Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

Mótorhjólakappar komu færandi hendi

15.4. Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

18.3. „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Kanna bótarétt sinn gagnvart borginni

15.3. Umbjóðendur Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns, sem hafa kært karlmann sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot, munu kanna bótarétt sinn gagnvart borginni. Í skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar kemur fram að ekki var farið eftir verkferlum. Meira »

„Guð, ef þú ert til, hjálpaðu mér núna“

4.3. Ríkharður Óskarsson og labrador-tíkin Dimma voru í sinni daglegu göngu í Innri-Njarðvík laust fyrir klukkan sjö í morgun þegar göngutúrinn tók skyndilega óvænta og jafnframt lífshættulega stefnu. Meira »

Tómi barnavagninn veitir von

28.2. „Þetta er svo táknrænt en á sama tíma erfitt því það þrá allir að fara út að ganga með barnið sitt í vagni,“ segir Edda Þöll Hauksdóttir, ritari Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Samtökin stóðu fyr­ir gjörn­ingi í dag til að vekja at­hygli á ófrjósemi þar sem fólk gekk með tóma barna­vagna í Laugardalnum. Meira »

Leikari og gullsmiður sem varð forseti

18.2. Gullsmiðurinn og leikarinn Erling Jóhannesson ætlaði að verða stór listamaður en stendur nú nokkuð óvænt uppi sem nýr forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL). Erling bauð sig fram til starfsins á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær í Iðnó og hafði betur gegn Hlín Agnarsdóttur. Meira »

Munu geirvörtur njóta frelsis í kvöld?

4.2. New Eng­land Pat­riots og Phila­delp­hia Eag­les munu eigast við í úr­slit­um banda­ríska fót­bolt­ans, Of­ur­skál­inni (e. Super bowl), í kvöld. Um stærsta íþróttaviðburð ársins er að ræða en það sem fer fram í auglýsingahléum og ekki síst í hálfleik vekur yfirleitt meiri athygli meðal áhorfenda. Meira »

Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið

9.1. Jakob R. Möller, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, er sannfærður um að Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hafi ekki skrifað bréfið sem hann undirritaði og sendi dómsmálaráðherra og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. Meira »

13,7 milljónir í lagfæringar í Reykjadal

13.4. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að svæði við Reykjadal í Ölfusi verði lokað áfram í fjórar vikur. Lagfæringar á göngustígum og merkingum á svæðinu standa nú yfir og hefur sveitarfélagið Ölfus fengið 13,7 milljóna króna styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til lagfæringa á svæðinu. Meira »

Gengu í það heilaga á Hlemmi

17.3. Hlemmur mathöll hefur vakið lukku meðal landsmanna sem og ferðamanna sem hafa lagt leið sína þangað frá því að höllin opnaði síðasta sumar. En það er óhætt að fullyrða að fáir hafi heillast jafn mikið af Hlemmi og bandaríska parið Jennifer og Eric Stover, sem eru stödd hér á landi í fríi. Meira »

Vön því að vera eina konan

5.3. „Þetta var ein af tilviljunum lífsins,“ segir Linda Gunnarsdóttir um leið sína að starfi yfirflugstjóra en Linda er ein af örfáum konum í heiminum sem gegna því starfi. Hún hefur starfað við flug í 25 ár og er orðin svo vön að vera eina konan, til dæmis á fundum, að hún er hætt að taka eftir því. Meira »

Stjórnmálin virka ekki án radda kvenna

3.3. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fór yfir upphaf #metoo- byltingarinnar á sérstökum umræðufundi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún segir að byltingin hafi afhjúpar hversu mikilvægt er að opinskáar umræður eigi sér stað í samfélaginu. Meira »

„Ísland hefur rödd“

27.2. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Peter S. Cayetano, utanríkisráðherra Filippseyja, í Genf en ráðherra ítrekaði í ræðu sinni fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær at­huga­semd­ir sem hann hef­ur gert við ástand mann­rétt­inda­mála á Fil­ipps­eyj­um. Meira »

Svartur verður einkennisliturinn á Bafta

18.2. Rómantíska fantasían „The Shape of Water“ í leikstjórn Mexíkóans Guillermos del Toros trónir á toppi til­nefningarlista Bafta-verðlaunanna sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall í kvöld. Meira »

Frá brenndum kjötbollum á ólympíuleika

3.2. Þegar Ásdís Björgvinsdóttir brenndi kjötbollur og sósan hljóp í kekki á hellunni heima hjá henni leit hún á það sem tækifæri til að fara í kokkanám. Í dag, rúmlega fjórum árum seinna, komst hún í ellefu manna úrslit á ólympíuleikum ungkokka, sem fram fóru á Indlandi í síðustu viku og lauk í gær. Meira »

Hélt að fjölskyldan væri að brenna inni

9.1. „Við horfum beint út um eldhúsgluggann og sjáum bara eldhaf,“ Halldór Hrannar Halldórsson, íbúi í Mosfellsbæ, sem horfði á hús nágranna sinna brenna til grunna í nótt. Fimm manna fjöl­skylda býr í húsinu og tókst þeim að bjarga sér út í gegn­um svefn­her­berg­is­glugga. Meira »