Andri Steinn Hilmarsson

Andri Steinn Hilmarsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2014, bæði á mbl.is og Morgunblaðinu. Hann leggur stund á hagfræði við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Fær að sjá samræmd próf dóttur sinnar

19.3. Menntamálastofnun þarf að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausnum stúlkunnar í íslensku og stærðfræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem var kveðinn upp í síðustu viku. Meira »

Sérstök kjaradeila í fluggeiranum

25.1. Í vinnudeilu Flugfreyjufélags Íslands gegn Primera Air er ekki aðeins karpað um kaup og kjör, heldur einnig um rétt stéttarfélags á Íslandi til að hafa áhrif rekstur á flugfélags sem skráð er í öðru landi, í eigu móðurfélags sem einnig er skráð í öðru landi. Primera Air Nordic SIA hefur verið skráð í Riga í Lettlandi síðan árið 2014 og er móðurfélagið, Primera Travel Group, skráð í Danmörku. Meira »

Kjöt, kjöt og bara kjöt

30.12. Kjötætu-janúar er lífsstílsáskorun sem hefur sótt hratt í sig veðrið að undanförnu. Lífsstíllinn felst í því að borða eingöngu kjöt eða dýraafurðir, en þeir sem eru strangastir í mataræðinu borða aðeins rautt kjöt. Ævar Austfjörð borðar bara kjöt en honum hefur aldrei liðið betur að eigin sögn. Meira »

Nýtt frítekjumark um áramótin

3.9. Fyrsta skrefið í átt að 100 þúsund króna frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyrisþega verður stigið um áramót þegar frítekjumark atvinnutekna verður sett í 20 þúsund krónur. Frítekjumarkið kemur til viðbótar 25 þúsund króna almenna frítekjumarkinu sem nú er til staðar. Meira »

Útflutningsskylda leið úr vandanum

31.8. Alvarleg staða er nú komin upp í sauðfjárrækt. Framleiðslustyrkir í sauðfjárrækt hafa leitt til offramleiðslu á lambakjöti og verður framleiðslan í ár nálægt tíu þúsund tonnum. Innanlandsmarkaður neytir um 6.500 tonnum af lambakjöti og eðlilegur útflutningur er áætlaður 1.500 tonn. Út af standa tvö þúsund tonn og nú spyrja bændur: Hvað skal gert við umframbirgðirnar? Meira »

Eigendur biðskýlanna í hart við borgina

29.8. AFA JCDecaux hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir brot á samningi um rekstur strætóskýla og kynningar- og auglýsingatöflur í borgarlandinu frá árinu 1998. Með samningnum skuldbindur Reykjavíkurborg sig til að leyfa ekki auglýsingar í minna en 50 metra radíus frá biðskýlum AFA JCDecaux. Meira »

Opni á samtal við Rússa

22.8. „Við erum ekki að krefjast þess að íslensk stjórnvöld víki frá þeirri stefnu að styðja bandamenn okkar. Rússar hafa sett á okkur innflutningsbann og því verður ekki aflétt nema með samtali,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Þörf sé á að marka stefnu til að þoka málinu áfram. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

19.8. Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

„Mikill missir fyrir tónlistarheiminn“

10.2. Jóhann Jóhannsson tónskáld varð þjóðþekktur á einni nóttu þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina The Theory of Everything árið 2014. Þrátt fyrir að nafn Jóhanns hefði þá verið nýtt fyrir mörgum Íslendingum var hann þó langt frá því að vera óþekktur. Meira »

Munaði 50 gráðum hjá foreldrum og syni

30.12. Ólík voru hlutskipti fjölskyldumeðlima bæjarins Svartárkots í Bárðardal í gær. Í Bárðardal voru hjónin Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir og þrjú börn þeirra í 29 stiga frosti, á meðan Tryggvi Snær Hlinason sonur þeirra var staddur í tæpum 20 gráðum á Spáni. Meira »

Alvarlegasta hópslys á öldinni

28.12. Ekki hafa eins margir slasast alvarlega í einu slysi hér á landi á þessari öld og í hópslysinu í gær þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur. Meira »

Hvað segja sauðfjárbændur um stöðuna?

31.8. Sauðfjárbændur telja íslenska lambakjötið eiga mikið inni á innlendum markaði, að því er fram kom í máli þeirra sem kvöddu sér hljóðs á fjölmennum fundi bænda í félagheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. Fundurinn hófst upp úr klukkan átta í gær og stóð yfir í rúmlega fjóra tíma. Meira »

Tvö þúsund tonna offramleiðsla

30.8. Offramleiðsla á kindakjöti er um tvö þúsund tonn á ári eins og staðan er í dag. Þetta kom fram í máli Ágústs Andréssonar, formanns Landssamtaka sláturleyfishafa, á umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda á Blönduósi í kvöld. Húsfyllir er á fundinum. Meira »

MMA-reynslan vinnur með og á móti Conor

26.8. Í nótt mætast Conor McGregor og Floyd Mayweather í einum stærsta íþróttaviðburði sögunnar. Floyd Mayweather er ósigraður í boxhringnum en Conor hefur ekki keppt í boxi síðan hann lagði boxhanskana á hilluna og sneri sér alfarið að MMA. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

20.8. Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Fer stafrænt maraþon sem broddgöltur

13.8. Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþonið stendur nú sem hæst enda maraþonið á næstu grösum. Misjafnt hafast mennirnir að en Kristinn Ólafur Smárason sker sig líklega mest úr við undirbúninginn, með því að spila í gegnum tölvuleikina Sonic The Hedgehog eitt, tvö og þjú. Meira »