Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Góð fyrirheit fyrir KR?

Í gær, 08:16 Þegar átta umferðum er lokið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu er óhætt að segja að það stefni í spennandi toppbaráttu. KR-ingar unnu útisigur á spútnikliði Skagamanna og þar sem Breiðablik, sem var á toppnum fyrir umferðina, tapaði fyrir Fylki komust KR-ingar í toppsætið í fyrsta sinn í sumar með 17 stig, stigi á undan Blikum og Skagamönnum. Meira »

Hvíli sig á sólinni og styðji landsliðið í dag

16.6. „Ég vona að fólk geti hvílt sig á sólinni í tvo tíma, komið í höllina og farið svo heim að grilla,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, í samtali við mbl.is í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM sem fram fer í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 16 í dag. Meira »

„Þetta eru ekki lélegir handboltamenn“

14.6. „Það er ekki oft sem við töpum á Íslandi og við viljum líka bara klára tímabilið með sigri. Það skiptir miklu máli,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöll síðdegis í dag. Meira »

Örlögin enn í eigin höndum (myndskeið)

13.6. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var langt frá því að sýna hvað það getur þegar liðið heimsótti Grikkland í undankeppni Evrópumótsins í Kozani í norðurhluta landsins í gærkvöldi. Meira »

Ísland gat ekki fagnað sæti á EM

12.6. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði ekki að gulltryggja sæti sitt í lokakeppni Evrópumótsins þegar liðið heimsótti Grikki í undankeppninni í Kozani í kvöld. Íslenska liðið jafnaði metin í blálokin, 28:28, en sigur hefði tryggt Íslandi sæti á EM 2020. Ísland getur hins vegar tryggt sætið gegn Tyrkjum í Laugardalshöll á sunnudag. Meira »

Ísland stöðvaði Tyrki í Laugardalnum

11.6. Eftir að hafa ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjunum í undankeppni EM karla í knattspyrnu og unnið heimsmeistara Frakka á laugardagskvöld voru Tyrkir stöðvaðir þegar þeir heimsóttu Ísland á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland vann 2:1 og er nú með níu stig eins og Tyrkir og Frakkar í efstu þremur sætum riðilsins. Meira »

Óttast íslensku liðsheildina

7.6. Edoardo Reja, landsliðsþjálfari Albaníu, segist ekki hafa haft mikinn tíma til þess að kynna sér íslenska landsliðið í þaula fyrir landsleik þjóðanna í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Hann hafi hins vegar heyrt mikið um íslensku liðsheildina. Meira »

Gerum allt til að upplifa fleiri stórmót

6.6. Fyrir ári var Gylfi Þór Sigurðsson ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var handan við hornið í Rússlandi. Meira »

Mikil eftirvænting að mæta gamla liðinu

í fyrradag „Það er bara gleði að koma þangað aftur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir að í ljós kom að hann mun halda á fornar slóðir með Blikum eftir að liðið dróst gegn Vaduz frá Liechten­stein í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Meira »

50 tíma ferðalag og kvörtun til EHF

15.6. Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, barst kvörtun frá Handknattleikssambandi Íslands vegna þess hvar landsleikur Íslands og Grikklands var spilaður í undankeppni EM. Landsliðið ferðaðist í 50 klukkutíma fyrir þennan leik. Meira »

Fyrirliðinn hrósar ungu stelpunum í hástert

13.6. „Þetta er svolítið svekkjandi, ég hefði viljað vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir markalaust jafntefli í vináttuleik gegn Finnum í dag. Leikið var í Turku og var um að ræða fyrri vináttuleik þjóðanna af tveimur sem mætast aftur á mánudaginn. Meira »

„Við vorum bara mjög lélegir“

12.6. „Við fórum ekkert fagnandi inn í klefa,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir að Ísland bjargaði jafntefli við Grikkland, 28:28, þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM í Grikklandi í kvöld. Meira »

„Ísland gerði vel í að tefja“

11.6. Senol Günes, landsliðsþjálfari Tyrkja í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig um deilurnar sem spruttu upp við komu liðsins til landsins eftir 2:1-sigur Íslands í leik þjóðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Meira »

Verja áhorfendur fyrir fugladriti í Laugardal

7.6. Óvenjulegar framkvæmdir hafa verið í gangi á Laugardalsvelli í vikunni í aðdraganda landsleiks Íslands og Albaníu í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu, en þjóðirnar mætast klukkan 13 á morgun. Meira »

Viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi

7.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Erik Hamrén landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Albaníu í undankeppni EM á Laugardalsvelli á morgun. Meira »

Aron Einar er klár en æfði ekki með liðinu

6.6. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson æfði ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærmorgun, þremur dögum fyrir leikinn gegn Albaníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer þar á laugardag. Meira »