Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

Segir reynt að afstýra áhrifum verkfalls

12:26 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að félagið hafi í gær sent bréf til allra hópbifreiðafyrirtækja þar sem fjölmargar tilkynningar hafi borist frá félagsmönnum um „ýmiskonar tilraunir“ sem verið sé að gera til þess að „afstýra áhrifum verkfallsins“ sem hefst á föstudag. Meira »

Hryðjuverkahrós tilkynnt til lögreglu

15.3. „Haturorðræða er undanfari hatursglæpa,“ segir Sema Erla Serdar, sem segist hafa tilkynnt ummæli tveggja íslenskra karla í athugasemdakerfi Vísis til lögreglu, en þeir hrósuðu þeim sem stóðu að baki ódæðinu í Christchurch í dag. Meira »

Var ekki viðbúin dómnum

14.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi ekki átt von á niðurstöðunni sem greint var frá á þriðjudagsmorgun, er hún sjálf var stödd í Bandaríkjunum. Hvað þá því, að tveimur dögum seinna yrði hún stödd á ríkisráðsfundi á Bessastöðum, þar sem dómsmálaráðherra myndi láta af embætti. Meira »

Mótmælt á Austurvelli á ný

12.3. Mótmælendur hafa komið saman á Austurvelli síðdegis til þess að krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og til þess að mótmæla aðbúnaði umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Allt hefur farið friðsamlega fram, annað en í gær. Meira »

Buðu gestum mat fyrir að fara snemma

8.3. Hótel hafa gripið til ýmissa aðgerða til að lágmarka rask af verkfalli þerna í dag. Ferðamönnum sem yfirgáfu Hilton Nordica-hótel í morgun var boðin þriggja rétta máltíð á veitingastað hótelsins gegn því að yfirgefa herbergi sín kl. 6 í morgun. Meira »

„Misboðið“ fyrir hönd borgaranna

6.3. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Umboðsmaður sagði að honum kynni að vera „misboðið“ fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja vegna framgöngunnar. Meira »

Flóknar viðræður fram undan

28.2. Í samtali við mbl.is ræðir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir um fyrirhugaðar viðræður ríkisins um kaup á Landsneti og einnig um þriðja orkupakkann, en nú styttist í að málið verði lagt fram á Alþingi. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvenær það verður eða hvernig frumvarpið mun líta út. Meira »

Bréf Más lýsi „sjúklegri þráhyggju“

27.2. Forstjóri Samherja er ánægður með greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands en lítið hrifinn af bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra í lok janúarmánaðar. Þar segir hann mann sem „heldur að hann sé bæði guð og dómstóll“ fara með dylgjur og rangindi. Meira »

Bílstjórar utan Eflingar aki á föstudag

09:54 „Ég er búinn að vera í þessum atvinnurekstri í yfir 30 ár og tel mig nú alveg vita hverjir mega keyra og hverjir ekki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Hann segir hótunartón hafa verið í bréfi sem Efling sendi á hópferðafyrirtæki í gær og er ósammála ýmsu sem þar kemur fram. Meira »

„Ekki að tala um margra mánaða skipun“

14.3. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leggur áherslu á það að þessi þróun mála, að hún bæti dómsmálunum ofan á málefni ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sé „auðvitað tímabundin ráðstofun.“ Meira »

„Þetta bitnar á öllum“

12.3. „Þetta bitnar á öllum, ætli ríkissjóður sér ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum,“ segir Gunnþór Ingvason í samtali við mbl.is, um loðnubrest, en ljóst þykir að engin loðna verði veidd við Íslandsstrendur á þessu ári. Meira »

Gagnrýndi „fagnaðarerindi“ um miðstéttir

10.3. „Ég hef aldrei hitt afrískt miðstéttarfólk sem væri til í að borga meiri skatta. Hver trúir því að þeir sem halda í stjórnartaumana myndu nota skatttekjurnar til þess að koma þeim fátækustu til góða?“ segir fræðimaður sem telur hæpið að stækkandi miðstéttir Afríku muni leiða samfélagsbreytingar. Meira »

Félagsdómur klofinn í flóknu máli

7.3. Félagsdómur var klofinn í afstöðu sinni til þess hvort boðuð vinnustöðvun Eflingar á morgun væri ólögmæt. Meirihluti dómsins vísaði meðal annars til löggjafarvilja sem fram kom í ræðu þáverandi félagsmálaráðherra árið 1996 til þess að túlka málið. Meira »

Telur vert að kanna upplýsingagjöf SÍ

6.3. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir í bréfi til forsætisráðherra að hann telji tilefni til þess að kallað verði eftir hver var í raun hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í því að veita starfsmanni RÚV upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja. Meira »

Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð

28.2. „Nú geta arðgreiðslurnar farið að aukast, þær hafa verið svona um einn og hálfan milljarð en við höfum talað um að þær færu stigvaxandi á nokkrum árum og komist upp í 10-20 milljarða þar sem þær gætu haldist,“ segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar í samtali við mbl.is. Meira »

Veikindalisti hafi ekki hangið uppi

26.2. „Þetta er náttúrulega listi sem lá inni á skrifstofu yfirmanns og hékk ekki neins staðar uppi, þannig að það eru rangfærslur í þessari frétt,“ segir framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem reka meðal annars Grand hótel. Meira »