Pétur Hreinsson

Pétur hefur verið fréttaritari og lausamaður á íþróttadeild frá ársbyrjun 2014. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Twitter: @peturhreins

Yfirlit greina

Sérstakt að vera kominn aftur

12.9. Þrátt fyrir 3:0 tap gegn Belgíu í öðrum leik íslenska karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni gátu Íslendingar glaðst yfir endurkomu framherjans Kolbeins Sigþórssonar í liðið. Kolbeinn spilaði síðasta landsleik sinn í júlí 2016 er Ísland tapaði 5:2 gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM. Meira »

Hungrið hefur ekkert minnkað

11.9. „Mér fannst við byrja mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega sterkir fannst mér og ógnuðum vel. Þeir voru framarlega með vörnina með mikið pláss á bak við sig. En við fengum á okkur klaufamörk sem var ólíkt okkur. Þetta var erfitt eftir að við lentum 2:0 undir,“ sagði framherjinn Jón Daði Böðvarsson eftir 3:0 tap gegn sterku liði Belga í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Meira »

Hrein orka nauðsynleg fyrir alla

9.9. Indverjinn Sushil Reddy er væntanlegur til landsins 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í forsvari fyrir framtakið Sun Pedal Ride. Meira »

Kolbeinn líklega í gegnum læknisskoðun

15.1. Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fer í læknisskoðun á morgun hjá franska liðinu Nantes þar sem metið verður hvort kappinn eigi sér framtíð hjá félaginu. Meira »

Viðurkennd af þeim bestu

14.12. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir undirstrikaði enn og aftur að hún er sundkona á heimsmælikvarða er hún hafnaði í 5. sæti á Evrópumótinu í 25 metra laug í 50 metra bringusundi sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn, glæsilegum fjölnota leikvangi Dana. Meira »

„Færeyingar eru gott fólk“

27.10. „Það getur passað,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson við mbl.is er hann var spurður hvort hann væri mættur til Færeyja en þangað er hann kominn til þess að ræða við forráðamenn HB frá Þórshöfn um að taka við þjálfun liðsins. Meira »

Fyrsta hugsun að fara í sterkari deild

30.6.2017 „Ég vissi það alveg þegar ég tók skrefið til Spánar hjá Granada að þeir væru bullandi í fallbaráttu og vissi að það væru góðar líkur á að liðið myndi fara niður. Ég hugsaði þetta þannig að þá myndu jafnvel stærri gluggar opnast fyrir mig í kjölfarið,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu sem samdi í morgun við rússneska úrvalsdeildarliðið FC Rostov til þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Meira »

Margrét og Dagný spila í mjög breyttu byrjunarliði

2.3.2017 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir afar sterku liði Japan á morgun í öðrum leik liðsins í Algarve-bikarnum sem fram fer í Portúgal. Meira »

Þeir eiga leikmenn í kippum

11.9. „Við spiluðum að mörgu leyti ágætis leik. Það er kannski skrýtið að segja það eftir 3:0-tap. Við eigum ekki að sætta okkur við neitt annað en að ná í úrslit á heimavelli. Við erum það góðir hérna. Það verður náttúrlega líka að viðurkennast að við erum að spila á móti einu albesta liði í heiminum og þeir eru mjög erfiðir að eiga við. Þeir refsa grimmt,“ sagði Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður við mbl.is eftir 3:0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Meira »

Besta lið sem Sverrir hefur mætt

11.9. „3:0 er heldur stórt. Sérstaklega miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Þetta hefði orðið öðruvísi leikur hefðum við náð að setja þetta þriðja mark svokallaða. En þeir drápu leikinn með þessu þriðja marki,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska karlandsliðsins í knattspyrnu, eftir 3:0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Meira »

Hætta sérferðum til Grænlands

9.9. Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn hefur hætt sérferðum sínum til Grænlands í bili og er fyrirtækið í endurskipulagningu á þeim rekstri. Meira »

Kveikti á perunni vegna óvenju hlýlegs viðmóts

15.12. „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar sem er einn fjögurra nýliða karlalandsliðsins í knattspyrnu sem valdir voru í til þess að taka þátt í verkefni liðsins í Indónesíu, þar sem liðið mun leika tvo æfingaleiki í janúar. Meira »

Ekki gefið að ná þremur Íslandsmetum í röð í miðjum prófum

13.12. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri og hafnaði í 5. sæti í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn. Hún jafnaði Íslandsmet sitt frá því fyrr í dag og synti á 30,03 sekúndum í úrslitasundinu en hún hafði áður tvíbætt metið í undanrásunum og undanúrslitunum. Meira »

FH-liðið ekki eins beitt

6.10. „Við þurfum að fara í ákveðna naflaskoðun. Ákveðna endurnýjun. Hún getur falist í jafn drastískum aðgerðum og þessari. Sem og öðrum aðgerðum með,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um uppsögnina á Heimi Guðjónssyni sem þjálfara karlaliðs þess. Meira »

Birkir klár fyrir Króatana – hæstánægður með Bruce

5.5.2017 Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa á Englandi, verður klár í slaginn fyrir landsleik Íslands og Króatíu 11. júní næstkomandi í undankeppni HM í knattspyrnu en hann jafnar sig þessa dagana á meiðslum sem hann varð fyrir í hné fyrir tæpum átta vikum. Meira »

„Þeir fara ekk­ert að koma aft­ur?“

23.2.2017 Landsliðskonan í knattspyrnu, Hallbera Guðný Gísladóttir, lenti í þeirri leiðinlegu reynslu í gær að brotist var inn á heimili hennar í Stokkhólmi þar sem hún leikur með Djurgården í efstu deild. Meira »