Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er hagfræðingur og hefur starfað á mbl.is og Morgunblaðinu frá því vorið 2017. Hann hefur ritstýrt Hjálmum, tímariti hagfræðinema, og setið í ritstjórn Stúdentablaðs Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Endurheimtur í búi VBS minnst 15%

14:05 Gjaldþrotaskipti á VBS eignasafni hf., sem áður hét VBS fjárfestingarbanki hf., eru langt á veg komin. Útlit er fyrir að minnst 15% fáist upp í samþykktar kröfur á hendur búinu þegar allt verður tekið saman. Meira »

Hamborgarinn þarf alltaf að vera eins

17.3. „Stóra áskorunin í veitingarekstri er að halda stöðugleikanum í lagi. Hann er númer eitt, tvö og þrjú. Ef þú veist hvernig hamborgara þú vilt þá þarf hann alltaf að vera eins,“ segir Tómas A. Tómasson, eigandi Hamborgarabúllu Tómasar og betur þekktur sem Tommi. Meira »

340 milljóna hagnaður eftir umbætur

5.3. CCP hagnaðist um tæplega 3,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2017. Hagnaðurinn árið 2016 var 21,4 milljónir dala en fyrirtækið réðst í mikla endurskipulagningu á síðasta ári. Meira »

Hluti af Evrópustarfsemi Alvogen í söluferli

1.3. Lyfjafyrirtækið Alvogen kannar möguleikann á því að selja starfsemi sína í Mið- og Austur-Evrópu fyrir um einn milljarð Bandaríkjadala. Meira »

Vilja kaupa og flytja verksmiðjuna út

1.2. Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kísilverksmiðju United Silicon sem eru í nothæfu ástandi samkvæmt heimildum mbl.is. Hann hefur í huga að reisa kísilverksmiðju erlendis frá grunni. Meira »

Icepharma og Lyfis renna saman

24.1. Lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækið Icepharma hefur keypt meirihluta hlutafjár í Lyfis sem horfir fram á verulegan samdrátt í veltu þegar það missir umboð fyrir vörur frá Teva/Ratiopharm. Meira »

United Silicon gjaldþrota

22.1. Heimild United Silicon til greiðslustöðvunar er fallin niður og mun stjórn félagsins skila inn gjaldþrotabeiðni fyrir kl. 16 í dag. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness kl. 14 í dag en ekkert varð úr þinghaldi. Meira »

Stóraukin endurkaup í Kauphöllinni

18.1. Fyrirtæki í Kauphöllinni vörðu 19,1 milljarði króna til kaupa á eigin hlutabréfum á árinu 2017 sem er álíka há upphæð og tvö árin á undan samanlögð. Meira »

1,7 milljarða gjaldþrot Íshluta

20.3. Gjaldþrotaskiptum á einkahlutafélaginu FS 14, áður Íshlutir, er lokið. Niðurstaðan er sú að 178 milljónir greiddust upp í kröfur sem námu alls 1,7 milljörðum króna. Meira »

CCP blæs til stórsóknar í Kína

5.3. Uppgjör íslenska tölvuleikjafyrirtækisins fyrir 2017 sýnir að það hafi komið vel undan vetri eftir ár mikillar endurskipulagningar. Eftir að hafa innleitt viðskiptalíkanið „Free to Play“ er CCP betur í stakk búið til þess að sækja inn á Kínamarkað í lok árs. Meira »

FME skoðar lögmæti bitcoin-hraðbanka

1.3. Fjármálaeftirlitið er að skoða hver staða bitcoin-hraðbanka er með tilliti til laga og reglna og getur því ekki tjáð sig um málið að sinni. Seðlabankinn telur nauðsynlegt að löggjafinn beini sjónum að notkun sýndargjaldmiðla. Meira »

Stjórnendasvikum stórfjölgar

22.2. Eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin hafa svokölluð stjórnendasvik færst í aukana en í þeim felst að fjársvikamenn villa á sér heimildir og þykjast vera stjórnendur í fyrirtæki sem svikatilraunin beinist gegn. Meira »

Áhætta Kortaþjónustunnar einsdæmi

31.1. Áhætta af því tagi sem olli Kortaþjónustunni miklu fjárhagstjóni í vetur er ekki til staðar hjá öðrum færsluhirðingarfyrirtækjum samkvæmt greiningu Fjármálaeftirlitsins sem vinnur nú að því að tryggja að viðlíka áhætta byggist ekki aftur upp. Meira »

Selur dótturfélög fyrir 10 milljarða

23.1. Erlend dótturfélög Norvik, sem eru rekin undir merkjum Norvik Timber Industries í Eistlandi, Lettlandi og Bretlandi, verða seld til sænska félagsins Bergs Timber að fengnu samþykki stjórnar þess. Meira »

Hagar eiga yfir 5% í sjálfum sér

19.1. Verslunarfyrirtækið Hagar á nú rétt yfir 5% í sjálfu sér en félagið hefur keypt eigin bréf samkvæmt endurkaupaáætlun.   Meira »

N1 landaði eldsneytissamningi við WOW

9.1. Flugfélagið WOW air hefur samið við N1 og Air BP um útvegun flugvélaeldsneytis á Keflavíkurflugvelli.   Meira »