Jóhann Ólafsson

Jóhann Ólafsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2015, bæði á mbl.is og íþróttadeild Morgunblaðsins. Jóhann útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og BA-próf í sagnfræði árið 2013.

Yfirlit greina

Verk Tolla aftur komið á gjörgæslu

16.4. Eft­ir­prent­un af verki lista­manns­ins Tolla, Morg­un­stemn­ing á Mýr­un­um, er komið á sinn stað en því var stolið úr her­bergi sem ætlað er aðstand­end­um á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi í byrjun apríl. Meira »

Er sömu skoðunar og áður

15.4. „Ég er á sömu skoðun og ég var,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, í samtali við mbl.is eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í kvöld. Rósa bað um fundinn til að ræða loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á Sýrland en hún styður ekki árásirnar. Meira »

„Þetta var bara Guð og lukkan“

13.4. Mannbjörg varð undan ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs nú undir kvöld. Engu mátti muna að Íslendingur á bát drukknaði en hann flaut í björgunarhring í gallabuxum þegar honum var bjargað úr sjónum. Meira »

Þurfti að taka utan um nokkra

6.4. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem lenda í þessum ósköpum,“ segir Björgvin Halldórsson í samtali við mbl.is. Hlutir úr hljóðveri hans, búslóð Svölu, dóttur hans, og ýmislegt dót í hans eigu var í geymslu í húsinu við Miðhraun í Garðabæ sem varð eldi að bráð í gær. Meira »

Margt sem hægt er að gera mun betur

5.4. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði eftir 76:67-tap gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik að Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára ættu helling inni. Meira »

Óttast að þakið hrynji

5.4. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé góðs viti að reykurinn sem leggur frá brennandi húsi í Garðabæ sé nú orðinn ljós. Varað er við því að eitraðan reyk leggi yfir íbúðarbyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi og er rýming húsa í nágrenni eldsvoðans hafin. Meira »

Það var hvergi betra að vera

24.3. „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Logi á mörg ár eftir

22.3. „Að tapa 3:0 eru náttúrulega mikil vonbrigði,“ sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson eftir að KR sigraði Njarðvík, 81:71 í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. KR er komið í undanúrslit en Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí. Meira »

Ótímabærar loftárásir

15.4. „Við vorum að reyna að fá upplýsingar hvernig þetta hefði borið að, vorum reyna að fá tímalínu. Af hverju við höfum ekki verði upplýst og af hverju það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í kvöld. Meira »

„Þessu helvíti verður að linna“

15.4. „‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“ Meira »

„Mér finnst ég svo örugg“

12.4. Staða afgönsku feðginanna Abrahim og Hanyie Maleki sem flóttamenn var staðfest með fundi hjá Útlendingastofnun fyrr í dag. „Mér finnst ég svo örugg,“ var það fyrsta sem hin 12 ára gamla Hanyie sagði við Guðmund Karl Karlsson, vin þeirra, eftir niðurstöðu fundarins. Meira »

Þeir leggjast ekkert á fjóra

5.4. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var vitanlega ánægður eftir 76:67-sigur deildarmeistaranna gegn KR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar eru því komnir í 1:0-forystu í einvígi liðanna en næsti leikur fer fram í vesturbænum á mánudag. Meira »

Öruggt hjá Haukum í fyrsta leik

5.4. Haukar sigruðu KR, 76:67, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Hafnarfirði í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1:0 fyrir Hauka en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Meira »

„Eintóm leiðindi“ á föstudaginn

27.3. Boðið verður upp á drepleiðinlega dagskrá á viskíbarnum Dillon á Laugavegi 30 á föstudaginn langa. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er skemmtun bönnuð þennan dag og ákváðu rekstraraðilar Dillon því að „bjóða upp á leiðindi“. Meira »

„Þetta var karaktersigur“

22.3. Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með 81:71 sigur sinna manna á Njarðvík í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. KR vann einvígi liðanna 3:0 og er komið í undanúrslit. Meira »

KR sópaði Njarðvík

22.3. KR-ingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. KR sigraði Njarðvík, 81:71, í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí. Meira »