Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

„Ekki óeðlilegt að hafa áhuga á útlitsþáttum“

22.3. „Það er ekki óeðlilegt að við höfum áhuga á útlitsþáttum í eigin fari og annarra. Áhugi á útliti liggur djúpt í mannseðlinu. Talað er um kynval í þróunarlíffræði því við erum ein af þeim tegundum sem notar meðal annars útlitsþætti þegar við veljum okkur maka,“ segir sálfræðingur um áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

18.3. „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Þurfum að uppræta kerfi eineltis

13.3. „Ef sá sem leggur í einelti er fjarlægður kemur annar í staðinn. Við þurfum að spyrja hvað það er í menningunni okkar sem ýtir undir þessa hegðun og við þurfum öll að breyta henni,“ segir Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagssálfræði við háskólann í Árósum, Meira »

„Það tapa allir á klámvæðingunni“

28.2. „Það tapa allir á klámvæðingunni, bæði strákar og stelpur,“ segir Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari. Hann greindi í dag frá rannsóknum sínum og Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur á kynlífsmenningu framhaldsskólanema með sérstakri áherslu á viðhorf og umræður unga fólksins um klám. Meira »

„Algjört kaos“ við Gullfoss

16.2. „Þetta er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ég held að þetta hafi verið margir dagsskammtar því margir biðu af sér veðrið og drifu sig af stað á sama tíma,“ segir Sigurjón Einarsson sem tók myndband af margra kílómetra langri bílalest um klukkan 15 í gær við Gullfoss. Meira »

Ábyrgðin þeirra sem deila myndinni

6.2. „Það þarf ekkert að vera athugavert við að taka af sér nektarmynd og deila með sínum nánasta en um leið og fólk hefur deilt myndinni með einhverjum er það ekki alveg með stjórn á henni. Ábyrgðin er samt þeirra sem deila myndinni áfram,“ segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meira »

„Þetta var ótrúleg upplifun“

26.1. „Við ætlum að halda áfram að styrkja þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar,“ segir Daní­el Ólaf­ur Stefánsson Spanó sem hefur selt kakó og kleinur á Gróttu á Seltjarnarnesi með bróður sínum Róberti Frímanni síðust laugardaga. Þeir afhentu hluta ágóðans Landhelgisgæslunni í dag. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

22.1. „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19.3. „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

„Hvað með karlmennina?“

15.3. „Ég tek þessu fagnandi. Ég hef beðið spennt eftir því að karlar taki sjálfir þessa þörfu umræðu, að þeir tækli þessar skaðlegu karlmennsku hugmyndir. Konur geta ekki borið ábyrgð á byltingu karla um karlmennsku,” segir doktorsnemi í félagsfræði við HÍ um #karlmennskan. Meira »

Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku

9.3. Um þriðjungur ungs fólks á aldrinum 13-15 ára er mjög sammála eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að það tali stundum ensku við íslenskumælandi fólk í aðstæðum þar sem allir skilja og tala íslensku. Um fjórðungur fólks á aldrinum 16-30 ára er mjög sammála eða frekar sammála sömu fullyrðingu. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

25.2. „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Rannsaka örplast í neysluvatni

15.2. Sér­fræðing­ar hjá Matís vinna að því að þróa rann­sókn­araðferð á því hvernig hægt sé að skoða plastagn­ir í neyslu­vatni. „Við erum að prófa okk­ur áfram með þá tækni sem við erum með hér inn­anhúss. Þetta er fyrsta skrefið,“ seg­ir um­hverf­is­efna­fræðing­ur hjá Matís Meira »

Sparsamur milljarðamæringur

28.1. Ingvar Kamprad, stofn­andi IKEA, lést í dag 91 árs að aldri. Hann var milljarðamæringur og einn af ríkustu íbúum Evrópu en hann stofnaði IKEA þegar hann var 17 ára gamall. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki lifað um efni fram því hann var þekktur fyrir sparsemi. Meira »

Vill sjá konur upp í hæstu hæðir

24.1. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til að byggja upp gott teymi en ég er með mjög gott starfsfólk með mér. Þetta er mikil áskorun,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir fjölmiðlakona sem tók nýverið við nýju starfi innan fjölmiðilsins CNN sem ritstjóri sta­f­ræns teym­is á heimsvísu. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

20.1. „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »