Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Júlían tvíbætti heimsmetið á HM

10.11. Júlían J.K. Jóhannsson náði vægast sagt mögnuðum árangri á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði sem lauk í Halmstad í Svíþjóð í dag. Júlían bætti sjö ára gamalt heimsmet í réttstöðulyftu, ekki einu sinni heldur tvisvar. Meira »

Kemur í ljós með nýjum landsliðsþjálfara

4.9. „Stundum gerist svona og við eigum ekki góðan leik,“ sagði Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við mbl.is eftir að Ísland náði ekki að tryggja sér sæti í umspili um sæti á HM næsta sumar eftir 1:1-jafntefli við Tékkland á Laugardalsvelli í dag. Meira »

Hann glotti og viðurkenndi brotið

29.8. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir 1:1-jafntefli liðsins við Val í toppslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan hefði með sigri jafnað Valsmenn á toppnum, en með tapi hefði Stjarnan misst Val sex stigum frá sér þegar fjórar umferðir eru eftir. Meira »

Jafnt í risaleiknum í Garðabæ

29.8. Valur og Stjarnan skiptu með sér stigunum þegar liðin áttust við í risaslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1:1, en með sigri hefði Valur getað stigið stórt skref í átt að titlinum. Garðbæingar voru hins vegar ekki á því að hleypa Valsmönnum of langt fram úr sér fyrir lokasprettinn. Meira »

Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni

25.8. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sagði við mbl.is eftir 2:1-tap fyrir Stjörnunni í toppbaráttuslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að lið hans væri nánast búið að stimpla sig út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Meira »

Kom góður fiðringur í magann

17.8. Alexandra Jóhannsdóttir er einn þeirra ungu leikmanna sem sannarlega hafa slegið í gegn með Breiðabliki í sumar. Hún er fædd árið 2000 og kom frá Haukum til Blika fyrir tímabilið og varð í kvöld bikarmeistari með liðinu eftir 2:1-sigur á Stjörnunni. Það var þó ekki að sjá að hún væri að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Meira »

„Þetta er geggjuð tilfinning“

17.8. Agla María Albertsdóttir átti stórgóðan leik og lagði upp bæði mörkin þegar Breiðablik vann 2:1 sigur á Stjörnunni og tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Mjólkurbikarinn heitir keppnin í ár og voru sigurvegararnir baðaðir í mjólk þegar bikarinn fór á loft. Meira »

Breiðablik bikarmeistari í 12. sinn

17.8. Breiðablik tryggði sér nú í kvöld bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu þegar liðið hafði betur gegn Stjörnunni, 2:1, í úrslitaleik þeirra á Laugardalsvelli. Þetta er 12. bikarmeistaratitill Breiðabliks og er nú liðið aðeins einum titli á eftir Val yfir flesta slíka í kvennaflokki. Meira »

„Það er erfitt að koma upp orði“

4.9. „Við verðum svekktar yfir þessu í einhvern tíma en svo heldur lífið áfram. Við tekur bara næsta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir við mbl.is eftir að Ísland gerði 1:1-jafntefli við Tékkland á Laugardalsvelli og mistókst þar með að tryggja sér sæti í umspili um sæti á HM í knattspyrnu næsta sumar. Meira »

Fer stoltur og þakklátur frá borði

4.9. Freyr Alexandersson var skiljanlega svekktur þegar mbl.is tók hann tali eftir að hann stýrði íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta sinn í 1:1-jafnteflinu við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Úrslitin þýða það að Ísland kemst ekki í umspil um laust sæti á HM. Meira »

Töluðum aðallega um að fá okkur öl eftir leikinn

29.8. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið sem lið hans fékk eftir 1:1 jafntefli við Stjörnuna í toppslag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði komið Valsmönnum ansi nálægt titlinum, en hlutirnir eru í þeirra höndum með þriggja stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Meira »

Allir leikir núna eru úrslitaleikir

25.8. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, stóð vaktina vel þegar Garðbæingar unnu 2:1-sigur á Breiðabliki í toppslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum komst Stjarnan upp fyrir Blika og á jafnframt leik til góða. Meira »

Stjarnan vann toppslaginn við Blika

25.8. Stjarnan vann afskaplega mikilvægan sigur í toppbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Stjarnan vann 2:1 og er nú með 35 stig á toppnum, eins og Valur, og mætast liðin einmitt á miðvikudag í leik sem hafði verið frestað fyrr í sumar. Blikar eru aftur á móti í þriðja sæti með 34 stig eftir tvo tapleiki í röð. Meira »

Fótbolti snýst um getu, ekki aldur

17.8. „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið þetta og mér fannst þetta heilt yfir vera sannfærandi sigur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, þegar mbl.is tók hann tali eftir að liðið stóð uppi sem bikarmeistari kvenna í knattspyrnu með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik í kvöld, 2:1. Meira »

„Þetta er alltaf jafnsætt“

17.8. „Maður er í fótbolta fyrir þetta. Að vinna titla,“ sagði markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við mbl.is þegar hún var í miðjum fagnaðarlátum með Breiðabliki eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu með 2:1-sigri á Stjörnunni á Laugardalsvelli í kvöld. Meira »

Aldrei upplifað neitt þessu líkt sem þjálfari

16.8. „Þetta var tilfinningaþrungið, með eindæmum,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir sannarlega hádramatískt kvöld í Kópavoginum. Blikar tryggðu sér þá sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir sigur á Víkingi Ólafsvík eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokasekúndu uppbótartíma framlengingar og unnið svo í vítaspyrnukeppni. Meira »