Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Þá vil ég heldur borga!“

Í gær, 10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Meyr yfir öllum þessum góðu orðum

8.1. Hátt í þrjú þúsund manns hafa deilt færslu Úlfars Vikt­ors Björns­sonar um líkamsárás sem hann varð fyrir sökum kynhneigðar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags og rúmlega 700 manns hafa lýst yfir stuðningi við hann í athugasemdum við færsluna. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

18.12. Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

„Tíminn er ekki með okkur“

8.12. Koltvísýringur í andrúmslofti heldur áfram að aukast og hlutfall hans í hafinu eykst líka með tilheyrandi súrnun sjávar. Meðalhitastig hækkar líka, yfirborð sjávar hækkaði um 19 sm á síðustu öld, ís á landi hefur minnkað um 286 gígatonn og árið 2016 var fimmta hitametið á þessari öld slegið. Meira »

„Stjórnvöld gera þetta ekki ein“

8.12. Það þarf frumvæði frá almenningi og fyrirtækjum og stjórnvöld þurfa að hlusta á þessar raddir og það er mikilvægt að þau geri það. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar. Ekki dugi til vinna stjórnvalda einna. Meira »

Tengsl milli launamunar og áreitni

29.11. Aukin umræða um kynferðislega áreitni og ofbeldi hefur átt sér stað hjá stéttarfélögum í kjölfar þeirrar vakningar sem átt hefur sér stað um þessi mál undanfarnar vikur. Þetta segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Meira »

Vilja vita hverjir dónakallarnir eru

24.11. Hátt í níu hundruð konur í stjórnmálum eru nú í Facebook-hópinum Í skugga valdsins og sögurnar halda áfram að berast, en 136 reynslusögur voru gerðar opinberar í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, stofnandi hópsins, segir fleiri sögur ekki verða birtar. Meira »

Moltan það fyrsta sem flyst á Esjumela

12.11. Íslenska gámafélagið hefur skilað inn tilkynningu um moltugerð fyrirtækisins til Skipulagsstofnunnar og fyrirtækið tekur athugasemdir um öll umhverfisáhrif, þar með talið lykt, mjög alvarlega. Moltuvinnsla fyrirtækisins verður sá hluti framleiðslunnar sem flyst úr Gufunesi upp á Esjumela. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

í fyrradag „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Ber meiri virðingu fyrir fólki

26.12. Á meðan stór hluti landsmanna eyddi aðventunni á þeytingi við jólaundirbúning, gjafakaup, hlaðborðshald og tónleika stóðu þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar vaktina í tjaldsjúkrahúsi fyrir flóttamenn rohingja í Bangladess. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

12.12. Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Borga meira í samgöngur en mat

8.12. Reykjavíkurborg hefur fengið frábærar viðtökur hjá starfsmönnum borgarinnar við samgöngusamningi sem farið var að bjóða upp á nú í haust. Nú þegar hafa 34% borgarstarfsmanna gert slíkan samning við borgina, sem greiðir þeim fyrir að nýta annan ferðamáta en einkabílinn til að komast til vinnu. Meira »

Segir ástandið verra en hann hélt

29.11. Ástand þeirra rohingja sem nú dvelja í flóttamannabúðum í Bangladess er verra en Óttar Proppé, starfandi heilbrigðisráðherra, kveðst hafa áttað sig á áður en hann kom þangað. Óttar er nú staddur í Bangladess með UNICEF til að kynna sér aðstæður rohingja þar í landi. Meira »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

24.11. Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Mikið til í gagnrýninni

15.11. Sjúkratryggingar munu fara yfir verkferla sína í framhaldi af bloggfærslu Ágústs H. Bjarna­son grasa­fræðings, sem sagði farir sínar af samskiptum við stofnunina ekki slétt­ar. Ágúst var m.a. ósáttur við að sækja átti sjúkrarúm Sólveigar konu hans daginn sem hún lést. Meira »

Meti hvort moltan þurfi í umhverfismat

11.11. Verið getur að moltugerð tveggja fyrirtækja í Gufunesi þurfi að fara í gegnum umhverfismat. Fyrirtækin tvö, Íslenska gamafélagið og Gæðamold, eru þegar með moltugerð þar í gangi og hafa íbúar í Grafarvogi ítrekað kvartað frá því í sumar yfir óþef sem berist frá svæðinu í ákveðinni vindátt. Meira »