Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Æskan situr uppi með afleiðingarnar

6.12. „Það sem vekur sérstaka athygli mína og veitir mér von eftir því sem maður talar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meginatriðin sem við erum að eiga við, jafnvel þó þetta séu mjög ólík heimssvæði,“ segir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna sem er á loftslagsráðstefnunni í Póllandi Meira »

Verður eins erfitt og dýrt og hægt er

4.12. Óæskilegir hælisleitendur verða hýstir á lítilli og afskekktri eyju með mjög takmörkuðum samgöngum samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Eyjan Lindholm hýsir í dag rannsóknarmiðstöð í dýrasmitsjúkdómum og ber önnur ferjan sem þangað gengur í dag nafnið Vírus. Meira »

Lokað um Kjalarnes, Öræfi og Öxi

28.11. Búið er að loka á umferð um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og Bíldudalsveg. „Þetta er fyrsta alvöruveðrið, þannig að það gæti komið einhverjum að óvörum,“ segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

17.11. „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Kvöddumst í íbúðinni okkar í London

12.11. „Þeir voru alveg óskaplega skemmtilegir félagar. Það var gaman að vera með þeim. Það var enginn heragi í kringum þessa menn, en þeir voru líka feikilega góðir fjallamenn,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is um þá Kristin Rúnarsson og Þorstein Guðjónsson. Meira »

„Það var fólkið sem bar veiruna“

27.10. „Allt mat þarf að fara fram á grundvelli þeirra tíma sem við lifum á núna,“ segir dýralæknirinn Pekka Olson, sem er formaður sænska hundaræktarfélagsins, og kveðst eiga erfitt með að skilja íslenskar einangrunarreglur. Það sé þó jákvætt skref að láta útbúa nýtt áhættumat varðandi gæludýrainnflutning. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

17.10. Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

15.10. „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Myndbandið rakinn atvinnurógur

5.12. „Þetta myndband er rakinn atvinnurógur og ekkert annað,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu um myndband Íslenska gámafélagsins „Bönn­um plastið!“ Sorpa hafi engan hag af því að plastpokar verði ekki bannaðir, en slíkar ákvarðanir verði að byggja á málefnalegum grunni. Meira »

Snjódýptin rúmur metri

3.12. „Það var fallegt að labba í vinnuna í morgun, þetta var bara eins og í gamla daga. Snjór úti um allt og maður sá ekki alltaf hvort það voru bílar undir sköflunum,“ sagði starfsmaður hjá Akureyrarbæ þegar mbl.is hafði samband. Snjódýptin á Akureyri mældist 105 sm í morgun samkvæmt Veðurstofunni. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

20.11. „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Voru um kílómetra frá fundarstaðnum

13.11. „Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem er nýkominn heim úr grunnbúðum Everest. Þar var hann með hóp um kílómetra frá þeim stað þar sem þeir félagar fundust. Meira »

Ekki létt ákvörðun að samþykkja framsal

8.11. Það var ekki létt ákvörðun hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að fallast á samning við fyrirtækið Far-vel ehf. um framsal á rammasamningi Prime Tours um akstursþjónustu fatlaðra. Þetta segir Ástríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

22.10. „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Böndin sögð berast að krónprinsinum

17.10. Böndin sem tengja Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, við hvarf blaðamannsins Jamal Khashoggis, verða æ sterkari. Einn 15 menninganna, sem taldir eru tengjast hvarfi hans hefur reglulega sést í fylgd prinsins og þrír til viðbótar eru sagðir tengjast öryggisteymi hans. Meira »

12 ár stuttur tími

11.10. Ekki er þörf fyrir íslensk stjórnvöld að verja 2,5% af vergri þjóðarframleiðslu til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðin í heild þarf þó að taka sig á í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, segir formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Meira »