Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

Brunninn bíll fæst ekki bættur

15.6. Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hefur verið sýknað af kröfu konu sem vildi að tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu vegna brunatjóns á bifreið hennar. Eldur barst í bíl konunnar frá annarri bifreið sem varð eldi að bráð á bílastæði fyrir utan heimili hennar á milli jóla og nýárs árið 2016. Meira »

„Reynt að finna sök hjá öðrum“

14.6. Páll Magnússon segir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reyna að finna sök hjá öðrum varðandi klofning flokksins í sveitarfélaginu, fremur en að axla ábyrgð á eigin mistökum. Þetta segir Páll í orðsendingu til mbl.is. Hann segist hafa ákveðið að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Eyjum. Meira »

Kosningakærum í Árneshreppi hafnað

13.6. Tveimur kærum sem bárust vegna sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi hefur verið hafnað. Kærurnar bárust sýslumanninum á Vestfjörðum eftir kosningar og hann skipaði þriggja manna kjörnefnd, sem hefur nú hafnað kröfum kærenda um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í hreppnum. Meira »

Vilja draga úr fjölda bílferða

12.6. Nýr meirihluti í Reykjavík hefur það að markmiði að draga úr fjölda þeirra bílferða sem farnar eru innan borgarmarkanna á degi hverjum. Þetta segir Líf Magneudóttir, oddviti og borgarfulltrúi Vinstri grænna, í samtali við blaðamann mbl.is. Meira »

Ráðast strax í að einfalda kerfið

12.6. „Ég er ánægðust með samhljóminn og samtóninn í nýja meirihlutanum, af því að fyrir framan okkur eru fjögur ár af bara hellings verkefnum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og nýr formaður borgarráðs Reykjavíkur. Meira »

Yfirstjórn þjóðgarðsins skipt út

12.6. Samskiptaleysi og trúnaðarbrestur á milli framkvæmdastjóra og stjórnar hefur leitt til þess að Vatnajökulsþjóðgarður hefur skuldbundið sig fram úr hófi, segir m.a. í úttekt Capacent á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs, sem birt var í gær. Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður hafa hætt störfum. Meira »

Frænka henti fornum munum

11.6. Eigandi fornra gripa sem bárust Þjóðminjasafni Íslands frá Nytjamarkaði Góða hirðisins á dögunum virðist fundinn. Leikstjórinn Arró Stefánsson greindi frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að gripirnir séu í hans eigu og að frænka hans hafi hent þeim er hún var að taka til í geymslunni. Meira »

Opnaði „taproom“ á Egilsstöðum

5.6. Friðrik Bjartur Magnússon, yfirbruggari brugghússins Austra á Egilsstöðum, og Páll Edwald vinur hans opnuðu í byrjun apríl bar í húsakynnum brugghússins, sem ber nafnið Askur Taproom. Meira »

Klár í að veita öflugt aðhald

14.6. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við blaðamann mbl.is að hann sé farinn úr stjórnum allra fyrirtækja nema síns eigin eignarhaldsfélags og dótturfyrirtækja þess. Þá segir hann ekkert annað standa til hjá sér en að starfa sem borgarfulltrúi allt kjörtímabilið. Meira »

Staða Páls sem þingmanns óbreytt

14.6. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að staða Páls Magnússonar sem þingmanns flokksins í Suðurkjördæmi sé óbreytt, eftir að honum var vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Meira »

Hafna mengandi stóriðju í Helguvík

13.6. Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynnti í hádeginu málefnasamning sinn fyrir kjörtímabilið. Í samningnum segir að mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ kalli á aukna þjónustu og hraða innviðauppbyggingu og að þeirri þörf sé brýnt að mæta. Meira »

Sáttmálinn „Píratalegur“

12.6. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og nýr forseti borgarstjórnar, er mjög ánægð með meirihlutasáttmálann í borginni og segir hann á margan hátt mjög Píratalegan. Meira »

Borgarlína „lykilmál“

12.6. Sú krafa kom ekki upp í meirihlutaviðræðum í Reykjavík að Dagur B. Eggertsson yrði ekki borgarstjóri. Hann segir í samtali við mbl.is að borgarlína verði forgangsmál meirihlutans og að barnmargar fjölskyldur muni finna fyrir boðuðum breytingum á systkinaafslætti. Meira »

Athugasemdum um hæfi vísað á bug

11.6. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur brugðist við erindi Skipulagsstofnunar, þar sem hún var meðal annars beðin um að svara spurningum um hæfi fulltrúa í hreppsnefndinni, tilboð framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar um samfélagsverkefni í sveitarfélaginu og aðkomu Vesturverks að aðalskipulagsbreytingum. Meira »

Vill setja strætó í sparifötin

5.6. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sat í dag sinn síðasta fund í borgarstjórn Reykjavíkur, í bili hið minnsta, en Kjartan hefur setið í borgarstjórn óslitið frá árinu 1999 og verið varaborgarfulltrúi frá árinu 1994. Hann lagði til í dag að fánar yrðu settir á strætisvagna á tyllidögum. Meira »

Allir þurfa að róa í sömu átt

4.6. „Það þarf að vera sátt um að róa í sömu átt, pólitískt og það þarf að verða árangur í samráði við ansi marga á leiðinni,“ segir Óli Halldórsson formaður nýskipaðrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Meira »