Jóhann Ólafsson

Jóhann Ólafsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2015, bæði á mbl.is og íþróttadeild Morgunblaðsins. Jóhann útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og BA-próf í sagnfræði árið 2013.

Yfirlit greina

„Held að Björgvin taki lokaskotið“

Í gær, 14:31 „Við keyptum miða á þennan leik í nóvember. Í hálfleik á síðasta leik leit jafnvel út fyrir að við værum á leið á Makedóníu - Þýskaland,“ segir séra Guðni Már Harðarson í samtali við mbl.is og hlær. Hann verður á meðal 100 íslendinga á leik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta í kvöld. Meira »

Gengur ekki svona mikið lengur

8.1. „Ég er algjörlega viss um að það verði brugðist við,“ segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við mbl.is. Fram kemur í úttekt embættis landlæknis að undirmönnum og skortur á hjúkrunarrýmum séu helstu ástæður alvarlegrar stöðu bráðamóttöku Landspítalans. Meira »

Sænsk jól Akureyrings í Þýskalandi

25.12. „Þetta eru níundu jólin þar sem ég er ekki heima á Íslandi,“ segir handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson í samtali við mbl.is. Hann leikur með þýska 1. deildarliðinu Berg­ischer en handboltamenn fá ekkert frí yfir hátíðirnar, heldur er leikið á Þorláksmessu og öðrum degi jóla. Meira »

Úr rimlarúmi í jepparúm

23.12. „Þetta hefur verið hellingsvinna og meira en ég átti von á,“ segir Sigurþór Friðbertsson. Hann er búinn að smíða tvö rúm handa tveggja ára tvíburasonum sínum en rúmin eru smíðuð þannig að þau líti út eins og Willys jeppar; nokkurs konar jeppa-barnarúm. Meira »

„Þú missir stjórn á öllu sem þú deilir“

20.12. „Það er ástæða til að vekja athygli á margítrekuðum alvarlegum brotum og lekum hjá Facebook,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Face­book hef­ur í fleiri ár veitt stærstu tæknifyr­ir­tækj­um heims aðgang að viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um not­enda sam­fé­lags­miðils­ins. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

11.12. „Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

10.12. Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

„Þessu máli verður að ljúka“

27.11. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði eftir fund með bankaráði Seðlabankans að fundurinn hafi fyrst og fremst verið upplýsingafundur. Skoðun hans á því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri eigi að víkja úr embætti hefur ekki breyst. Meira »

Gangbrautarvarsla tímabundin lausn

10.1. „Þetta er bara tímabundin lausn og þarf að taka fyrir alla götuna því það eru margar gönguleiðir yfir Hringbraut,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, um gangbrautarvörslu við gangbraut sem liggur yfir Hringbraut við gatnamótin við Meistaravelli. Meira »

Mun líklega víkja á fyrsta fundi

4.1. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerir fastlega ráð fyrir því að víkja úr þriggja manna hópi sem á að rýna niður­stöður skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið á fyrsta fundi hans. Meira »

„Okkur þykir vænt um þau“

25.12. „Það leita margir til okkar í kringum jólin og þarfir þeirra sem leita til okkar eru aðeins aðrar en venjulega,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Heimilislausir og fólk sem glímir við erfiðan fíknivanda fær góðan sálrænan stuðning í bíl Frú Ragnheiðar um hátíðirnar. Meira »

Fer í metnaðinn eins og Clark Griswold

22.12. „Ég held að það sé þrír metrar,“ segir Hrólfur Karl Cela, þegar blaðamaður forvitnast um stærðina á risastóru jólatré sem hann er nýbúinn að kaupa hjá Flugbjörgunarsveitinni við Öskjuhlíð í dag. Meira »

Þurftu að finna einhverjar lausnir

17.12. „Við höfðum svolitlar áhyggjur af þessu, létum prófa þetta og það gekk vel,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Breytingar verða á leiðakerfi Strætó í byrjun næsta árs en tvær leiðir munu keyra þröngar götur miðbæjarins vegna lokunar gömlu Hringbrautar. Meira »

Þurfi að hefja söluferli banka

10.12. „Framtíðarsýn okkar er að bankakerfið þjóni fólki og fyrirtækjum og bjóði góða þjónustu á góðu verði,“ sagði Lárus Blöndal, formaður nefndar hvítbókar um fjármálakerfið. Nefndin hóf störf í febrúar og kynnti hvítbókina í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Var brugðið eftir ummæli Ragnars

28.11. „Ég held að Ragnar Þór verði að útskýri þessi ummæli sín aðeins betur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Ragnar Þ. Ingólfsson, formaður VR, velti upp þeim möguleika í Kveik að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar innan lífeyrissjóða til að knýja á um kjarasamninga. Meira »

„Væri frábært ef þetta gengi upp“

25.11. Álverin eru og hafa verið opin fyrir því að skoða niðurdælingu kolefnis. Þetta kemur fram í svari Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls, við fyrirspurn mbl.is. Tilefnin er frétt þess efnis að hægt sé að dæla koltvíoxíði, sem kemur upp, aftur niður í jörðina og þar verði það að grjóti. Meira »