Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

„Hef aldrei verið eins hrædd á ævinni“

6.8. Hjónin Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson voru að snæða kvöldverð á veitingastaðnum Azul á Legian-ströndinni á Balí í gærkvöldi þegar jarðskjálfti, 6,9 að stærð, reið yfir Lombok, næstu eyju við Balí. Meira »

Fjórum sinnum verið slökkt á ofninum

10.7. „Þetta kom óþægilega við mann og maður hafði auðvitað mestar áhyggjur af starfsfólkinu og hvort að það væri í hættu en sem betur fer var það ekki svoleiðis,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við mbl.is. Meira »

Frétti af verðlaununum frá sviðsmanni

10.6. Sviðsmaður í Hörpu færði Daní­el Bjarna­syni tíðindin að hann hefði hlotið dönsku sviðslistarverðlaunin Reumert fyrir óperu ársins þegar hann hafði nýlokið við að stjórna óperunni Brothers í Eldborg í Hörpu í gær, sýningunni sem hann hlaut verðlaunin fyrir. Meira »

Dagur útilokar samstarf við Eyþór

27.5. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að ekki komi til greina að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur starfi saman í borgarstjórn. Frá þessu greindi hann í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

„Ég vil styðja þá báða“

27.5. Flokkur fólksins kemur nýr inn í borgarstjórn Reykjavíkur með einn fulltrúa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þarna er Flokkur fólksins að stíga sín fyrstu skref og fóta sig í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Inga í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Stórkostlegt ef Ísland tæki ekki þátt

13.5. „Með því að leyfa Ísrael að vinna þessa keppni og halda hana erum við að gefa þeim vettvang til að sýna sínar bestu hliðar og reyna að normalisera ástandið í Ísrael þó svo að það sé langt frá því að vera eðlilegt hvernig þeir koma fram við Palestínumenn,“ segir Linda Ósk Árnadóttir. Meira »

Sameinuð eftir fjögurra ára aðskilnað

28.4. Kötturinn Krummi flutti í Seljahverfið ásamt eiganda sínum, Auði Kristínu Gunnarsdóttur, í desember 2014. Eitt kvöldið þegar hann var að kynna sér aðstæður í nýja hverfinu gerði mikið óveður og Krummi týndist. Í gær fékk Auður þær gleðifréttir að Krummi væri fundinn, heill á húfi. Meira »

Mótorhjólakappar komu færandi hendi

15.4. Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann. Meira »

Orðin eins og ný og full tilhlökkunar

2.8. „Það er auðvitað ekkert sem kemur á óvart lengur,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem er að taka þátt í sínum fjórðu heimsleikum í crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Meira »

„Finnst eins og ég hafi klárað þetta“

8.7. „Ég sá landið og reiknaði með að þetta væri komið, svona þrír, fjórir tímar eftir. En það gerðist ekki, þetta var alltaf sama vegalengd og ég spólaði bara þarna í straumnum,“ segir Jón Kristinn Þórisson sundkappi sem gerði heiðarlega tilraun til að synda yfir Ermarsundið í gær. Meira »

Taldi niður eftir sex Esjur

9.6. Þegar flestir voru að nudda stírurnar úr augunum í morgunsárið og fá sér fyrsta kaffibollann var utanvegahlauparinn Þor­berg­ur Ingi Jóns­son nýbúinn að ljúka við að hlaupa ellefu ferðir upp Esjuna í Mt. Esja Ultra-hlaup­inu. Meira »

„Skýrt ákall um breytingar“

27.5. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir Sjálfstæðisflokkinn vera með lang sterkustu stöðuna þegar litið er á heildarniðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í gær. Meira »

Kominn í draumastarfið

27.5. „Það er ótrúlegt að upplifa það að sjá sal fullan af fólki að vinna við það að þú fáir draumastarfið,“ segir Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Viðreisn bauð fram í fyrsta skipti í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í ár og fékk flokk­ur­inn 8,2% at­kvæða. Meira »

„Ég veit að hann verður stórstjarna“

8.5. Þórunn Erna Clausen, höfundur framlags Íslands í Eurovision í ár og bakraddasöngkona Ara Ólafssonar, segir að það hafi verið yndislegt að standa á sviðinu í Lissabon í kvöld og flytja lagið Our Choice í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Meira »

„Ömurlegt að horfa upp á þetta“

24.4. „Það lítur út fyrir að íshellirinn okkar sé í lagi og að jöklasýningin okkar sé í lagi,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Perlu norðursins. Eldur kom upp í hitaveitutanki Perlunnar í dag sem verið er að innrétta sem stjörnuver. Meira »

13,7 milljónir í lagfæringar í Reykjadal

13.4. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að svæði við Reykjadal í Ölfusi verði lokað áfram í fjórar vikur. Lagfæringar á göngustígum og merkingum á svæðinu standa nú yfir og hefur sveitarfélagið Ölfus fengið 13,7 milljóna króna styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til lagfæringa á svæðinu. Meira »