Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Ánægð að hafa komið aftur til Blika

29.5. „Fullt hús stiga er allt sem við getum óskað eftir,“ sagði Sam Lofton, bakvörður Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 2:0-sigur á KR í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Fimmti sigur Blika í röð

29.5. Breiðablik vann sinn fimmta leik í röð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið heimsótti KR í kvöld. Blikar pressuðu mikið og fengu fullt af færum en náðu þrátt fyrir það aldrei að gera endanlega út um leikinn fyrr en í lokin og uppskáru þá 2:0 sigur. Meira »

„Þetta var bara skítamark“

24.5. „Ég er mjög svekktur. Við áttum meira skilið úr leiknum,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, í samtali við mbl.is eftir 1:0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Meira »

„Ég er bara bjartsýn á framhaldið“

15.5. Björk Björnsdóttir átti stórgóðan leik í marki HK/Víkings þegar liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 3:1, í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þrátt fyrir tapið var HK/Víkingur inni í leiknum allt fram í uppbótartíma og Björk átti stóran þátt í því. Meira »

Breiðablik enn með fullt hús stiga

15.5. Breiðablik er áfram með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, en liðið sótti þrjú stig í Kórinn í kvöld með 3:1-sigri á nýliðum HK/Víkings. Meira »

„Ungmennastarf Breiðabliks er í hættu“

21.3. Fullt var út úr dyrum á félagafundi knattspyrnudeildar Breiðabliks sem haldinn var í gærkvöldi, en aðstöðumál félagsins voru þá til umræðu. Núverandi aðstaða er komin yfir þolmörk og ef ekkert verður að gert gæti þurft að takmarka fjölda iðkenda hjá félaginu. Meira »

Gott að sjá að Eygló er enn í mér

29.1. Eygló Ósk Gústafsdóttir, ein fremsta sundkona Íslands síðastliðin ár, vann þrenn gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum um helgina, setti mótsmet auk þess sem árangur hennar í 100 metra baksundi tryggði henni þátttökurétt inn á Evrópumótið í 50 metra laug í sumar. Hún afrekaði þetta þrátt fyrir að hafa ekki getað beitt sér að fullu síðustu mánuði. Meira »

„Gaman að UEFA horfi til Vestmannaeyja“

24.1. „Við erum hrikalega stolt af því að vera í hópi 12 bestu liða í Evrópu og það sýnir svart á hvítu hvernig staðan á okkur er,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við mbl.is eftir að dregið var í nýja Þjóðadeild evrópska knattspyrnusambandsins. Ísland er í A-deild, þeirri efstu af fjórum, og er í riðli með Belgíu og Sviss. Meira »

Þetta er ósanngjarnt og mjög sárt

29.5. „Stóran hluta leiksins spiluðum við vel,“ sagði Bojana Besic, þjálfari KR, í samtali við mbl.is eftir 2:0 tap liðsins fyrir Breiðablik i í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Meira »

„Veit ekki alveg hvað var að gerast þarna“

24.5. Selma Sól Magnúsdóttir var skiljanlega sátt eftir 1:0-sigur Breiðabliks gegn ÍBV í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í deildinni en leikurinn í dag var nokkuð kaflaskiptur. Meira »

Breiðablik gefur ekkert eftir

24.5. Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á ÍBV í fjórðu umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var afar jafn og spennandi allan leikinn og skiptust liðin á að eiga sínar rispur. Meira »

Hleyptum þessu upp í smá spennu

15.5. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var skiljanlega sátt við þrjú stig eftir 3:1-sigur gegn HK/Víkingi í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í kvöld. Sigur Blika var þó ekki í höfn fyrr en í uppbótartíma. Meira »

„Alltaf planið að fara aftur í Þór/KA“

25.4. „Planið var alltaf að vera liðinu innan handar í sumar, það var löngu ákveðið,“ sagði markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir við mbl.is, en hún fékk í dag félagaskipti aftur til Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu. Meira »

Gullið framar eigin vonum

29.1. Þuríður Erla Helgadóttir undirstrikaði það um helgina að hún er fremst í flokki lyftingakvenna hér á landi, en hún hrósaði sigri í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í gær. Meira »

Kom á óvart hvað Evrópumetið var létt

28.1. „Ég vissi ekki hvað þetta yrði létt, það var það helsta sem kom á óvart,“ sagði Júlían J.K. Jóhannsson þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann fljótlega eftir að kappinn setti nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu á Reykjavíkurleikunum. Meira »

Nýliðunum hent í djúpu laugina á morgun

22.1. „Það er oft þannig þegar leikmenn fá tækifæri að þá koma þær bæði sjálfum sér og þjálfurunum á óvart og ég vona að við fáum það fram eftir þennan leik,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við mbl.is en Ísland mætir Noregi í vináttuleik á La Manga á Spáni á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem kvenna­landsliðið spil­ar op­in­ber­an leik í janú­ar. Meira »