Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

21.2. Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

18.2. Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Fá hjálp til að koma fólki til Reykjavíkur

11.2. Lögregla á Selfossi hélt stöðufund með Vegagerðinni og Rauða krossinum nú í morgun og búið er óska eftir aðstoð tveggja björgunarsveita á svæðinu til að koma þeim sem urðu strandaglópar vegna veðurs frá Selfossi til Reykjavíkur. Þá þurftu björgunarsveitir að aðstoða 30 bíla á Akureyri í nótt. Meira »

Óhjákvæmilegt að fá erlenda aðila

9.2. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur óhjákvæmilegt vegna hagsmunatengsla hér á landi að fá erlenda aðila til að skoða hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni. Nánari úttekt á Reykjavíkurflugvelli sé þó fyrsta skrefið í vinnu um framtíð flugvallarins. Meira »

Gæsluvarðhaldsföngum fjölgar verulega

6.2. Gæsluvarðhaldsfangar hafa aldrei verið fleiri en í janúar á þessu ári, er þeir voru að meðaltali 34 talsins. Er það gríðarleg fjölgun frá fyrri árum, en gæsluvarðhaldsfangar voru að meðaltali 18 síðustu þrjú ár. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fjöldann hafa komið sér á óvart. Meira »

Skimað betur fyrir kynferðisbrotum

2.2. „Úrræði í barnaverndarmálum hafa mjög mikið byggst á trausti, og þetta er nokkuð sem ég er hugsi yfir í ljósi síðustu atburða,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Algengt sé að einn starfsmaður sé að vinna með einu barni. Meira »

Erfitt því eyðileggingin var svo mikil

1.2. „Það var sjaldan sem að ég heyrði fólk kvarta,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir sem fór sem sendifulltrúi Rauða krossins til að aðstoða í Karíbahafinu eftir að fellibyljirnir Irma og María fóru þar yfir síðasta haust. Erfitt hafi verið að bregðast við svo mikilli eyðileggingu. Meira »

Lögregla tilkynni grun um brot strax

30.1. Barnavernd Reykjavíkur kannast ekki við að hafa fengið tilkynningar vegna starfsmanns skammtímavistheimilis, sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn börnum, fyrr en í janúar á þessu ári. Mikilvægt sé þó að lögregla tilkynni um brot hjá þeim sem starfi með börnum sem fyrst. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

19.2. „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Ekki gert ráð fyrir hundunum

13.2. Lausagöngusvæði fyrir hunda hér á landi eru færri, minni og lélegri en erlendis og hvergi er raunar gert ráð fyrir hundaeigendum í skipulagi borgarlandsins. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður Félagi ábyrgra hundaeigenda (FÁH). Meira »

„Þetta er stórt og krefjandi verkefni“

10.2. 290 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag í 98 hópum á 52 tækjum. Mikið er enn af verkefnum í uppsveitum Árnessýslu að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það er mikið af bílum sem þarf að aðstoða,“ segir hann. „Svo var einnig hópur af bílum uppi á Mosfellsheiði og þar lenti líka veghefill útaf.“ Meira »

„Ofbeldið fær ekki afslátt“

8.2. Hanna Kristín Skaftadóttir, fyrrverandi sambýliskona Magnúsar Jónssonar, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að Magnús hafi undirritað dómsátt vegna ofbeldis sem hann beitti hana úti í Texas í mars i fyrra. Hún segir í samtali við mbl.is að dómsáttin feli í sér að Magnús gangist við verknaðinum. Meira »

Tekið mjög hart á brotunum

4.2. „Við erum með 211 börn í varanlegu og tímabundnu fóstri,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hart sé tekið á brotum gegn skjólstæðingum sviðsins og dæmi um fyrirvaralausar brottvikningar og leyfi. Meira »

Byrjað að ræða við börnin

1.2. Búið er að ræða við um 10 þeirra barna sem dvalið hafa á vistheimili þar sem karlmaður starfaði, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sem skjólstæðingi sem hann var stuðningsfulltrúi fyrir. Þá eru fyrirspurnir teknar að berast Bjarkarhlíð vegna málsins. Meira »

Hafa borist kvartanir vegna breytinganna

31.1. Breytingar á leið 6 ganga í heildina vel og utan Staðahverfis er almenn ánægja með þær í Grafarvogi að sögn upplýsingafulltrúa Strætó. Íbúar Staðahverf­is eru afar ósátt­ir við breyt­ing­ar sem gerðar voru á leið 6 um áramótin og segja marga hafa gefist upp á að láta börn sín nota strætó. Meira »

„Þurfum að fara yfir allt“

30.1. Lögreglustjóri kannast ekki við að ítrekanir hafi borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í haust vegna kæru í garðs karlmanns sem úrskurðaður var í gæsluvarðhalds í tengslum við rannsókn á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum. Verkferlar lögreglu verði þó skoðaðir ítarlega. Meira »