Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

Í hvað fóru allar milljónirnar?

12.10. Framkvæmdir við húsin þrjú við Nauthólsveg 100 sem samanstanda af bragga, náðhúsi og skemmu hafa vakið athygli síðustu vikur vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á húsunum á veg­um borg­ar­inn­ar. En í hvað fóru allar þessar milljónir? Meira »

Negldu fyrir alla glugga og flúðu

10.10. „Um leið og hann varð þriðja stigs fellibylur ákváðum að yfirgefa heimilið. Við lokuðum fyrir alla hlera klukkan hálfellefu í gærkvöldi og fórum svo,“ segir Guðrún Hulda Björnsdóttir Robertson sem er búsett í Panama City í Flórída. Meira »

Von á frekari hagræðingu í fluggeiranum

3.10. Það liggur í augum uppi að líkur eru á að Icelandair Group muni ekki ná að uppfylla skilmála skuldabréfa félagsins þar sem það hefur lækkað EBITDA-spá sína nokkuð þar sem horf­ur í rekstri félagsins eru lak­ari en gert hafði gert ráð fyr­ir. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

24.9. Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

18.9. „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »

„Þetta er ögrun“

25.8. „Þetta var hrikalega gaman. Ég var ekki með neinar væntingar, innst inni var ég að vona að þetta væri búið og að ég gæti farið að slaka á, en þetta er auðvitað frábært,“ segir Ólafía Kvaran, sem tryggði sér í dag þátttökurétt á heimsmeistaramóti í Spartan, hindrunar- og þrekhlaupi. Meira »

Orðin eins og ný og full tilhlökkunar

2.8. „Það er auðvitað ekkert sem kemur á óvart lengur,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem er að taka þátt í sínum fjórðu heimsleikum í crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina. Meira »

„Finnst eins og ég hafi klárað þetta“

8.7. „Ég sá landið og reiknaði með að þetta væri komið, svona þrír, fjórir tímar eftir. En það gerðist ekki, þetta var alltaf sama vegalengd og ég spólaði bara þarna í straumnum,“ segir Jón Kristinn Þórisson sundkappi sem gerði heiðarlega tilraun til að synda yfir Ermarsundið í gær. Meira »

„Okkur blöskrar gríðarlega“

11.10. „Okkur blöskrar gríðarlega, þetta er grafalvarlegt og við viljum gera það sem við getum til að tryggja að þetta mál verði upplýst að fullu,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í dag. Meira »

Lög um fiskeldi samþykkt

9.10. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlí­us­sonar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um breyt­ing­ar á lög­um um fisk­eldi var samþykkt á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Frumvarpið var samþykkt með 45 greiddum atkvæðum. Sex sátu hjá. Meira »

Áhættan sem fylgir flugrekstri óljós

25.9. Aukin samkeppni í flugsamgöngum og hátt olíuverð eru meðal nýrra áskorana sem flugþjónusta á Íslandi stendur frammi fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri úttekt sendinefndar AGS á Íslandi á íslenskum efnahagsmálum sem kynnt var í dag. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

18.9. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »

Stærsti markaður netverslana frá upphafi

1.9. Stærsti markaður netverslana sem hefur verið haldinn hér á landi fer fram í Víkingsheimilinu um helgina. Vinkonurnar Olga Helena Ólafsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Sara Björk Purkhús standa að markaðnum en allar reka þær sínar eigin netverslanir. Meira »

„Hef aldrei verið eins hrædd á ævinni“

6.8. Hjónin Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson voru að snæða kvöldverð á veitingastaðnum Azul á Legian-ströndinni á Balí í gærkvöldi þegar jarðskjálfti, 6,9 að stærð, reið yfir Lombok, næstu eyju við Balí. Meira »

Fjórum sinnum verið slökkt á ofninum

10.7. „Þetta kom óþægilega við mann og maður hafði auðvitað mestar áhyggjur af starfsfólkinu og hvort að það væri í hættu en sem betur fer var það ekki svoleiðis,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við mbl.is. Meira »

Frétti af verðlaununum frá sviðsmanni

10.6. Sviðsmaður í Hörpu færði Daní­el Bjarna­syni tíðindin að hann hefði hlotið dönsku sviðslistarverðlaunin Reumert fyrir óperu ársins þegar hann hafði nýlokið við að stjórna óperunni Brothers í Eldborg í Hörpu í gær, sýningunni sem hann hlaut verðlaunin fyrir. Meira »