Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

í fyrradag „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

17.1. „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

„Hafið á það inni að við tökum slaginn“

13.1. „Við erum á ögurstundu. Það er tími til að bregðast við gríðarlega mikilli plastmengun í sjó núna en ekki eftir nokkur ár. Sú hugsun að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050 er óásættanleg,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson um niðurstöðu meistararitgerðar sinnar um plastmengun í hafi. Meira »

Eru konur betri læknar en karlar?

4.1. Vísbendingar eru um að konur séu mögulega betri læknar en karla. Þetta kemur fram í tveimur greinum í virtum vísindatímaritum og greint er frá í leiðara nýjasta Læknablaðsins. Meira »

„Virkaði sem friðsælt sam­fé­lag“

25.12. „Þetta virkaði sem friðsælt sam­fé­lag og mik­il virðing bor­in fyr­ir kon­um og fjöl­skyld­um. En því miður er herinn enn við völd að hluta,“ seg­ir Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, eig­andi Kaffitárs, sem fór í æv­in­týra­lega ferð í Shan- og Mandalay-hérað í Búrma í mars að kaupa kaffi. Meira »

Lítil hjálp við barnsmissi

20.12. „Hugmynd að ritgerðinni kviknaði árið 2013 þegar ég missti dóttur mína 17 ára gamla af slysförum,“ segir Hrönn Ásgeirsdóttir um tilurð meistararitgerðar sinnar, „Það sem ekki varð“. Barnsmissir; Upplifun og reynsla af stuðningi og þjónustu. Meira »

„Boltinn er hjá ríkinu“

19.12. „Boltinn er hjá ríkinu. Ef ráðuneytið vill færa rekstur sjúkrabíla úr höndum Rauða krossins yfir til ríkisins eða einkavæða, þá vinnum við með þá stöðu en fyrst og fremst þarf að taka ákvörðun,“ segir framkvæmdastjóri Rauða krossins um samning um rekstur sjúkrabíla. Meira »

Þakklát að vera frá litlu sveitarfélagi

8.12. „Mér finnst svo sárt að horfa upp á að ef við þurfum að fara út fyrir beinu línuna í lífinu að velferðarkerfið skuli ekki styðja betur við fólk í þessum aðstæðum,“ segir skipuleggjandi styrktartónleika fyrir fjölskyldu 7 ára drengs með hvítblæði. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

18.1. Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

16.1. Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Vongóður í biðinni endalausu

12.1. „Þetta er biðin endalausa en ég er viss um að þetta gerist núna á þessu ári. Þetta er gott ár, slétt tala,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem missti báða handleggi sína við axlir í slysi fyrir 20 árum. Hann bíður eftir að komast í aðgerð til að fá græddar á sig hendur í Lyon í Frakklandi. Meira »

Metnaður til forystu í jafnrétti

3.1. „Það er gaman að sjá að alþjóðlegir fjölmiðlar fylgjast með að lögin eru að taka gildi. Við erum stolt af því að hafa komið málinu í gegn og enn spenntari að sjá hvernig því vindur fram,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um jafnlaunavottun sem hefur vakið athygli í erlendum miðlum. Meira »

Notalegt undir pilsfaldi kjararáðs

21.12. „Almenningur hlýtur að bregðast við úrskurði kjararáðs. Það er grímulaust verið að búa til elítu opinberra starfsmanna í landinu sem fylgja allt öðrum viðmiðum en almenningur í landinu,“ segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Meira »

Vanlíðan í starfi löngu eftir hrun

20.12. Sam­drátt­araðgerðir stjórn­valda eft­ir hrunið 2008 höfðu nei­kvæð tengsl við starfsaðstæður, heilsu og líðan starfs­fólks sem var áfram í starfi hjá sveit­ar­fé­lög­um á land­inu á ár­un­um 2010 til 2013. „Kannski skilaði upp­sveifl­an sér ekki nægi­leg vel til sveit­ar­fé­lag­anna,“ segir Hjördís Sig­ur­steins­dótt­ir um niðurstöðu doktorsritgerðar sinnar. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

12.12. Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

NATO á flugskýlið en Bandaríkin borga

7.12. Bandaríski herinn hyggst breyta flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli svo nýjar og stærri kafbátaleitarvélar, svokallaðar P8 Poseidon, geti rúmast þar. „Slíkar endurbætur eru í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.“ Þetta kemur fram í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Meira »