Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

Þörf á manneskjulegri vinnumarkaði

Í gær, 20:20 Skammsýni, sem er allsráðandi í íslenskum stjórnmálum, er líklega ástæða þess að stjórnvöld skeyta jafn lítið og raun ber vitni um málefni öryrkja í samfélaginu í dag. Þetta segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Óhugnanlegt að vita af árásarmanninum

18.3. „Allir eru í miklu sjokki,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir, meistaranemi í upplýsingatækni við háskólann í Utrecht, í samtali við mbl.is. Guðrún er búsett rétt hjá 24. október-torginu þar sem maður hóf skotárás á farþega í sporvagni um klukkan 10 að staðartíma í morgun. Meira »

Sætta sig ekki við að lifa í óvissu

8.3. Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust frá Dublin á Írlandi fyrir mánuði síðan, segir síðustu fjórar vikur þær erfiðustu sem hún hefur upplifað á ævinni. „Ég get ekki ímyndað mér neitt verra en að vita ekki hvar barnið manns er.“ Meira »

„Við gefumst ekki upp“

5.3. Fjöl­skylda og vin­ir Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar, sem hvarf spor­laust í Dublin, halda enn í vonina um að hann finnist og eru þakklát fyrir umfangsmikla leit sem fram fór á sunnudag með aðstoð írsku björgunarsveitarinnar. Fjölskyldan hafði óskað eftir þátttöku hennar frá því að leitin hófst. Meira »

Börn erfi ekki fátækt foreldra sinna

3.3. Íslenskt samfélag þarf að taka höndum saman og halda betur utan um fjölskyldur sem búa við fátækt og hjálpa þeim að komast upp úr þeim forarpytti sem fátækt er. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Gunnars Gunnarssonar á opnum fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar á föstudag um börn og fátækt. Meira »

Ekki falið að skoða hátekjuskattþrep

25.2. Sérfræðingahópi um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa var ekki falið að skoða áhrif og útfærslu hátekjuskattþreps við endurskoðun skattkerfisins. „Okkur voru ekki lagðar línur um það og það gerði það einfaldlega að verkum að við horfum ekki til útfærslu þess,“ segir Axel Hall, formaður hópsins. Meira »

„Ég vil vera best í heimi“

10.2. Þrátt fyrir að enn sé hálft ár í heimsleikana í crossfit kemst fátt annað að hjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur, afrekskonu í crossfit. Hún tryggði sitt sæti á heimsleikana í ár þegar hún sigraði „Fittest in Cape Town“ í Suður-Afríku um síðustu helgi. Markmið hennar er skýrt: Að vera best í heimi. Meira »

„Óvissan er enn þá veruleg“

29.1. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll dragist enn frekar saman en gert er ráð fyrir í farþegaspá Keflavíkurflugvallar sem kynnt var í morgun. Meira »

Af hverju er neikvætt að vera fatlaður?

í gær „Af hverju er það neikvætt að vera fatlaður?“ spurði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar hún ávarpaði málþing ÖBÍ í dag þar sem fjallað var um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrði og samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Meira »

TF-EIR komin til landsins

16.3. Fyrri þyrlan af tveimur í bráðabirgðaendurnýjun þyrluflota Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag. Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að tilkoma þyrlunnar muni stuðla að aukinni getu Landhelgisgæslunnar til að takast á við komandi verkefni. Meira »

„Þetta var bara fyrsta frumsýning“

5.3. „Nú er gríðarleg vinna í gangi, við erum að leggja lokahönd á atriðið og þurfum að gera það hreinlega í þessari viku því að við þurfum að skila öllu af okkur til framkvæmdaaðila í Tel Aviv á mánudaginn,“ segir Felix Bergsson, far­ar­stjóri ís­lenska hóps­ins í Eurovisi­on. Meira »

Bætt innkaup fjármagni lækkun útsvars

4.3. Sérstaða borgarinnar býður upp á lausnir í kjaraviðræðum að mati Eyþórs Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Flokkurinn mun leggja fram tillögu í fjórum liðum á borgarstjórnarfundi á morgun sem innlegg borgarinnar í yfirstandandi kjaraviðræður. Meira »

„Enn þá jafn dularfullt“

27.2. Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin 9. febrúar, binda miklar vonir við að ábendingar sem lögreglan er að vinna eftir verði til þess að írskar björgunarsveitir verði kallaðar út til að leita Jóns Þrastar. Meira »

Feimnismál í fyrstu en nú sjálfsagt mál

21.2. Skráning á kyni viðmælenda var feimnismál í fyrstu en er nú sjálfsagt mál. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Steinunnar Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra framleiðslu og ferla hjá RÚV, í tilefni af Fjölmiðladegi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem er í dag. Meira »

Út að moka þrisvar á dag í -30 gráðum

30.1. Þriðja morguninn í röð hóf Anna Birna Fossberg daginn á því að kappklæða sig og fara út að moka snjó úr innkeyrslunni við heimili fjölskyldunnar í Grand Rapids í Michigan í 19 gráða frosti. Meira »

Titrar og svitnar við 42 gráður

25.1. „Ég hef aldrei upplifað svona hita áður,“ segir Hrefna Björg Gylfadóttir, sem er búsett í Melbourne, en mikil hitabylgja hefur geisað síðustu daga í mið- og suðurhluta Ástralíu. Dæmi eru um að hitinn hafi farið í 50 gráður í suðurhluta landsins síðasta sólarhring og hafa hitamet fallið í hrönnum. Meira »