Alexander Gunnar Kristjánss.

Alexander hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2017. Hann er á lokaári í námi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands og skrifar meðal annars um allt sem viðkemur tölfræði og gagnavinnslu.

Yfirlit greina

Sá stærsti sem staðinn hefur verið að verki

í fyrradag Ig­ors Raus­is, lettneski skákmaðurinn sem var á dögunum gripinn glóðvolgur við að nota símann á klósettinu í miðri skák, er stærsta nafnið í skákheiminum sem hefur verið staðið að verki við slíkt svindl. Þetta segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Meira »

„Orðnar að hálfgerðri eilífðarvél“

13.7. Mikilvægt er að stjórnvöld vinni að því með hótelum og gistiheimilum að bæta rekstrarskilyrði þeirra á kostnað svartrar atvinnustarfsemi. Það komi bæði hótelum og ríkissjóði til góða. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG). Meira »

Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

11.7. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir ekki útilokað að gamli Herjólfur reynist enn nauðsynlegur til siglinga milli Þorlákshafnar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Landeyjahöfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið 18. júlí. Meira »

30% námslána breytt í styrk

10.7. 30% námslána verða felld niður við námslok, samkvæmt nýju frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Á móti verða vextir námslána hækkaðir og miðaðir við vaxtakjör ríkisins. Meira »

Flestar breytingar gerðar fyrir íbúafund

7.7. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fyrirhuguðum byggingaráformum í Stekkjabakka í Reykjavík, við jaðar Elliðaárdalsins, frá því hugmyndir voru fyrst kynntar í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í september í fyrra. Flestar komu þær þó fyrir íbúafund sem haldinn var í febrúar. Meira »

HM-umgjörð á Akureyri

5.7. Sýnt er beint frá leikjum af N1-móti 5. flokks drengja í fótbolta á Youtube-rás KA. Allir leikir á velli átta, 78 talsins, eru sýndir og þeim að auki lýst, líkt og sönnum kappleik sæmir. Meira »

Vatnajökull í úrvalsflokk

5.7. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta var samþykkt á þingi heiminjastofnunarinnar í morgun. Þykir þetta mesta gæðavottun sem náttúrusvæði getur hlotnast og til þess fallið að auka áhuga á garðinum og kröfur um vandaða fræðslumiðlun. Meira »

Kölluð negríti í kerfinu

3.7. Evu Þóru Hartmannsdóttur brá í brún í mæðravernd á dögunum, þangað sem hún var komin í 25 vikna meðgönguskoðun. Í kerfi mæðraverndar var á skrá „Kynþáttur: Negríti“. Meira »

Mikilvæg réttarbót hjá Airbnb

í fyrradag Mikilvæg réttarbót felst í nýju samkomulagi Evrópusambandsins og Airbnb um neytendavernd leigutaka, segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þar er meðal annars kveðið á um skýrari framsetningu leiguverðs og rétt neytenda til að sækja mál í heimalandi sínu. Meira »

Sameining svar við rekstrarvanda

11.7. Fyrirhuguð sameining ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest kemur fyrst og fremst til vegna harðnandi samkeppni og verri rekstrarskilyrða. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda. Meira »

Námsmenn erlendis á íslenskri framfærslu

10.7. Framfærsluviðmið námsmanna erlendis verða miðuð við Ísland, í stað búseturíkis, verði frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna samþykkt. Meira »

Stærri, sterkari, þyngri, flottari

7.7. Nýju þyrlur Landhelgisgæslunnar koma til með að auka viðbragðsgetu gæslunnar enda eru þær stærri, þyngri, hraðfleygari og búa yfir meiri flutningsgetu en forverar þeirra. Þetta segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem flaug TF-GRÓ, nýrri þyrlu Landhelgisgæslunnar, í gær. Meira »

Búa sig undir næsta skjálfta

6.7. „Þetta var rosalegur hristingur,“ segir Unnur Eggertsdóttir leikkona, sem er búsett í Los Angeles í Kaliforníu, en stórir jarðskjálftar hafa skekið ríkið undanfarna daga. Íslenskur jarðskjálftafræðingur sem býr í Kaliforníu segir ekki spurningu hvort heldur hversu stórir næstu skjálftar verða. Meira »

„Til hamingju Ísland“

5.7. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir almenningsþjóðgarðinn og Ísland allt,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um þá ákvörðun UNESCO að bæta þjóðgarðinum á heimsminjaskrá sína. Meira »

Þriðjungsfækkun frá Ameríku

4.7. Þriðjungsfækkun hefur orðið á komum ferðamanna frá Norður-Ameríku á öðrum ársfjórðungi ársins í ár, samanborið við árið í fyrra. Meira »

Ótækt að kyrrsetja eignir fyrrverandi

2.7. Það er algjör tímaskekkja og gengur þvert á hugmyndir löggjafans að kyrrsetja eignir konu, vegna rannsóknar á skattalagabrotum fyrrverandi eiginmanns hennar, þegar hún hefur ekki réttarstöðu grunaðs. Þetta segir Ásta Kristjánsdóttir, lögmaður konunnar, í samtali við mbl.is. Meira »