Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is frá því í júní 2014. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013 og stundar nú laganám við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Við erum ekki hér í sagnfræði“

27.11. „Við lögðum til að það yrði skoðað að þingið tæki til starfa og svo yrði þingfundum frestað og nefndir gætu þá byrjað að spjalla um mál sem er brýnt að ræða um. Ég held þau séu að hugsa það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna allra flokka á Alþingi nú síðdegis. Meira »

Ný stjórn útbúi nýtt fjárlagafrumvarp

27.11. „Væntanleg ríkisstjórn vill koma saman sem fyrst en byggja á gamla fjárlagafrumvarpinu. Það er enginn bragur á því að mínu mati,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar, eftir fund allra formanna flokka á Alþingi nú síðdegis. Meira »

Þingflokkunum kynntur sáttmálinn

27.11. Þingflokkar flokkanna þriggja sem staðið hafa í stjórnarmyndunarviðræðum koma nú saman í Alþingishúsinu hver til síns fundar, þar sem formenn flokkanna kynna fyrirhugaðan stjórnarsáttmála. Fundur sjálfstæðismanna hófst klukkan 13, en vinstri græn og framsóknarmenn koma saman klukkan 13.30. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

24.9. „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

24.9. Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Vilja bæta geðheilbrigðismál

30.8. „Þetta er eitt af því sem er einlægur vilji okkar að bæta,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, spurður um það hvort veita eigi aukna fjármuni til geðheilbrigðismála í næstu fjárlögum, sem kynnt verða þegar Alþingi kemur saman um miðjan næsta mánuð. Meira »

Mismunað því þær eru til

27.8. Fatlaðar konur á Íslandi upplifa margþætta mismunun í ólíkum rýmum sem oft er bæði dulin og meiðandi. Sálrænu afleiðingarnar eru flóknar og mótsagnakenndar, og birtast í gegnum þreytu, sorg, kvíða, ótta, reiði, tilfinningar um valdaleysi, að vera öðrum háðar, hlutgervingu og afmennskun. Meira »

Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

22.8. Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Meira »

Örfáu dagarnir orðnir ansi margir

27.11. „Mér finnst þetta ganga allt of hægt hjá þeim, og finnst að þau hefðu átt að vera löngu búin að þessu. Þau eru alltaf að tala um örfáa daga í viðbót, en þeir eru orðnir ansi margir örfáu dagarnir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Meira »

Formennirnir funda að nýju

27.11. Formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi funda nú í Alþingishúsinu og fara yfir störf þingsins framundan. Formennirnir komu saman á fundi í hádeginu, en luku þeim fundi án niðurstöðu svo honum er fram haldið nú. Meira »

„Fólk er náttúrlega hrætt“

27.11. „Við reynum bara að horfa jákvætt á þetta þó að þetta setji mikið strik í ferðalagið,“ segir Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir, sem stödd er á indónesísku eyjunni Balí ásamt vinkonu sinni. Yfirvöld á eyjunni hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna eldfjallsins Agung, sem óttast er að gjósi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

24.9. „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Mjög miklir hagsmunir í húfi

30.8. „Það eru fjölmörg rök með því að það eigi ekki að vera sjálfsagt, einfalt og auðsótt að koma og kaupa upp stór lönd á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, spurður um það hvort herða þurfi reglur um eignarhald erlendra ríkisborgara á íslenskum jörðum. Meira »

Fjölskyldan verður send úr landi

28.8. Kærunefnd útlendingamála hefur synjað nígerísku hjónunum Sunday Iserien og Joy Lucky um endurupptöku á máli þeirra og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dóttur þeirra Mary úr landi og til Nígeríu. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

22.8. „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

Áverkar á Thomasi vegna mótspyrnu?

22.8. Áverkar sem Thomas Møller Ol­sen var með á bringu við handtöku fimm dögum eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur gætu hafa verið merki um mótspyrnu við árás. Þetta sagði Urs Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi. Meira »