Jóhann Ólafsson

Jóhann Ólafsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2015, bæði á mbl.is og íþróttadeild Morgunblaðsins. Jóhann útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og BA-próf í sagnfræði árið 2013.

Yfirlit greina

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

Í gær, 16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin 11 ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Oft erfitt að komast úr foreldrahúsum

30.10. Fólki á biðlista eftir íbúð hjá Félagsstofnun stúdenta hefur fækkað undanfarin ár en þó voru 729 einstaklingar á biðlista eftir íbúð þegar úthlutun lauk í haust. Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs HÍ, segir stúdentaíbúðir mikilvægan valkost og oft fyrsta skrefið úr foreldrahúsum. Meira »

„Ég hef ekki neitt að fela“

29.10. „Ég er að reyna að átta mig á því hvað er í gangi,“ eru fyrstu viðbrögð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna fréttar um að Björn L. Gunnarsson hafi óskað eftir því við for­sæt­is­nefnd Alþing­is að hún rann­saki sér­stak­lega end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostnaðar hans. Meira »

Bjargaðist fyrir horn

25.10. „Þarna skall hurð nærri hælum,“ segir Guðmundur Helgi Önundarson, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Reykjanesi. Skipið Valþór GK-123 varð vélarvana skammt fyrir utan Garðskagavita í hádeginu, með fimm manns um borð, en björgunaraðgerðir gengu hratt og vel fyrir sig. Meira »

Aðkoman blóðug eftir að rúllustigi hrundi

24.10. „Við sáum fólk sem lá illa slasað og héldum fyrst að þetta væri eftir slagsmál,“ segir Kristinn Steinn Traustason. Hann var í hópi Íslendinga sem kom að slysi fyrir leik Roma og CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

23.10. Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

19.10. „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18.10. Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Aldrei góðar fréttir fyrir neytendur

7.11. „Vaxtahækkanir eru aldrei góðar fréttir fyrir neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Bank­inn til­kynnti í morg­un um 0,25 pró­sentu­stiga vaxta­hækk­un. Meira »

Ekki töff að nýta sér neyð fólks

30.10. Það er ótrúlega sorglegt að við þurfum að halda húsnæðisþing hér á landi. Verður einhvern tímann haldin svipuð ráðstefna í tengslum við súrefni? Þessari spurningu varpaði leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir fram á húsnæðisþingi í dag. Meira »

Ætla að loka Reykjanesbrautinni

28.10. „Við erum búin að reyna að fara góðu leiðina,“ segir Guðbergur Reynisson. Hann hefur í nokkur ár, ásamt fleirum, þrýst á yfirvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og ætlar hópurinn í vikunni að standa fyrir því að brautinni verði lokað. Það er gert til að mótmæla hægagangi við tvöföldun. Meira »

Gefur ekki upp hver fékk skattskrána

25.10. „Ég nálgaðist þessi gögn bara sem starfandi ráðgjafi úti í bæ fyrir aðila sem óskaði minnar aðstoðar,“ segir Hrannar Pétursson. Einkahlutafélagið G47, í eigu Hrannars, er annar tveggja aðila sem fengu afhentar til útgáfu skattskrár Íslendinga frá Ríkisskattstjóra, vegna álagningarársins 2016. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

23.10. „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

23.10. Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Allt að komast í eðlilegt horf

19.10. „Hér eru æfingar á fullu inni í sal,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Mikið vatnstjón varð á Hlíðarenda í gær en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að dæla út vatni úr kjallara. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15.10. „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »