Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

17.10. Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

15.10. „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Plöntur oft höfundarréttarvarðar

10.10. Stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsveg eru af dúnmelstegund. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður, sem kveður sér þó ekki kunnugt um hvaða yrki sé þar á ferðinni. Hann segir algengt að plöntur séu höfundarréttarvarðar. Meira »

„Ekki valkostur að bregðast ekki við“

8.10. „Það er alveg ljóst að við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega,“ segir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra um nýja skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna. Margar þeirra aðgerða sem IPCC leggi til séu hins vegar þær sömu og íslensk stjórnvöld hafi þegar kynnt í aðgerðaáætlun sinni. Meira »

Eins og Bond-saga „síonista“

30.9. Samkvæmt bæklingnum var Arous paradís kafara við Rauða hafið í Súdan. Raunin var hins vegar sú að um var að ræða yfirvarp fyrir eina bíræfnustu leynilegu aðgerð sem ísraelska leyniþjónustan Mossad hefur staðið fyrir. Meira »

10 ára verði hneppt í betrunarvarðhald

10.9. Leyfilegt verður að hneppa börn niður í 10 ára aldur í betrunarvarðhald í allt að fjögur ár verði frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar að lögum. „Við hér á Íslandi höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Meira »

Skemmtilegt að hlaupa í gegnum nóttina

7.9. Metskráning er í Hengils Ultra-utanvegahlaupið, eina hlaupið á Íslandi þar sem boðið er upp á 100 km vegalengd. „Þetta er eiginlega 100% aukning á milli ára,“ segir Þorsteinn Tryggvi Másson, einn skipuleggjendanna, en þátttakendur í 100 km leggja af stað frá Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld. Meira »

„Erum algjörlega í lausu lofti“

31.8. „Það hringir enginn í okkur og enginn hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt,“ segir Sæunn Káradóttir, bóndi í Norðurhjáleigu. Skýstrókar fóru yfir bæinn síðasta föstudag og ollu þar verulegu tjóni. Vátryggingafélag þeirra og NTÍ hafna bótakröfu, en þau vonast til að bjargráðasjóður skoði málið. Meira »

Böndin sögð berast að krónprinsinum

17.10. Böndin sem tengja Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, við hvarf blaðamannsins Jamal Khashoggis, verða æ sterkari. Einn 15 menninganna, sem taldir eru tengjast hvarfi hans hefur reglulega sést í fylgd prinsins og þrír til viðbótar eru sagðir tengjast öryggisteymi hans. Meira »

12 ár stuttur tími

11.10. Ekki er þörf fyrir íslensk stjórnvöld að verja 2,5% af vergri þjóðarframleiðslu til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðin í heild þarf þó að taka sig á í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, segir formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Meira »

„Langt á eftir með að fanga kolefnin“

10.10. Við erum langt á eftir með að fanga kolefni ekki hvað síst það koltvíoxíð sem berst frá stóriðju, segir Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við HÍ. Hann er svartsýnn á að það takist að draga nægjanlega mikið úr útblæstri koltvíoxíðs svo unnt verði að halda hlýnun jarðar við 1,5°. Meira »

„Bregðist við núna, fábjánar“

8.10. Þetta er lokaviðvörunin eigi að takast að halda hlýnun jarðar undir 1,5°, segja vísindamenn í nýrri og ítarlegri skýrslu um hættuna sem jörðinni stafar af hlýnun jarðar. Miðað við núverandi þróun stefni hins vegar í 3° hlýnun. Þörf sé á „hröðum, víðtækum og fordæmislausum breytingum.“ Meira »

Skripal smáseiði með valdamikinn óvin

16.9. Rússneski gagnnjósnarinn Sergei V. Skripal var smáseiði. Þannig lýsa bresk yfirvöld Skripal, sem þau fengu til liðs við sig á tíunda áratug síðustu aldar. Rússnesk yfirvöld virtust líta Skripal sömu augum. Skripal var hins vegar mikilvægur í augum eins manns, Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. Meira »

Hundar ómissandi í tækjabelti lögreglu

9.9. „Það er hægt að nota hunda til að rannsaka vettvang eftir kynferðisbrot, svo er líka hægt að nota þá við vopna- og sprengjuleit,“ segir hundaþjálfarinn Jó­hanna Þor­björg Magnús­dótt­ir, sem þessi misserin er að nema efnaleit með hundum á vegum Frontex, landa­mæra­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Meira »

Auðvelt að hafa snúningspunktinn rangan

3.9. „Sem betur fer á ég ennþá besta tímann sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu,“ segir Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Greint var frá því í dag að tím­ar þeirra sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­maraþoninu væru ógild­ir. Meira »

Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki

29.8. Áætla má að heildarlosun af flugi til og frá Íslandi sé um helmingi meiri, en sá hluti sem fellur undir kerfi EES og ESB. Öll stóru íslensku flugfélögin þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir flug sitt og er verð á losunarheimildum nú í sögulegu hámarki. Meira »