Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Ógnin um umskurðarbann nú raunveruleg

17.4. Á Íslandi búa ekki nema á milli 35-40 gyðingar, en hingað eru komnir þrír fulltrúar gyðinga frá Norðurlöndunum. Það sýnir hversu mikilvægt málið er gyðingum, sagði danski rabbíninn Jair Melchior, á ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. Meira »

Staðan á neðri hæðinni skárri

5.4. Minni eldur hefur komist inn í geymslurnar á neðri hæðinni í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ, en á efri hæðinni. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en slökkviliðið hefur barist við eld í iðnaðarhúsnæðinu frá því snemma í morgun. Meira »

Meira en nokkur flokkur lofaði

4.4. „Í raun og veru má segja að við sjáum fram á betri tíma í uppbyggingu innviða en nokkur flokkur lofaði fyrir kosningar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er fyrsta fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt á fundi í fjármálaráðuneytinu nú síðdegis. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

22.3. „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

18.3. Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Fækkað fyrir tilstilli Facebook

3.3. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk 2,3 milljónir króna í tekjur af handsömunargjaldi hunda árið 2012. Í fyrra námu tekjur vegna þessa hins vegar ekki nema 180.000 kr. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir ástæðuna þá að hundum sem fangaðir eru hafi fækkað, m.a. fyrir tilstilli Facebook. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

23.2. Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

19.2. „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Stoppaður ítrekað eftir Flórídaárásina

10.4. Jón Eggert Guðmundsson, sem reynir að setja heimsmet í lengstu þríþraut í heimi, var ítrekað stoppaður við heimsmetatilraunina af lögreglu á Flórída, þar sem hann býr, eftir árásina á framhaldsskólann í Parkland í Flórída. Fréttir af heimsmetatilraun hans hafa nú vakið athygli bandarískra fjölmiðla. Meira »

Verkefnið er risastórt

4.4. Tvöföldun vega í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er að hluta til inni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

22.3. „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

19.3. Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlsímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindlnúmeranna. Meira »

Rúður í 120 skýlum mölvaðar á mánuði

5.3. Búið er að brjóta rúður í 120 strætóskýlum á höfuðborgasvæðinu á rúmum mánuði. Um nýliðna helgi voru rúður brotnar í 35 strætóskýlum. Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, man ekki eftir viðlíka faraldri áður. Meira »

Fá afslátt ef þeir hafa hlaupið áður

27.2. Töluverð hækkun hefur virðist hafa orðið á skráningagjaldi í Reykjavíkurmaraþoninu að því er glöggur hlaupari benti mbl.is á. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, segir það ekki alls kostar rétt. Þeir sem hafi hlaupið áður fái afslátt sem ekki er getið í verðskrá ef þeir skrá sig snemma. Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

21.2. Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

18.2. Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »