Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

í gær Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

í gær Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16.10. Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Lagaheimild fyrir tryggingargreiðslu

11.10. „Þetta er niðurstaða dómstólsins og þá er ekkert við því að segja,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá tilhögun að Sindri Þór Stefánsson hafi reitt fram tryggingarfé til að losa sig undan farbanni, eins og heimild er fyrir í lögum. Meira »

Hörð keppni í Bikiníbotnum

10.10. Um síðustu helgi voru hundruð Íslendinga staddir á akstursíþróttasvæðinu að Bikiníbotnum, sem er nærri borginni Dyersburg í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar tóku tíu íslensk lið þátt í torfærukeppni, auk tveggja liða frá Bandaríkjunum. Meira »

Barn í geðrofi vistað í fangaklefa

10.10. Síðustu helgina í september var 17 ára gamalli stúlku í geðrofi vísað frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og hún vistuð í fangaklefa næturlangt, þar sem hún var sögð of veik til þess að leggjast inn, bæði á geðsvið og barnadeild sjúkrahússins. Meira »

Orkudrykksauglýsingar bannaðar

8.10. Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Fitness Sport ehf., sem markaðssetur orkudrykkinn Ripped, að nota fullyrðingar um virkni innihaldsefna orkudrykksins og vinsældir hans í auglýsingaefni sínu á samfélagsmiðlum, þar sem fullyrðingarnar þykja ósannaðar. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

24.9. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

í gær Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

17.10. Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stjórnarmyndun er ekki í augsýn

14.10. „Ég gerði hvað ég gat í þessari umferð, en nú er það ekki lengur ég sem ber ábyrgð á þessu ferli,“ sagði Ulf Kristersson, formaður Moderatarna í samtali við fjölmiðla fyrr í dag, eftir að ljóst varð að hann myndi afsala sér umboði til þess að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira »

Hæstiréttur staðfesti ljósmæðradóm

11.10. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí í fyrra, þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Meira »

Mesti sigur sem hægt var að vinna

10.10. Hæstiréttur Frakklands kvað í dag upp dóm í hópmálsókn kvenna gegn þýska vottunarfyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins. Niðurstaðan er jákvæð fyrir þær 204 íslensku konur, sem eiga þátt í annarri hópmálsókn á hendur fyrirtækinu. Meira »

Hafinu stafar hætta af hlýnun jarðar

8.10. Hafið súrnar og afleiðingar þess eru óæskilegar, rétt eins og hlýnun þess og andrúmsloftsins alls á jörðinni. Mannkynið hefur 10-12 ár til þess að bregðast við, breyta lífsháttum sínum og minnka losun, segir breskur sérfræðingur sem hélt erindi í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í dag. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

24.9. „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

24.9. Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »