Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Borgarísjakinn orðinn sýnilegur frá landi

14.6. Borgarísjakinn sem stefndi inn í Húnaflóa í vikubyrjun er nú farinn að sjást frá veðurathugunarstöðinni Litlu-Ávík á Ströndum. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ísjakann vel kunna að ná landi á Hornströndum. Meira »

Bjartsýnn á fjárveitingu fyrir Kjalarnes

6.6. Talsvert verður lagt í viðhald Vesturlandsvegar í sumar að sögn framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum nú í morgun deiliskipulag fyrir veginn, en vinna við breikkun hans mun þó væntanlega ekki hefjast fyrr en síðla næsta árs. Meira »

Kennarar samþykkja kjarasamning

5.6. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu með 74% atkvæða. „Þetta er skýr niðurstaða um að þetta samtal sé nauðsynlegt og að við þurfum að fara af fullum þunga inn í það næsta haust,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Biðu á annan tíma eftir sjúkrabíl

31.5. Ófremdarástand er á sjúkraflutningum í nágrenni Gullfoss, segir Ásdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Kaffi Gullfoss. Hún gagnrýnir að það hafi tekið sjúkraflutningamenn á annan tíma að koma á staðinn þegar kona slasaðist alvarlega við Gullfoss nú síðdegis. Meira »

„Staðan er galopin“

30.5. Það hefur áhrif á landslagið í borgarstjórnarviðræðum að Sósíalistar eru búnir að útiloka að þeir taki þátt í meirihlutaviðræðum. Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Hún telur línur fara að skýrast fljótlega og segir Viðreisn ekki útiloka samstarf við neinn flokk. Meira »

Keyptu fasteignir á Spáni fyrir milljarð

28.5. Íslendingar keyptu fasteignir á Spáni fyrir átta milljónir evra, eða tæpan milljarð króna, í fyrra í gegnum fasteignasöluna Mediland. Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland, segir mikinn stíganda hafa verið í sölu til Íslendinga frá því að gjaldeyrishöftin voru afnuminn. Meira »

Fékk ekki póstana sem HS Orka sendi

25.5. Tölvupóstar, þar sem aðallögmaður HS Orku segir oddvita Árneshrepps að lögum samkvæmt sé sér ekki heimilt að veita sveitarfélaginu ráðgjöf, eru ekki meðal þeirra gagna sem oddviti Árneshrepps hefur afhent Pétri Húna Björnssyni, stjórnarmanni í Rjúkanda. Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

22.5. 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

41 kynferðisbrot á Suðurlandi

9.6. 41 kynferðisbrotamál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. Árið 2016 voru kynferðisbrotin 23 og 27 árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Meira »

Þarf að fara að ræsa gröfurnar

6.6. „Ég er búin að fara nokkuð oft upp á Vesturlandsveg og nú þarf bara að fara að girða sig í brók og ræsa gröfurnar,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem fer með rannsókn banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi á mánudagskvöld. Meira »

Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum

1.6. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú rétt fyrir tíu í kvöld eftir að flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum við Skjálfanda. Tveir voru í vélinni og eru þeir ómeiddir. Þyrlan kom síðan á slysstað um rétt fyrir ellefu og flutti fólkið á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meira »

„Gengur vel að drekka kaffi“

30.5. „Það gengur vel að drekka kaffi og spjalla, en það eru engar fréttir,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Sjálfstæðisflokkurinn muni halda áfram að funda með öðrum flokkum í dag og sjálfur voni hann að línur skýrist fyrir helgi. Meira »

Telja grundvöll á samstarfi við D-lista

29.5. Bæjarfulltrúi Miðflokksins telur vel geta dregið til tíðinda í Hafnarfirðinum í dag, en óformlegar þreifingar voru í gangi í gær milli Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fékk fimm menn kjörna og annarra þeirra flokka sem fengu mann kjörinn í bænum, utan Samfylkingar. Meira »

Fellur úrkomumet maímánaðar í Reykjavík?

28.5. Það verður mjótt á munum hvort úrkomumet maímánaðar í Reykjavík verði slegið þetta árið. Núverandi met er frá 1989 og er 126,0 mm, en það sem af er þessum mánuði er búið að rigna sem nemur 125,3 mm. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

24.5. Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

22.5. Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »