Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Því miður stóðumst við ekki prófið

Í gær, 22:05 „Við áttum erfitt með að fara eftir fyrirmælum og þess vegna vorum við í vandræðum allan tímann,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik, við mbl.is eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni, 23:22, eftir framlengdan leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar. Meira »

Stjarnan í undanúrslit eftir framlengingu

Í gær, 21:18 Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, eftir sigur á Haukum í átta liða úrslitunum, 23:22. Um æsispennandi leik var að ræða þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Meira »

Galli að reyna að steypa alla í sama mótið

2.2. „Það sem mér finnst galli í markmannsþjálfun almennt er að við reynum að steypa alla í sama mótið. Við erum svo mismunandi,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, hinn þrautreyndi markvörður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmarkvörður, þegar Morgunblaðið bar undir hann þróunina sem á sér stað í tæknilegri getu markvarða í knattspyrnu. Meira »

Sú efnilegasta lét erfið meiðsli ekki stoppa sig

31.1. „Við erum búnar að spila flottan bolta, þó það séu einstaka leikir inni á milli þar sem vantaði aðeins upp á. En þegar við spilum eins og við viljum gera þá getum við unnið öll liðin í þessari deild,“ sagði Berta Rut Harðardóttir, leikmaður Hauka, við Morgunblaðið en hún er í liði umferðarinnar að mati blaðsins eftir 14. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik. Meira »

Það er mikið búið að ganga á

31.1. „Ég var aðeins byrjuð að horfa í kringum mig og hvaða möguleikar væru í stöðunni, en þetta gerðist allt saman frekar fljótt,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir að félagskipti hennar frá Byåsen í Noregi til Dijon í Frakklandi voru gerð opinber. Meira »

Berglind lánuð til PSV – „Varð strax spennt“

28.1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, hefur verið lánuð til PSV í Hollandi þar sem hún mun spila fram á vor. Hún mun hins vegar snúa aftur til Blika fyrir fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni 2. maí. Meira »

Var ekkert að hugsa heim

26.1. „Það verður nýtt fyrir mig og fjölskylduna að vera að flytja til Íslands. Spurningin var samt alltaf hvenær við færum heim, ekki hvort,“ sagði handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira »

Rakel til Reading – Vonast til að ná Arsenal

25.1. „Þetta kom upp fyrir svona tveimur vikum og mér leist strax mjög vel á,“ sagði Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við mbl.is en hún hefur samið við enska félagið Reading til loka tímabilsins 2019-2020. Meira »

„Þetta var fyrir áhorfendur“

Í gær, 21:44 Brosið fór ekki af Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur, leikmanni Stjörnunnar, þegar mbl.is ræddi við hana eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld. Framlengingu þurfti til í æsilegum leik gegn Haukum, 23:22, og Þórey tók undir að það væri ívið skemmtilegra að vinna svona. Meira »

„Þetta er bara hreint ógeð“

8.2. Mál rúmenskra verkamanna sem grunur leikur á að séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu kann að vera það fyrsta sem reynir á keðjuábyrgð sem sett var inn í lög um starfsmannaleigur á síðasta ári. Meira »

Auðvitað svolítið skrítið

1.2. „Auðvitað er þetta að einhverju leyti svolítið skrítið, að vera kominn á hinn staðinn í bænum svona á miðju tímabili,“ sagði Sverre Jakobsson í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari KA í Olísdeild karla í handknattleik. Meira »

Með hugarfar sigurvegara að vopni

31.1. Danska stórskyttan Mikkel Hansen var ekki búinn að vera lengi á stóra sviðinu þegar hann sagðist ætla að verða bestur í heimi. Meira »

Blikar fengu tilboð í Davíð að utan

30.1. Breiðabliki hefur borist kauptilboð í bakvörðinn Davíð Kristján Ólafsson, en hann var á reynslu hjá norska B-deildarliðinu Aalesund á dögunum. Meira »

Rakel sú sjöunda á Englandi

26.1. Rakel Hönnudóttir varð í gær sjöunda íslenska knattspyrnukonan sem gengur til liðs við enskt félagslið þegar hún samdi við Reading til loka tímabilsins 2020. Meira »

Söguleg tíðindi sama hvernig fer

25.1. Það eru stórviðburðir á dagskrá í Melbourne um helgina þegar úrslitin ráðast á fyrsta risamóti ársins, Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Þrátt fyrir að íþróttin hafi ekki haslað sér mikinn völl hér á landi kviknar oft áhugi í kringum risamótin fjögur. Meira »

Mætast í Höllinni með 17 ára millibili

23.1. Þeir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, og Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, hafa marga fjöruna sopið í körfuboltanum jafnt hér á landi sem erlendis. Þeir mætast með liðum sínum í undanúrslitum bikarkeppninnar, Geysis-bikarnum, og rifjuðu upp hvenær þeir mættust síðast í Laugardalshöllinni. Meira »