Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

„Áhrifaríkasta sjónarspil náttúrunnar“

3.7. „Þetta var hreint út sagt stórkostlegt,“ segir Sævar Helgi Bragason, landsþekkt­ur vís­inda­fræðari, sem varð í nótt, eftir því sem best er vitað, fyrsti Íslendingurinn til að upplifa þriðja almyrkva á sólu á lífsleiðinni. Meira »

Hitaði upp fyrir sigurinn með 93 km

29.6. Geir Ómarsson þríþrautakappi hrósaði sigri í Snæfellsjökulshlaupinu sem fram fór í dag. Geir átti ekki von á sigri þar sem hann var líklega eini keppandinn sem hitaði upp fyrir hlaupið með því að hjóla 93 kílómetra nesinu áður en hlaupið hófst. Meira »

„Mikill missir fyrir okkur öll“

28.6. „Þetta er mikill missir fyrir okkur öll. Mirek var orkumikill og lífsglaður ungur maður sem smitaði okkur sífellt af bjartsýni sinni,“ segir Hubert Witecki um náinn vin sinn og samstarfsfélaga, Miroslaw Grzelak, sem lést skyndilega fyrir viku síðan, aðeins 33 ára gamall. Meira »

Sala á Íslandspósti ekki komið til tals

27.6. Sala á Íslandspósti hefur ekki komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að hann vilji selja Íslandspóst til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Meira »

Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi

21.6. „Stóru tíðindin í dag er að við erum búin að ná endanlegum samningum við stærstu lóðahafana á lykilsvæðum uppi á Höfða sem gerir það að verkum að núna treysti ég mér til að fullyrða að við erum að fara af stað að umbreyta þessu spennandi svæði í blandaða byggð þar sem íbúðir verða mjög áberandi.“ Meira »

„Vita ekki hver er næstur“

30.5. „Fólk hefur miklar áhyggjur og það er ekkert leyndarmál að sumir okkar félagsmanna segja að þeir taki mjög vel til á borðinu sínu fyrir hver mánaðamót vegna þess að þeir vita ekki hver er næstur. Það er hræðileg staða.“ Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF. Meira »

Fær ekki að heita Elín Kona

29.5. „Mér finnst bara skrýtið að kona megi ekki heita Kona en karl megi heita Karl,“ segir Elín Eddudóttir, sem fékk í gær synjun frá mannanafnanefnd við beiðni sinni að fá að bera millinafnið Kona. Meira »

Ekki lengur „jafn huggulegt teboð“

27.5. „Þetta eru líklega mikilvægustu Evrópuþingkosningar frá upphafi, það held ég að sé alveg augljóst,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, um nýafstaðnar kosningar til Evrópuþingsins. Meira »

„Leti er það hættulegasta sem til er“

30.6. Stefáni Þorleifssyni, 102 ára kylfingi, var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann steig fæti á golfvöllinn á Neskaupstað í morgun þar sem hann keppti í pútti á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem fram fór í bænum um helgina. Stefán segir að leti sé það hættulegasta sem til er. Meira »

Harmar drátt á rannsókninni

28.6. Tafir á rannsókn lögreglu um tildrög andláts nýfædds barns á Landspítalanum í ársbyrjun 2015 hafa ekki síst orðið fyrir þær sakir að mjög erfiðlega hefur gengið að fá hlutlausa fagaðila að málinu, en leita hefur þurft út fyrir landsteinana eftir þeirri sérþekkingu sem krafist er. Meira »

Áskorun að taka við sæti Bandaríkjanna

27.6. Forsætisráðherra segir það hafa verið heilmikla áskorun fyrir Ísland að taka sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrra eftir óvænt brotthvarf Bandaríkjanna. Að hennar mati hefur Íslandi hins vegar tekist að setja mikilvæg mál á dagskrá, svo sem málefni flóttafólks, jafnréttismál og loftslagsmál. Meira »

Þarf að borga fyrir prílið á morgun

21.6. „Ég tileinkaði þetta príl reyndar Landssambandi gigtarsjúklinga og það er ekki útilokað að ég þurfi að borga fyrir þetta á morgun,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Það kom einhverjum ef til vill í opna skjöldu þegar myndir af borgarstjóranum að klifra upp í vita birtust um hádegisbil. Meira »

Kennarar við MR hyggjast kæra uppsagnir

3.6. Þrír kennarar sem sagt var upp störfum við Menntaskólann í Reykjavík í vor ætla að kanna lögmæti uppsagnanna. Segja þeir uppsagnirnar vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda og leið þeirra til að losa sig við ákveðna starfsmenn. Meira »

Funduðu um hvarf Jóns Þrastar

30.5. Fulltrúar rannsóknardeildar lögreglunnar funduðu með írskum lögregluyfirvöldum í Dublin í vikunni vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Lítil tíðindi eru af rannsókninni en Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að málið verði áfram unnið í samvinnu við lögregluna á Írlandi. Meira »

„Mér brá mjög mikið“

28.5. Eldur kom upp í strætisvagni í Västra hamnen-hverfinu í Malmö skömmu eftir hádegi, eða um klukkan eitt að staðartíma. Auður Elín Sigurðardóttir er búsett í hverfinu og var á gangi með dóttur sín í barnavagni þegar hún tók eftir strætisvagni sem var kyrrstæður á óvenjulegum stað. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

27.5. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir ríkið hafa slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu og aðstandenda þeirra. Segir hann að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »