Anna Marsibil Clausen

Anna Marsibil hóf störf hjá Monitor vorið 2013. Hún starfaði sem ritstjóri Monitor frá september 2013 fram til ágústmánaðar 2014 en þá hóf hún störf sem blaðamaður á mbl.is. Anna Marsibil er með B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Sér stundum í íslensku reiðina“

31.8. „Maður sér stundum í íslensku reiðina þegar hún verður örg,“ segir kanadíska landsliðskonan Desiree Scott um liðsfélaga sinn hjá Utah Royals, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Hún er þekkt sem Gunny á meðal stuðningsmanna liðsins og nýtur mikilla vinsælda enda hefur hún leikið frábærlega í NSWL-deildinni. Meira »

Bláar eyjur í hafi Mexíkóa

24.3. Af hátt í 70 þúsund áhorfendum á leik Íslands gegn Mexíkó í nótt áttu Íslendingar aðeins brotabrot. Okkar stuðningsmenn voru þó einkar vinsælir og skemmtu sér vel þrátt fyrir 3-0 tap. Meira »

Emil: „Aldrei aukaspyrna að mínu mati”

24.3. Þó Emil Hallfreðssyni finnist landsliðið vel hafa getað gert betur gegn Mexíkó í nótt var hann nokkuð jákvæður þegar mbl.is náði af honum tali að leik loknum. Meira »

Hvað eru Mexíkanar að æpa?

24.3. Mexíkóskir aðdáendur hætta sér á hálan ís á vináttulandsleik Íslands og Mexíkó sem með því að æpa orðið „puto“ við hvert útspark Íslendinga. Hér er um vinsæla hefð að ræða, ekki ósvipaðri Víkingaklappinu, en öllu umdeildari og fordómafyllri. Meira »

Áþekk tilfinning og gegn Portúgal

23.3. Hvernig býst Heimir Hallgrímsson við að leikurinn gegn Argentínu muni fara? Allir þekkja jú Messi og það sem hann getur gert, en Ísland er óþekkt stærð. Meira »

Jón Daði, Kolbeinn og Hörður úti

22.3. Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með í leik Íslands gegn Mexíkó á Levi’s Stadium á morgun. Meira »

„Ég er á mjög góðum stað“

22.3. Hann var nokkuð rigningarlegur, himinninn yfir knattspyrnuvelli San Jose-háskólans í Sílíkondal Kaliforníu þegar íslenska karlalandsliðið mætti í gær til æfingar fyrir yfirvofandi vináttuleik sinn gegn Mexíkó. Meira »

„Svolítið kúl“ ef Birkir fer á HM

21.3. Það hefur enga sérstaka þýðingu gagnvart stöðu Birkis Más Sævarssonar fyrir Rússland að hann hafi fært sig heim. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn í íslensku deildinni til að spila á HM. Meira »

Þegar efinn nagar

26.3. Tæpar 70 þúsund sálir fylgdust með leik Íslands og Mexíkó á föstudag. Við Íslendingar áttum líklega um tvö hundruð slíkar á staðnum, og ekki ein einasta þeirra var sjáanleg þegar ég renndi inn á bílastæðið við Levi's Stadium. Ég var mætt í mexíkóska veislu. Meira »

„Ekki í lagi að sparka svona“

24.3. Birkir Bjarnason viðurkennir að það hafi rifið í skapið á honum þegar Miguel Layun sparkaði aftur fyrir sig, undir lok vináttuleiks Íslands og Mexíkó og nótt. Á tímabili virtist hreinlega stutt í slagsmál á vellinum en Birkir segir þá hafa tekist í hendur að leik loknum. Meira »

Aron: „Bara fínt að fá smá skell núna”

24.3. Aron Einar Gunnarsson var nokkuð vonsvikinn eftir 3-0 tap landsliðsins gegn Mexíkó í Santa Clara í nótt. Hann viðurkenndi að andstæðingarnir hefðu vissulega verið betri á ýmsum sviðum en telur markatöluna ekki gefa alveg rétta mynd af leiknum. Meira »

Vitum hverjir við erum

23.3. Þeir voru alvarlegir í bragði, þjálfari og fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir settust niður í gráu, teppalögðu pressuherberginu í Levi's Stadium í gær, andspænis yfir 40 fréttamönnum og ljósmyndurum. Meira »

Íslendingar „mjög bjartsýnir“

23.3. Þeir Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna leik Íslands og Mexíkó sem fram fer klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Meðal þess sem þeir voru spurðir út í voru himinháar væntingar Íslendinga í þeirra garð. Meira »

„Allir muni styðja Ísland“

22.3. Yfir 60 þúsund miðar hafa selst á vináttulandsleik Íslands og Mexíkó sem fram fer á Levi’s Stadium í Santa Clara, Kaliforníu á morgun. Á blaðamannafundi dagsins sagði Heimir ferðina vera góða æfingu innan vallar sem utan. Meira »

Heimir leitar svara í Ameríku

22.3. Heimir Hallgrímsson stendur með krosslagða handleggi yfir grindverkið sem heldur fjölmiðlum frá fótboltavellinum. Þennan gráa miðvikudagsmorgun eru tæplega þrjátíu bláklæddir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu að gera sig klára fyrir æfingu á gervigrasi San José Háskóla í Sílíkondal. Meira »

Jón Daði tekur einn dag í einu

21.3. Jóni Daða Böðvarssyni þykir ólíklegt að hann spili með landsliðinu gegn Mexíkó á föstudaginn kemur en hann tognaði á kálfa fyrr í mánuðinum. Meira »