Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

„Hjartnæm og alvöruþrungin athöfn“

11.11. „Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að eins mikill harmleikur og fyrri heimsstyrjöldin endurtaki sig ekki,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem sótti í dag minningarathöfn um styrjöldina og friðarráðstefnu í París ásamt tugum annarra þjóðarleiðtoga. Meira »

„Ekki tímabær vaxtahækkun“

7.11. „Eins og við bjuggumst við var harður tónn í yfirlýsingunni en það eru veruleg vonbrigði að vextir séu hækkaðir nú þegar mikil óvissa er um horfurnar í efnahagslífinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um vaxtahækkun Seðlabankans. Meira »

Aðkoma einkaaðila flýti framkvæmdum

6.11. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um PPP-félög, samvinnufélög ríkisins og einkaaðila, sem munu koma að og flýta einhverjum framkvæmdum í vegakerfinu sem eru á samgönguáætlun. Meira »

Búið að vera of ódýrt að fljúga

5.11. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var starfandi forstjóri lággjaldaflugfélagsins Iceland Express þegar að WOW air tók yfir flugáætlun félagsins í október árið 2012 og þekkir vel til flugrekstrar. Hann segir að yfirtaka Icelandair Group á WOW air í dag komi honum ekki endilega á óvart. Meira »

Aðalmeðferð í lok mánaðar

1.11. Aðalmeðferð í peningaþvættismáli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fer fram 29. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Rússíbani fyrir viðkvæma rithöfundarsál

31.10. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur segir að það verði fínt að koma heim í hversdagsleikann síðar í dag, enda hafi nokkuð tilstand og álag fylgt verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í gærkvöldi. Bókmenntaverðlaunin eru henni hvatning inn í nýtt líf sem atvinnurithöfundur. Meira »

Dregur sekt Møller Olsen í efa

29.10. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsen fyrir Landsrétti, sagði í munnlegum málflutningi sínum að „uppleggið hjá ákæruvaldinu“ og þeim sem rannsökuðu morðið á Birnu Brjánsdóttur hefði verið að þar sem Thomas hefði eytt tíma í að þrífa Kia Rio-bílaleigubílinn, hlyti hann að vera sekur. Meira »

Breytir engu í framburði sínum

29.10. Thomas Møller Olsen kom fyrir Landsrétt í morgun og staðfesti þar þann framburð sem hann veitti fyrir dómi í héraði. Hann sagðist engu vilja bæta við, né breyta. Skýrslutökum í málinu er nú lokið. Meira »

Gerir viðræður „flóknari og erfiðari“

7.11. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti og segir í yfirlýsingu að ákvörðunin muni ekki verða til þess að auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Vaxtahækkunin „mikil vonbrigði“

7.11. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að nú þegar fjárfestingarvöxtur sé farinn að minnka og farið sé að hægja á í hagkerfinu, séu það „mikil vonbrigði að það sé verið að hækka vexti á fólk og fyrirtæki á sama tíma.“ Meira »

Fjandsamlegt framferði verði ekki liðið

6.11. „Við viljum að sjálfsögðu passa upp á að allt starf Pírata geti verið laust við svona fjandsamlega hegðun sem hrekur fólk í burtu,“ segir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Drög að verklagsreglum flokksins um bann við einelti og kynferðislegri áreitni voru til umfjöllunar á fundi í gærkvöldi. Meira »

Ekki sjálfsagt að sæðið standi sig

4.11. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa sett af stað nýja herferð til þess að hvetja karlmenn til þess að eignast börn áður en það verði um seinan. Karlar eru varaðir við því að taka því sem gefnu að sæðisfrumur þeirra séu vel syndar og frjósamar. Meira »

Ekki megi glutra árangrinum niður

1.11. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, beindi því til verkalýðsleiðtoga á opnum fundi í Hörpu í morgun að kominn væri tími til að prófa að semja um hóflegar launahækkanir í næstu kjarasamningum. Hann segir að SA og verkalýðsfélög ættu að taka saman höndum við húsnæðisuppbyggingu. Meira »

Stjórnmálaelítan fékk hvatningu frá Höllu

31.10. Benedikt Erlingsson segist í samtali við mbl.is líta á sig sem ríkjandi Norðurlandameistara í kvikmyndagerð, en Kona fer í stríð hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Ósló í gærkvöldi. Hann segir það ánægjulegt vandamál hvað kvikmyndin sé búin að vera frek á tíma sinn. Meira »

Refsing héraðsdóms „síst of þung“

29.10. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í munnlegum málflutningi sínum í máli Thomasar Møller Olsen nú síðdegis, að sönnunargögn málsins sýndu að enginn skynsamlegur vafi væri uppi um hvort Thomas hefði svipt Birnu Brjánsdóttur lífi. Því bæri Landsrétti að sakfella hann. Meira »

Létu bóka beiðni um virðingu

26.10. Umsögn borgarlögmanns um fylgni við innkaupareglur í samningum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100 var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Fulltrúar minnihlutans mótmæltu áliti borgarlögmanns og Vigdís Hauksdóttir sagði embætti borgarlögmanns „verja braggaskandalinn“. Meira »