Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

„Hún er á batavegi“

12.7. „Hún er á batavegi. Nýrun eru farin að taka við sér. Við tökum einn dag í einu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir móðir tæplega þriggja ára stúlku sem hlaut nýrnabilun eftir að hafa smitast af E.coli í Efstadal í lok júní. Meira »

Enginn dýralæknir á Vestfjörðum

10.7. Enginn dýralæknir starfar nú í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Enginn hefur sótt um starf dýralæknis á svæðinu sem Matvælastofnun auglýsti í mars síðastliðnum. Eini starfandi dýralæknirinn á svæðinu hætti í vor. Yfirdýralæknir MAST segir ástandið „alvarlegt“. Meira »

Gæti þurft að bjóða út leyfi

3.7. Fjöldi ferðamanna gæti verið takmarkaður á hverjum tíma á tilteknum stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs og takmarkaður fjöldi leyfa veitt þeim fyrirtækjum sem þar starfa til að vernda náttúruna og stýra umferð og upplifun ferðamanna, samkvæmt nýsamþykktri atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Óheppilegt að þetta hafi gerst“

26.6. „Þetta er mjög óheppilegt að þetta hafi gerst. Þetta hefur valdið óþægindum víða, hjá einstaklingunum sem fengu þessa fölsku greiningu og líka erlendis. Við hörmum það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um Íslendinga sem taldir voru sýktir af Chikungunya-veiru en reyndust svo ekki með hana. Meira »

13 hross drepist og fleiri gætu bæst við

19.6. Alls hafa 44 hross, á aldrinum eins til 8 vetra, sýnt einkenni taugasjúkdóms sem greindur var í fyrsta skipti hérlendis í síðasta mánuði. Þar af hafa 12 hross verið felld og eitt fundist dautt. Sjúkdómurinn kom upp á hrossaræktarbúi á Norðurlandi vestra í hrossum sem öll höfðu verið á útigangi og fengið rúlluhey af sama slætti af sama túni. Meira »

Mikilvægt að leyfisveitingar til virkjunar og raflína fari samhliða

14.6. Þrátt fyrir að grænt ljós hafi verið gefið á gefið á undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á enn eftir að ákveða hvernig línulagnir verða frá virkjuninni og sú framkvæmd á jafnframt eftir að fara í umhverfismat. Í lögum er ekki kveðið á um að samhliða leyfisveitingu til virkjunar þurfi að veita leyfi fyrir raflínum. Meira »

Skiptinámið til Spánar skipti sköpum

2.6. „Eftir að fyrsta tían kom í hús þá var ég búinn að setja ákveðinn „standard“, ég vildi halda áfram á þessari braut,“ segir Guðmundur Freyr Gylfason, dúx af náttúruvísindabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti með einkunnina 9,49. Meira »

Ekki með leyfi en keyra farþega

30.5. Talsvert er um að lögreglan stöðvi ökumenn sem eru í farþegaflutningum án þess að vera með tilskilin leyfi. Ökumenn eru meðal annars stöðvaðir á eftirsóttum ferðamannastöðum að keyra erlenda ferðamenn. Meira »

„Þetta er slæm staða“

12.7. „Þetta er slæm staða,“ segir Ólöf María Samúelsdóttir kúabóndi á Hvammi á Barðaströndinni um þá stöðu að enginn dýralæknir er starfandi í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Meira »

Ekki of seint að setja niður kartöflur

4.7. Þrátt fyrir að sumarið sé hálfnað er ekki of seint að leigja sér í matjurtagarð hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og byrja að sá fyrir grænmeti og káli. Enn eru lausir garðar fyrir áhugasama meðal annars í Hafnarfirði, í Reykjavík og Mosfellsbæ. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

2.7. „Við erum í kapphlaupi við tímann og það skiptir máli að byrja aðgerðir sem við teljum að skili árangri en líka að undirbúa næstu skref,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar kynntar voru aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og efla lífríki landsins. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

20.6. „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

15.6. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Veri vakandi fyrir einkennum

4.6. Taugasjúkdómurinn sem greindist í fyrsta skipti í hrossum hér á landi nýverið er hvorki smitandi né talinn arfgengur. Ætla má að hætt­an á að fleiri tilfelli greinist sé að mestu geng­in yfir á þessu ári en þó er hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar á landinu í framtíðinni. Meira »

Vonir sem virðast bresta

2.6. „Þetta eru alvarleg tíðindi. Þetta mun koma illa við alla. Þær vonir sem menn höfðu virðast vera að bresta. Þetta mun auka vandann hjá okkur,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG - Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

25.5. „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »