Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

Klaustursmálið: Atburðarásin frá upphafi

7.12. Rúm vika er síðan íslenskt samfélag fór nánast á hliðina vegna barfarar sex þingmanna á Klaustur síðla í nóvember sem náðist á upptöku. Hér verður farið yfir það helsta sem drifið hefur á daga þeirra sem tengjast Klaustursmálinu, með einum eða öðrum hætti, síðustu daga. Meira »

„Stórkostlegt rannsóknarefni“

3.12. Fullt var út úr dyrum í kvöld þegar leikhópur Borgarleikhússins las hluta af samtali þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri 20. nóvember. Með leiklestrinum vildi leikhúsið sinna hlutverki sínu að varpa ljósi á samfélagsleg málefni. Meira »

„Ég mæti ekkert á þennan fund“

30.11. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hyggst ekki mæta á stjórnarfund flokksins í dag. Á fundinum verður farið yfir ályktun flokksins þar sem skorað er á Ólaf Ísleifs­son og Karl Gauta að segja af sér þing­mennsku vegna ummæla sem þeir létu falla á barnum Klaustri í síðustu viku. Meira »

Risavaxinn jólamarkaður netverslana

28.11. 75 netverslanir munu sameinast undir einu þaki um helgina á jólamarkaði netverslana. Markaðurinn er sá stærsti sem haldinn hefur verið hér á landi þar sem einungis netverslanir koma saman. Vinkonurnar Olga Helena Ólafs­dótt­ir, Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir og Sara Björk Purk­hús standa að markaðinum. Meira »

Bjargað úr nauðungarhjónabandi

21.11. Alisha er 18 ára stúlka, fædd í Pakistan en uppalin í Noregi. Í sumar fór hún í heimsókn til stórfjölskyldunnar í Pakistan ásamt nánustu fjölskyldu. Alisha sneri ekki til baka um haustið heldur var hún skilin eftir hjá ættingjum sínum. Af hverju? Til að giftast frænda sínum. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

19.11. Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

14.11. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sameinað félag taki til starfa eftir áramót

9.11. Formenn SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur eru báðir ánægðir með þá afgerandi niðurstöðu félagsmanna að sameina eigi félögin. Nafn á nýju sameinuðu félagi verður ákveðið með könnun meðal félagsmanna. Meira »

Læknar oftar en ekki í erfiðri stöðu

7.12. Læknar á Íslandi eru ekki skyldugir til að nota aðgang að lyfjagagnagrunni við ávísun ávanabindandi lyfja. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis, segir það meðal ástæðna sem rekja má til þess að það sem af er ári hafa yfir 200 manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Meira »

„Algjörlega óboðlegt“

30.11. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það úr lausu lofti gripið hjá Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þingmönnum flokksins, að stjórnarfundur flokksins sem hófst klukkan 14 hafi verið boðaður með ólögmætum fyrirvara. Karl Gauti er í stjórn flokksins en mætti ekki á fundinn. Meira »

Skoða hvort sekta eigi Tekjur.is

29.11. Persónuvernd hefur það til skoðunar hvort sekta eigi fyrirtækið Viskubrunn ehf. fyrir að gera gagnagrunn með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 aðgengilegan á vefsíðunni Tekjur.is. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að málinu sé að öðru leyti lokið af hálfu stofnunarinnar. Meira »

Máttur #MeToo að gripið var til aðgerða

22.11. „Skýrslan er góð og ég fagna sérstaklega vinnustaðarmenningarúttektinni sem Félagsvísindastofnun lét gera,“ segir formaður borgarráðs. Borgarstjóri Reykjavíkur tekur í svipaðan streng. Skýrsla innri end­ur­skoðunar borgarinnar um vinnustaðarmenn­ingu og mannauðsmál hjá OR á fundi borgarráðs í morgun. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

20.11. Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

15.11. Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna, verði breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 samþykktar. Þingmenn flokksins kynntu 17 breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í morgun. Meira »

Ý uppáhaldsstafurinn í skrafli

9.11. Íslandsmótið í skrafli fer fram í sjötta sinn um helgina. Skraflfélag Íslands stendur fyrir mótinu, sem hefur fest sig verulega í sessi. „Áhuginn hefur verið nokkuð stöðugur, um 17 til 20 manns hafa tekið þátt hverju sinni,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, formaður Skraflfélags Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Hverfi tengd með nýjum strætóvegum?

8.11. Strætóvegur í gegnum Fossvogsdal annars vegar og frá Seljahverfi yfir í Salahverfi hins vegar er meðal tillagna sem finna má í skýrslu sem Strætó bs. lét vinna um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Meira »