Jóhann Ólafsson

Jóhann Ólafsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2015, bæði á mbl.is og íþróttadeild Morgunblaðsins. Jóhann útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og BA-próf í sagnfræði árið 2013.

Yfirlit greina

„Við erum að tala um fæðandi konur“

Í gær, 18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

„Hefðum viljað borða vöfflurnar í dag“

5.7. „Samninganefndin vill taka sér tíma til að setja saman nýtt tilboð til okkar,“ segir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, í samtali við mbl.is. Samningafundi í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið lauk klukkan fimm og hefur verið boðað til næsta fundar eftir sex daga. Meira »

„Þetta er alveg hrikalegt“

3.7. Bölvanlega hefur gengið að malbika stofnæðar á og í kringum höfuðborgarsvæðið það sem af er sumri vegna vætutíðar. Framkvæmdastjóri annars af stærstu malbikunarfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu segir þetta verstu byrjun á sumri sem hann hafi séð. Meira »

Pirraðar út í stjórnvöld

3.7. „Við fylgjumst mikið með en reynum að hafa ekki áhyggjur,“ segir Brynja Ýr Baugsdóttir en hún á von á öðru barni sínu á allra næstu dögum. Brynja verður komin 39 vikur á leið á morgun og segist því eiga von á barninu á hverri stundu. Meira »

Voru beðnir um að eyða myndskeiðinu

15.6. „Það var einhver smá vatnsleki á hótelinu okkar,“ segir Jóhann Jóhannsson við mbl.is. Hann og félagar hans, Fjalar Scott og Ingólfur Vestmann Ingólfsson, tóku myndskeið af lekanum en voru beðnir um að eyða því um leið. Meira »

Sannfærður um 1:1 „sigur“ á laugardag

14.6. „Við römbuðum inn á veitingastað, lögðum þennan fallega íslenska trefil á borðið og fengum ómælda athygli fyrir,“ segir Freyr Ketilsson. Hann og þrír vinir hans gáfu þjóni á veitingastað góða gjöf í morgun en félagarnir ætla að fara á alla leiki Íslands á HM í Rússlandi. Meira »

Verður örugglega tómlegt á landinu

13.6. Bandaríski leikarinn Bill Murray er staddur á Íslandi en annað kvöld og föstudagskvöld mun hann, ásamt tónlistarfólkinu Jan Vogler, Vanessu Perez og Miru Wang, halda sýninguna „New Worlds“ í Hörpu en henni er lýst er sem „ógleymanlegri kvöldstund“. Meira »

Segir fólk geta gleymt því að kvarta

7.6. „Að sjálfsögðu eru þetta gríðarleg vonbrigði og í rauninni er dómurinn óskiljanlegur að mínu mati,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður RÚV, í samtali við mbl.is. Hæstiréttur sýknaði í dag RÚV í máli sem Adolf höfðaði vegna uppsagnar og eineltis. Meira »

Ljósmæður ekki bara til staðar í fæðingu

10.7. „Það er búin að vera rosalega mikil ringulreið í bumbuhópnum,“ segir Jóhanna María Þorvaldsdóttir. Hún er gengin rúmar 37 vikur og á von á sínu öðru barni í lok mánaðarins. Enn hefur ekki verið höggvið á hnútinn í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið en næsti fundur í deilunni er á morgun. Meira »

„Óþolandi orðræða“ fjármálaráðherra

4.7. „Þetta er allt á sömu bókina lært,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við síðasta verki kjararáðs; launahækkunum 48 forstöðumanna ríkisstofnana. Meira »

„Bókstaflega með lífið í höndunum“

3.7. „Þetta er óþægilegt og stressandi,“ segir Birta Jónsdóttir. Hún er gengin rúmlega 37 vikur með sitt fyrsta barn. Ástandið í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið veldur henni miklu hugarangri en um helgina dreymdi hana til að mynda hálfgerða martröð sem gerðist á Landspítalanum. Meira »

„HM-karlinn“ missir sig yfir leikjunum

16.6. Fjöldi Íslendinga á eflaust eftir að naga neglurnar og öskra sig hásan yfir leik Íslands og Argentínu í dag. Ólíklegt er þó að fáir sýni jafnmikla innlifun og Karl Björgvin Brynjólfsson, eða „HM-karlinn“ eins og hann er kallaður nú þegar mótið er hafið. Meira »

Dvelur nánast öllum stundum á hótelinu

14.6. Kokkur landsliðsins nýtti frítíma sinn vel og spókaði sig um í Moskvu í morgun en hann kom þangað degi á undan íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Hann segist hafa lítinn frítíma og sé að mestu leyti inni á hóteli að útbúa mat. Meira »

„Konan stoppaði mig svolítið af“

14.6. „Ég fer með konunni minni á leikinn en hún er rússnesk,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Elliði Svavarsson í samtali við mbl.is. Þau lentu í Moskvu í fyrradag og sagði Svavar að það væri greinilegt að stærsti íþróttaviðburður ársins væri í þann mund að hefjast. Meira »

„Margt smátt gerir eitt stórt“

9.6. „Meistaraflokkarnir okkar báðir áttu heimaleiki í dag og við ákváðum að blása til veislu á vellinum,“ segir Jóna Benný Kristjánsdóttir, þjálfari hjá Sindra, í samtali við mbl.is. Styrktardagur til stuðnings Ægis Þórs Sævarssonar, 6 ára stráks með Duchenne-sjúkdóminn, er haldinn á Höfn í dag. Meira »

„Ísland á ekki að vera svona“

4.6. „Enn og aftur neitar lyfjanefnd landspítalans Ægi okkar um lyfið sem gæti bjargað lífi hans.“ Þannig hefst Facebook-færsla Huldu Bjarkar Svansdóttur um helgina en sonur hennar, Ægir Þór Sævarsson, sex ára, er með Duchenne-sjúkdóminn. Meira »