Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Blesi gönguköttur fær far í bakpokanum

6.8. Kötturinn Blesi vílar ekki fyrir sér að ganga á fjöll með fjölskyldu sinni. Þegar hann verður þreyttur á göngunni fær Blesi far með öðrum úr fjölskyldunni líkt og skemmtileg mynd sem birt var á facebooksíðunni Spottaði kött sýnir. Veðurfræðingurinn Elín Björk Jónasdóttir er eigandi Blesa. Meira »

„Mikill álagstoppur hjá okkur núna“

18.7. „Það hefur þegar reynt á bæði undanþágulista og undanþágubeiðnir,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, en yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti í nótt. Hún segir mikinn álagstopp nú vera í fæðingarþjónustunni og enn berast uppsagnir ljósmæðra. Meira »

Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

21.6. Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Meira »

41 kynferðisbrot á Suðurlandi

9.6. 41 kynferðisbrotamál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. Árið 2016 voru kynferðisbrotin 23 og 27 árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Meira »

Þarf að fara að ræsa gröfurnar

6.6. „Ég er búin að fara nokkuð oft upp á Vesturlandsveg og nú þarf bara að fara að girða sig í brók og ræsa gröfurnar,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem fer með rannsókn banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi á mánudagskvöld. Meira »

Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum

1.6. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú rétt fyrir tíu í kvöld eftir að flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum við Skjálfanda. Tveir voru í vélinni og eru þeir ómeiddir. Þyrlan kom síðan á slysstað um rétt fyrir ellefu og flutti fólkið á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meira »

„Gengur vel að drekka kaffi“

30.5. „Það gengur vel að drekka kaffi og spjalla, en það eru engar fréttir,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Sjálfstæðisflokkurinn muni halda áfram að funda með öðrum flokkum í dag og sjálfur voni hann að línur skýrist fyrir helgi. Meira »

Telja grundvöll á samstarfi við D-lista

29.5. Bæjarfulltrúi Miðflokksins telur vel geta dregið til tíðinda í Hafnarfirðinum í dag, en óformlegar þreifingar voru í gangi í gær milli Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fékk fimm menn kjörna og annarra þeirra flokka sem fengu mann kjörinn í bænum, utan Samfylkingar. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

18.7. „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, sem búsettur er með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

16.7. Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Borgarísjakinn orðinn sýnilegur frá landi

14.6. Borgarísjakinn sem stefndi inn í Húnaflóa í vikubyrjun er nú farinn að sjást frá veðurathugunarstöðinni Litlu-Ávík á Ströndum. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ísjakann vel kunna að ná landi á Hornströndum. Meira »

Bjartsýnn á fjárveitingu fyrir Kjalarnes

6.6. Talsvert verður lagt í viðhald Vesturlandsvegar í sumar að sögn framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum nú í morgun deiliskipulag fyrir veginn, en vinna við breikkun hans mun þó væntanlega ekki hefjast fyrr en síðla næsta árs. Meira »

Kennarar samþykkja kjarasamning

5.6. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu með 74% atkvæða. „Þetta er skýr niðurstaða um að þetta samtal sé nauðsynlegt og að við þurfum að fara af fullum þunga inn í það næsta haust,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Biðu á annan tíma eftir sjúkrabíl

31.5. Ófremdarástand er á sjúkraflutningum í nágrenni Gullfoss, segir Ásdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Kaffi Gullfoss. Hún gagnrýnir að það hafi tekið sjúkraflutningamenn á annan tíma að koma á staðinn þegar kona slasaðist alvarlega við Gullfoss nú síðdegis. Meira »

„Staðan er galopin“

30.5. Það hefur áhrif á landslagið í borgarstjórnarviðræðum að Sósíalistar eru búnir að útiloka að þeir taki þátt í meirihlutaviðræðum. Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Hún telur línur fara að skýrast fljótlega og segir Viðreisn ekki útiloka samstarf við neinn flokk. Meira »

Keyptu fasteignir á Spáni fyrir milljarð

28.5. Íslendingar keyptu fasteignir á Spáni fyrir átta milljónir evra, eða tæpan milljarð króna, í fyrra í gegnum fasteignasöluna Mediland. Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland, segir mikinn stíganda hafa verið í sölu til Íslendinga frá því að gjaldeyrishöftin voru afnuminn. Meira »