valdandi að keppnissalur félagsins er ekki löglegur eins og sakir standa. Meira »