Andri Steinn Hilmarsson

Andri Steinn Hilmarsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2014, bæði á mbl.is og Morgunblaðinu. Hann leggur stund á hagfræði við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Í fyrsta sæti í öllum aldursflokkum

4.10. Átta íslenskar stúlkur fóru sigri hrósandi frá WLDF-danskeppninni sem haldin var í Dublin í Írlandi um miðjan síðasta mánuð. Um hundrað dansarar voru skráðir til leiks. Meira »

Óvíst með fordæmisgildi samninganna

13.7. Formaður BHM segir ótímabært að segja til um hvort samningar ljósmæðra verði fordæmisgefandi fyrir önnur félög innan BHM. 27 félög heyra undir BHM og eru félagsmenn þeirra 13 þúsund talsins. Samningar losna hjá mörgum félaganna næsta vor. Meira »

Útskrifa fyrr og mæðrum beint annað

2.7. Stjórnendur og sérfræðingar á Landspítala funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin á kvenna- og barnasviði spítalans eftir að uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi í gær. Á meðgöngu- og sængurlegudeild eru mun færri ljósmæður á vakt en lágmarksmönnun deildarinnar gerir ráð fyrir. Meira »

Hver eru laun sveitarstjórnarmanna?

6.6. Umtalsverður munur er á kjörum kjörinna sveitarstjórnarmanna, nefndarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir íbúafjölda sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna. Meira »

Langmest hækkun í Reykjanesbæ

1.6. Heildarmat fasteigna hækkar mest í Reykjanesbæ af sveitarfélögum á Íslandi, eða um 34,2 prósent á yfirstandandi ári. Hækkun fasteignamatsins er að meðaltali 12,8 prósent og 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið er því ekki lengur að draga vagn hækkandi fasteignaverðs á landinu. Meira »

„Mikill missir fyrir tónlistarheiminn“

10.2.2018 Jóhann Jóhannsson tónskáld varð þjóðþekktur á einni nóttu þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina The Theory of Everything árið 2014. Þrátt fyrir að nafn Jóhanns hefði þá verið nýtt fyrir mörgum Íslendingum var hann þó langt frá því að vera óþekktur. Meira »

Munaði 50 gráðum hjá foreldrum og syni

30.12.2017 Ólík voru hlutskipti fjölskyldumeðlima bæjarins Svartárkots í Bárðardal í gær. Í Bárðardal voru hjónin Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir og þrjú börn þeirra í 29 stiga frosti, á meðan Tryggvi Snær Hlinason sonur þeirra var staddur í tæpum 20 gráðum á Spáni. Meira »

Alvarlegasta hópslys á öldinni

28.12.2017 Ekki hafa eins margir slasast alvarlega í einu slysi hér á landi á þessari öld og í hópslysinu í gær þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur. Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

14.8. Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

200 milljóna tap Vesturkots á fimm árum

12.7. Gæðingurinn og stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti fór sigri hrósandi frá Landsmóti hestamanna á dögunum þar sem hann hlaut æðstu viðurkenningu hrossaræktunar, Sleipnisbikarinn. Verðlaunin komu kannski ekki mikið á óvart enda hefur rúmlega fjórða hvert afkvæmi undan Spuna komið til dóms. Meira »

Taktur sem sameinar alla þjóðina

12.6. Aðeins fjórir dagar eru í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og magnast spennan með hverjum deginum. Í morgun gaf Coca-Cola á Íslandi út auglýsingu fyrir heimsmeistaramótið og er auglýsingin vafalaust sú dýrasta sem Coca-Cola hefur framleitt hér á landi. Meira »

Fyrsta nýsmíðin í 72 ára sögu VSV

2.6. Mikil hátíðarhöld voru í Vestmannaeyjum í gær við upphaf sjómannadagshelgarinnar þegar nýjum skuttogara Vinnslustöðvarinnar Breka VE var gefið nafn og hann blessaður. Breki kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hann var smíðaður í skipasmíðastöðinni Huanghai í Kína. Smíðin hófst árið 2014. Meira »

Fær að sjá samræmd próf dóttur sinnar

19.3. Menntamálastofnun þarf að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausnum stúlkunnar í íslensku og stærðfræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem var kveðinn upp í síðustu viku. Meira »

Sérstök kjaradeila í fluggeiranum

25.1.2018 Í vinnudeilu Flugfreyjufélags Íslands gegn Primera Air er ekki aðeins karpað um kaup og kjör, heldur einnig um rétt stéttarfélags á Íslandi til að hafa áhrif rekstur á flugfélags sem skráð er í öðru landi, í eigu móðurfélags sem einnig er skráð í öðru landi. Primera Air Nordic SIA hefur verið skráð í Riga í Lettlandi síðan árið 2014 og er móðurfélagið, Primera Travel Group, skráð í Danmörku. Meira »

Kjöt, kjöt og bara kjöt

30.12.2017 Kjötætu-janúar er lífsstílsáskorun sem hefur sótt hratt í sig veðrið að undanförnu. Lífsstíllinn felst í því að borða eingöngu kjöt eða dýraafurðir, en þeir sem eru strangastir í mataræðinu borða aðeins rautt kjöt. Ævar Austfjörð borðar bara kjöt en honum hefur aldrei liðið betur að eigin sögn. Meira »

Nýtt frítekjumark um áramótin

3.9.2017 Fyrsta skrefið í átt að 100 þúsund króna frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyrisþega verður stigið um áramót þegar frítekjumark atvinnutekna verður sett í 20 þúsund krónur. Frítekjumarkið kemur til viðbótar 25 þúsund króna almenna frítekjumarkinu sem nú er til staðar. Meira »