Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Boeing greiðir flugfélögum háar bætur

18.7. Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag um 6,6 milljarða dala kostnað sem fyrirtækið verður fyrir á öðrum ársfjórðungi vegna vandræðanna langdregnu með 737 MAX-þotur fyrirtækisins. 4,9 milljarðar dala fara í skaðabætur til flugfélaga um víða veröld. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

15.7. Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Þetta er frægt svindl í Evrópu“

11.7. Fimm mál eru á borði lögreglu tengd erlendum vegagerðarmönnum, sem hafa farið um á Suðurlandi og Vesturlandi undanfarið og boðið fram þjónustu sína. Varðstjóri á Suðurlandi segir að svindl eins og mennirnir virðist hafa stundað hér á landi sé „frægt“ erlendis. Meira »

„Þetta snýst bara um peninga“

10.7. „Menn hafa bara ekki náð saman um verðmæti. Þetta snýst um það,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, um þau tíðindi að samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis hafi verið settar á ís, eftir að hafa staðið yfir með formlegum hætti í tæpt ár. Meira »

„Beinn ásetningur“ ekki til staðar

9.7. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir ekkert hafa fram komið sem bendi til þess að „beinn ásetningur“ Vigfúsar Ólafssonar hafi verið að bana þeim tveimur manneskjum sem létust í eldsvoðanum í húsi hans á Selfossi 31. október síðastliðinn. Meira »

Hvað verður um þessa flugvél?

8.7. Útlit er fyrir að enn sé langt í að niðurstaða fáist í deilu ALC og Isavia um kyrrsetningu flugvélarinnar TF-GPA, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli síðan í mars. Ný aðfararbeiðni ALC í málinu verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Meira »

Gefa ekki út heilbrigðisvottorð

4.7. Vinnumálastofnun gefur starfsmannaleigum ekki „heilbrigðisvottorð“, segir forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir. Einn stofnanda Eldum rétt sagði að fyrirtækið hefði treyst því að Menn í vinnu væru með allt á hreinu, þar sem þeir hefðu uppfyllt kröfur Vinnumálastofnunar í upphafi árs. Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

19.7. „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

17.7. Hvít efni, amfetamín og kókaín, fundust í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður segir að um rúmlega 100 gr. af fíkniefnum sé að ræða. Meira »

Íslenskt verðlag helsta umkvörtunarefnið

15.7. Tæpur helmingur ferðamanna, sem komu hingað til lands á síðasta ári og tóku þátt í könnun Ferðamálastofu um upplifun sína hér á landi, telur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Meira »

Stríðsglæpamaður eða úrvalsdáti?

10.7. Edward Gallagher, undirforingi í úrvalssveit bandaríska sjóhersins, Navy SEAL, var í síðustu viku sýknaður af ákæru um morð og stríðsglæpi, eftir ótrúleg réttarhöld þar sem lykilvitni í málinu sneri við fyrri vitnisburði sínum gegn undirforingjanum. Meira »

Kjötiðnaðarsamruni virðist úr sögunni

9.7. Samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis hafa verið settar á ís og ekki er útlit fyrir að þeim verði haldið áfram „nema einhver nýr vinkill komi á málið.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Norðlenska. Meira »

Fékk fimm ár fyrir brunann á Selfossi

9.7. Vigfús Ólafsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að valda eldsvoða í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi 31. október síðastliðinn, en tvær manneskjur létust í brunanum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands rétt í þessu. Meira »

Hlífði Beastie Boys við slúðurpressunni

7.7. Þjóðverjinn Klaus Ortlieb hefur verið í hótelbransanum í um það bil fjóra áratugi og fátt ef nokkuð kemur honum lengur á óvart. Líf hans er fullt af sögum. Kurteislegt skammarbréf sem hann ritaði hljómsveitinni Beastie Boys fyrir röskum þremur áratugum hangir núna á listasafni í New York. Meira »

Búið að hækka varnargarða við Múlakvísl

4.7. Miðað við vatnsmagnið sem safnast hefur saman í sigkötlum Mýrdalsjökuls gæti stærð hlaups í Múlakvísl á næstu vikum orðið allt að helmingurinn af hlaupinu sem varð árið 2011, þegar brúin á þjóðveginum yfir Múlakvísl eyðilagðist. Meira »