Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Pólitísk viðhorf ráði ekki einangrun

17.4. Einagrunarvist gæludýra á Íslandi byggir að stærstu leyti á „samfélagslegum og pólitískum“ ákvörðunum, segir í skýrslu sem dr. Preben Willeberg vann fyrir íslensk stjórnvöld. Formaður HRFÍ segir skýrsluna staðfesta að einangrunarkrafan byggi ekki á vísindalegum rökum. Meira »

Reynum að láta farþegana ekki líða fyrir

28.3. Það var klukkan 4.30 í morgun er Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, mætti í vinnu sem hann komst að því að öllu flugi WOW air hefði verið aflýst. Þá þegar voru komnir farþegar á flugvöllinn. Hann segir starfsfólki Isavia ekki líða vel með fréttir af gjaldþrotinu. Meira »

Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

22.3. „Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR. Nokkuð sé líka um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Þá segir hún starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

21.3. Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Orðin gegnvot áður en hlaupið byrjaði

4.3. „Ég hef aldrei séð svona mikla stemmningu alla leiðina. Alla þessa 42 km var bara stappað af fólki beggja vegna og svo var tónlist allan tímann,“ segir Anna Halldóra Ágústsdóttir sem tók þátt í Tókýómaraþoninu í gær á tímanum 3:10.46. Meira »

Fólk reyni ekki að bjarga álftinni

4.3. Eitthvað hefur verið um að velviljaðir borgarar reyni upp á eigin spýtur að fanga álftina sem mbl.is greindi frá í gær að fest hef­ði gogg­inn í áldós. Íbúi sem fylgst hefur með álftinni biður fólk þó að gera slíkt ekki þar sem álftin fælist við slíkt og það geti spillt fyrir björgunaraðgerðum. Meira »

Allt að því ofsaveður á nokkrum stöðum

26.2. „Þetta er að þróast alveg eins og spáin var að gera ráð fyrir,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Allt að því ofsaveður sé á nokkrum stöðum. Meðalvindhraði náði 31,6 m/s í Papey í nótt. Meira »

Tungumálareglur í háskólunum óljósar

14.2. „Þau eru fyrst og fremst að reyna að mennta sig og styrkja sig og það er mikil seigla í hópnum,“ segir Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningafræðum á menntavísindasviði Háskóla Íslands, um erlenda nemendur í íslenskum háskólum. Ekki henti stuðningskerfi og kennsluhættir alltaf nemendunum. Meira »

Stundum unnið allan sólarhringinn

16.4. „Ég bara tek þessum örlögum, vonandi af einhverri karlmennsku,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sem lætur af störfum í ágúst er hann verður sjötugur. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ bætir hann við og segir mikla gæfu að fá að kynnast öllu því fólki sem þar hefur verið. Meira »

„Synd því mér leist vel á flugfélagið“

28.3. Það var rólegt um að litast á Keflavíkurflugvelli um áttaleytið í morgun, einhverjir voru þó að bóka sig í flug og sjá mátti misþreytta farþega bíða eftir að komast í flug. Á kaffihúsi Joe and the Juice höfðu nokkrir farþegar WOW air búið sig undir lengri bið á flugvellinum en til stóð. Meira »

Reyna að upplýsa gesti um stöðuna

22.3. „Fólk þarf að bíða eftir herbergjum," segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, og kveður áskorun fyrir það starfsfólk hótelsins sem í dag sinnir innritun gesta og þrifum að komast yfir verkefni dagsins. Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti. Meira »

Þurfum að einblína á lausnirnar

13.3. „Með okkar formennskuáætlun þá lagði ég áherslu að leita lausna,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem tók í dag þátt í pallborðsumræðum á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenýa. þar ræddi hann m.a. við fólk sem farið er að finna áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni. Meira »

„Var lögst niður til að deyja“

4.3. Vel gekk að ná álft sem fest hafði dós í goggi sínum þegar gerður var út björgunarleiðangur nú í hádeginu. Að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, var álftin aðframkomin og hafði lagst niður til að deyja þegar björgunarmenn komu á staðinn. Meira »

Urðu Hrekkjusvínin gosinu að bráð?

26.2. Engar ábendingar hafa borist um hvar Hrekkjusvínin, eitt af verkum Þor­bjarg­ar Páls­dótt­ur mynd­höggv­ara, eru niðurkomin í dag. Þetta segir Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar sem auglýsti eftir verkinu á Facebook. Sú skýring að það hafi orðið Vestmannaeyjagosinu að bráð sé því orðin nokkuð líkleg. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

16.2. Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Héldum að við værum með allt á hreinu

11.2. Við héldum að við værum með allt okkar á hreinu þegar flugeldarnir voru orðnir CE-vottaðir en svo var greinilega ekki, segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Af 25 skoteldum sem Umhverfisstofnun skoðaði hjá 6 birgjum reyndust engir merktir með full­nægj­andi hætti. Meira »