Skúli Unnar Sveinsson

Skúli Unnar starfaði á Morgunblaðinu 1984-2009. Lengst af á íþróttadeild, en einnig á fréttadeild og mbl.is. Síðan hefur hann verið í hlutastarfi á íþróttadeild. Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ og starfar nú sem söluráðgjafi hjá Norrænu ferðaskrifstofunni.

Yfirlit greina

Ekkert óvanar að fara í oddaleik

18.4. „Þetta var mjög svekkjandi, hérna á okkar heimavelli þar sem við eigum alveg að geta tekið þær,“ sagði Velina Apostolova, fyrirliði Aftureldingar, eftir 3:1 tap fyrir Þrótti frá Neskaupstað í öðrum leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í kvöld. Meira »

Þróttur í góðri stöðu

18.4. Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í öðrum úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna að Varmá í Mosfellsbæ klukkan 20.00. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Meira »

Ætlum okkur þá alla

12.3. KA frá Akureyri er bikarmeistari karla í blaki eftir 3:1-sigur á HK í úrslitum í gær. Kópavogsliðið hreppti sem sagt silfrið hjá báðum kynjum. Meira »

Breytingum á lögum KSÍ frestað um sinn

12.2. Ársþing Knattspyrnusambands Íslands, það 72. í röðinni, var haldið um helgina. Fyrirhugað var að afgreiða viðamikla breytingu á lögum sambandsins en eftir að breytingartillaga kom fram á þinginu frá 19 félögum var lögð fram tillaga um að fresta málinu til næsta ársþings og að vinnu nefndar KSÍ verði fram haldið fram að því. Sú tillaga var samþykkt. Meira »

Öruggt hjá Val í lokin

10.12.2017 Valur og Víkingur mættust í Olís-deild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld og auk leiknum með 27:22 sigri Vals. Hlíðarendadrengir því með 19 stig en Víkingur sem fyrr með 5 stig. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Meira »

Lauflétt hjá Dönum

2.10.2017 Danska kvennalandsliðið í handknattleik var of stór biti fyrir íslenska liðið er þau mættust í Laugardalshöll í gær. Sjálfsagt eðlilegt og viðbúið þar sem Danir eru með eitt allra sterkasta landslið í heimi. Meira »

Góð stig í Kópavoginn

31.7.2017 Breiðablik tók á móti Fjölni í 13. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld og endaði leikurinn 2:1. Blikar því komnir með 18 sitg en Fjölnir áfram með fimmtán. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is Meira »

Mistök sem ég læri af

3.7.2017 „Það eru auðvitað vonbrigði að komast ekki áfram, en ég gerði mitt besta og spilaði ágætlega þó svo ég hefði mátt skora betur á nokkrum holum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, í samtali við Morgunblaðið eftir að hún féll úr keppni á KPMG-risamótinu í Illinois í Bandaríkjunum. Meira »

Klárum þetta heima á föstudaginn

18.4. „Auðvitað ætlum við að klára þetta einvígi heima á föstudaginn,“ sagði Særún Birta Eiríksdóttir, fyrirliði Þróttar frá Neskaupstað eftir að liðið lagði Aftureldingu 3:1 í öðrum leik liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Meira »

Framarar stóðust atlögu ÍBV

8.4. Fram lagði ÍBV 27:25 í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik er liðin mættust í Framheimilinu í dag. Staðan í hálfleik var 15:12 fyirr Fram og staðan í einvíginu er nú 2:1 fyrir Fram og fjórði leikur liðanna verður í Vestmanaeyjum á miðvikudaginn. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Meira »

Bikarinn til Norðfjarðar

12.3. „Þetta var mjög sætt og gaman að vera komin með tvo titla í hús. Nú er bara að halda áfram og tryggja sér þrennuna með Íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Helena Kristín Gunnarsdóttir, fyrirliði Þróttar frá Neskaupstað, eftir að 3:2-sigur á HK var í höfn í Kjörísbikarkeppni kvenna í blaki í gær. Meira »

Tíana Ósk náði markmiðinu í fyrsta hlaupi ársins

22.1. Tíana Ósk Whitworth, hlaupari úr ÍR, setti sér markmið fyrir nýbyrjað ár og það var að bæta Íslandsmetið í kvennaflokki í 60 metra hlaupi. Meira »

Sanngjarnt hjá Aftureldingu

5.11.2017 Afturelding lagði Víkinga 25:19 í botnslag Olísdeildar karla í handknattleik í dag, staðan í hálfleik 11:7 fyrir heimamenn. Afturelding er þá komin með fimm stig en Víkingur sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Meira »

Heimasigur að Hlíðarenda

24.9.2017 Valur lagði Gróttu 24:22 í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olís-deildinni, í Valshöllinni í kvöld eftir að staðan hafði verið 12:10 í hálfleik. Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Meira »

Allt er á réttri leið

3.7.2017 „Þetta er allt á réttri leið hjá mér, leikurinn hjá mér er miklu stöðugri og ég er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn,“ sagði Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, í samtali við Morgunblaðið eftir að hann sigraði á SM Match-mótinu sem fram fór í Svíþjóð, en það var liður í Nordic Tour-mótaröðinni. Meira »

Staðan í deildinni kemur okkur alls ekki á óvart

19.6.2017 „Þessi staða kemur okkur ekkert á óvart. Við vissum að við gætum þetta, en það tók smá tíma að sannfæra okkur sjálfar um að við gætum þetta,“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði kvennaliðs Þórs/KA og leikmaður 8. umferðarinnar, við Morgunblaðið í gær. Meira »