Ívar Benediktsson

Ívar hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá 1995. Fyrstu tvö árin í lausamennsku en var fastráðinn 1997. Twitter: @ivarben

Yfirlit greina

Hef ekki skrifað undir neitt

8.12. „Ég get því miður ekkert tjáð mig um framtíð mína á þessu stigi málsins,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Morgunblaðið í gær þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við fregnum franska dagblaðsins Le Parisien í fyrradag þess efnis að hann gengi til liðs við franska meistaraliðið PSG í sumar. Meira »

Skrefið ekki alltof stórt

6.12. „Mér hefur gengið vel en því miður er liðið í botnbaráttu,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið, spurð um hvernig henni líkaði lífið hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad HK. Meira »

Erum jafnt og þétt að verða betri

5.12. „Segja má að leikur okkar sé jafnt og þétt að smella saman þótt leikurinn í fyrrakvöld gegn Skallagrími hafi kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur sem er annar tveggja leikmanna liðsins sem er í úrvalsliði Dominos-deildarinnar að mati Morgunblaðsins. Meira »

„Við trúðum þessu sjálfar“

4.12. Arna Sif Pálsdóttir er leikreyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik um þessar mundir. Hún lék sinn 142. landsleik í fyrradag í Skopje þegar landsliðið tryggði sér keppnisrétt í umspili fyrir HM með ævintýralegum stórsigri á landsliði Aserbaídsjan, 49:18. Meira »

Lygilegt að vinna svona stóran sigur

3.12. „Það er frábært að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir að íslenska landsliðið vann landslið Asera á ævintýralegan hátt með 31 marks mun, 49:18, í undankeppni HM í handbolta í Skopje í gær og með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti í lokakeppninni. Meira »

Skellur í Skopje en vonin lifir

1.12. Íslenska landsliðið tapaði með átta marka mun fyrir Makedóníu í uppgjöri efstu liðanna í fjórða riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Skopje í dag, 29:21. Ef undan eru skildar fyrstu 10 mínútur leiksins þá voru leikmenn Makedóníu sterkari og voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:10. Þær náðu mest 11 marka forskoti í síðari hálfleik. Meira »

Samkvæmt plani

1.12. „Þetta gekk mjög vel,“ sagði Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni HM í handknattleik í Skopje í gærkvöldi. Jenny átti frábæran leik eins og fleiri í liðinu. Hún skellti í lás á kafla í síðari hálfleik og varði alls 16 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. Meira »

Stjarnan skín eftir fjóra sigra

30.11. Stjörnumenn hafa risið upp á afturlappirnar upp á síðkastið eftir að Rúnar Sigtryggsson, þjálfari liðsins, endurheimti leikmenn úr meiðslum og leikbanni. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er aðeins stigi á eftir Aftureldingu í sjötta sæti Olísdeildar karla í handknattleik en liðin mætast einmitt í þar næstu umferð. Meira »

Hverjir fara á HM í Þýskalandi?

8.12. Hm 2019 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku og í Þýskalandi í næsta mánuði. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjunum fimmtudaginn 10. janúar í Berlín og Kaupmannahöfn. Meira »

Hef oftar þurft að taka af skarið en áður

6.12. „Að minnsta kosti er ég að skila fleiri mörkum til liðsins en stundum áður en hvort ég hef leikið betur en stundum fyrr er erfitt að fullyrða,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, handknattleiksmaður hjá FH sem að mati Morgunblaðsins er besti leikmaður fyrri helmings úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olís-deildarinnar. Meira »

Hálfnuð keppni og tvískipt deild

5.12. Nú er keppni hálfnuð í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni. Deildin hefur skiptst í tvennt þar sem sex lið eru í efri hlutanum og jafnmörg í þeim neðri. Meira »

Hljóp beint til Robba

3.12. „Það var geggjað að koma inn á leikvöllinn í þá stemningu sem var í liðinu vegna þess að allir voru með sín hlutverk á hreinu,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handknattleik, eftir 31 marks sigur Íslands gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM í handbolta í Skopje í gær. Meira »

Ísland í HM-umspil eftir 31 marks sigur

2.12. Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í handknattleik kvenna með mögnuðum 31 marks sigri á landsliði Aserbaídsjan í Skopje í kvöld, 49:18. Liðið þurfti á 27 marka sigri á halda og gerði gott betur og náði 19 marka forskoti strax í fyrri hálfleik. Meira »

Fengu fljúgandi viðbragð

1.12. Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fékk fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Skopje í gærkvöld. Það vann 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, eftir að hafa átt hreint út sagt magnaðan síðari hálfleik þar sem segja má að flestallt hafi gengið upp. Meira »

Þrettán marka stórsigur á Tyrkjum

30.11. Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hóf undankeppni heimsmeistaramótsins svo sannarlega með glæsibrag í kvöld þegar það lagði landslið Tyrklands með 13 marka mun, 36:23, í VIP Arena SC Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í Makedóníu. Ísland var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14, en tók síðan öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og hreinlega keyrðu yfir trykneska liðið. Meira »

Eldmóður er fyrir hendi

30.11. „Það er enginn vafi á að við förum í hvern leik til þess að vinna og teljum okkur eiga alla möguleika á því. Við vitum vel að leikirnir verða erfiðir en liðið mætir fullt af eldmóði og er staðráðið að ljúka þessu dæmi með sóma,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, við Morgunblaðið í gær að lokinni góðri einnar og hálfrar stundar æfingu liðsins í keppnishöllinni í Skopje í Makedóníu. Meira »