Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Ísland tapaði og bíður örlaga sinna

16.1. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Serbíu, 29:26, í lokaleik sínum í A-riðli Evrópumótsins og þarf nú að bíða örlaga sinna. Ef Svíþjóð nær jafntefli eða sigri gegn Króatíu í síðari leik riðilsins í kvöld þá er Ísland úr leik. Meira »

Albert sýndi hvað hann er hættulegur

14.1. „Tveir sigrar í þessu verkefni og við nýttum dagana með strákunum mjög vel. Það er alltaf jákvætt að klára á þessum nótum,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir að Ísland vann 4:1-sigur á Indónesíu í Jakarta í síðari vináttulandsleik þjóðanna í dag. Meira »

Formaður GA hættir og vantrausti vísað frá

11.1. Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn í félagsheimili klúbbsins að Jaðri í kvöld, en fullt var út úr dyrum á fundinum enda hefur mikið gustað um klúbbinn síðustu vikur. Nýr formaður var kosinn á fundinum. Meira »

„Rosalega stórt og spennandi“

4.1. „Það var umboðsmaður úti sem sendi mér skilaboð og spurði hvort ég hefði áhuga á því að skoða þennan möguleika. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu, við mbl.is en hún er á leið á láni til tékkneska meistaraliðsins Slavia Prag. Meira »

„Stórkostlegt tækifæri fyrir þessa stráka“

3.1. „Einhverjir af þeim sem eru að fara að spila við Japan munu vonandi spila á stórmóti eftir ár og þeir vita það sjálfir,“ sagði handknattleiksþjálfarinn Einar Guðmundsson við mbl.is, en hann stýrir svokölluðum Afrekshópi HSÍ sem er skipaður leikmönnum úr Olís-deild karla hér á landi og mun mæta landsliði Japan í Laugardalshöll annað kvöld. Meira »

Aron sér fyrir sér framtíðar landsliðsmenn

2.1. „Ég er gríðarlega spenntur og hef saknað þessa, þó það sé ekki það langt síðan ég var með,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, við mbl.is í dag en hann verður í eldlínunni með Íslandi gegn Japan á morgun í síðasta vináttuleik landsliðsins hér á landi fyrir EM í Króatíu sem hefst síðar í mánuðinum. Meira »

„Það komu engar milljónir frá Kína“

20.12. „Það má segja að þetta hafi legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Birkir Már Sævarsson í samtali við mbl.is eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag. Hann er nú kominn aftur heim eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðastliðinn áratug. Meira »

Þurfum að éta til að komast ofar í fæðukeðjuna

17.12. Gunnar Malmquist Þórsson, leikmaður Aftureldingar, var að vonum eftir sigur á Stjörnunni 30:27 í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Afturelding fer því með tvö stig í fríið sem nú verður gert á deildinni þar til í lok janúar. Meira »

Hrafnhildur er hætt – „Best að hætta á toppnum“

14.1. Þau óvæntu tíðindi bárust í dag að sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, afrekskonur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, væru hættar. Meira »

Sögulegur sigur á Svíum í fyrsta leik EM

12.1. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann Svíþjóð í fyrsta leik á Evrópumótinu í Króatíu í kvöld. Eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik vann Ísland að lokum tveggja marka sigur, 26:24. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í upphafsleik á EM, en Svíar unnu Ísland í fyrstu leikjum á EM árið 2000 og 2008. Allt er þá er þrennt er á því heldur betur við. Meira »

„Þetta mun hafa mikil áhrif á landsliðið“

4.1. „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif á okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, við mbl.is en hann tilkynnti það á fréttamannafundi í dag að Dagný Brynjarsdóttir væri barnshafandi og því úr leik í verkefnum landsliðsins á árinu. Meira »

Svava Rós til Noregs – „Vildi taka næsta skref“

3.1. „Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði knattspyrnukonan Svava Rós Guðmundsdóttir við mbl.is en hún hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og er búin að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Røa til eins árs. Meira »

Framtíð Geirs í óvissu – „Það er allt opið“

3.1. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, veit ekki framtíð sína með liðið nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Evrópumeistaramótið hefjist í Króatíu þar sem Ísland verður í eldlínunni. Meira »

Dagur hélt eftirminnileg áramót með Japönum

2.1. Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í handknattleik, mætir tveimur ólíkum íslenskum liðum í Laugardalshöllinni á morgun og á fimmtudag. Japan mætir íslenska landsliðinu á morgun og svo Afrekshópi HSÍ sem er skipaður leikmönnum sem spila í Olís-deildinni hér heima. Meira »

Súrt að eiga góðan leik en fá ekki tvö stig

17.12. Aron Dagur Pálsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu 30:27 í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Aron skoraði níu mörk en sagði að það væri skiljanlega ekki eins gaman þegar tvö stig fylgdu ekki með. Meira »

Afturelding með tvö stig í fríið

17.12. Afturelding hrósaði sigri í síðasta leik sínum á þessu ári þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Afturelding hrósaði þriggja marka sigri 30:27 og jafnaði Stjörnuna um leið að stigum um miðja deild. Meira »