Arnar Þór Ingólfsson

Arnar Þór er blaðamaður á mbl.is og hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá árinu 2017. Áður hafði hann starfað sumarlangt sem blaðamaður hjá Austurfrétt á Egilsstöðum. Arnar Þór útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og er að ljúka framhaldsnámi í stjórnmálafræði við Árósaháskóla.

Yfirlit greina

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

í gær Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

18.7. Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

„Mjög mosavaxið á þessari leið“

15.7. Lögreglan á Suðurlandi hefur unnið að því í dag að koma bílum sem óku utan vegar og festu sig, í grennd við fjallið Loðmund norðan Kerlingarfjalla, upp úr drullunni og af svæðinu. Formaður umhverfisnefndar 4x4-klúbbsins segir mikinn mosa á þessu svæði og að sár eftir utanvegaakstur séu áberandi. Meira »

Innkölluð lyf almennt ekki endurgreidd

12.7. Lyfsölum hérlendis er óheimilt lögum samkvæmt að taka við áður útgefnum lyfjum, jafnvel þrátt fyrir að lyfin hafi verið innkölluð. Neytendur geta því sem sakir standa almennt ekki fengið lyf endurgreidd, þrátt fyrir að umrædd lyf séu tekin úr sölu í apótekum. Meira »

Reglan verið að menn sæti farbanni

6.7. „Séu menn ekki í farbanni eða gæsluvarðhaldi er auðvitað sú hætta fyrir hendi að þeir geti farið úr landi áður en framsalmálið er til lykta leitt,“ segir í svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is. Pólskur ríkisborgari, sem yfirvöld þar vilja fá framseldan, er ekki lengur í farbanni. Meira »

Málmtæring olli þyrluslysinu

5.7. Málmtæring í gírkassa olli því að þyrla af gerðinni Airbus H225 Super Puma hrapaði við Turøy í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að 13 létust. Ekki var um mannleg mistök að ræða, samkvæmt lokaskýrslu rannsóknarnefndar. Landhelgisgæslan fær tvær þyrlur af þessari tegund afhentar á næstunni. Meira »

Kjaraþróunin í takt við aðra BHM-hópa

3.7. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í viðtali við mbl.is að það sé rangt sem fram hafi komið að samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð til þess að semja um kjör ljósmæðra. Hann segist einnig eiga erfitt með að skilja það þegar hann er sakaður um „einhverja sérstaka óbilgirni“. Meira »

Neituðu sök vegna innherjasvika

28.6. Mál þriggja manna sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum tengdum Icelandair Group hf. var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir þeirra lýstu sig þar saklausa af ákæruefnum. Meira »

Gerðardómur eins og happadrættismiði

19.7. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram áður felldan samning. Meira »

Virðingarvottur við baráttufólkið

18.7. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er mættur á Þingvelli þar sem hátíðarfundur Alþingis fer fram í dag. Hann segir athöfnina á Þingvöllum í dag að sínu mati fyrst og fremst vera virðingarvott við fólkið sem færði Íslendingum fullveldið. Meira »

„Sum hjólför hverfa ekki“

15.7. Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

„Nú er orðið fátt um fína drætti“

11.7. Samninganefnd ljósmæðra hafnaði tillögu samninganefndar ríkisins á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk rétt fyrir klukkan 16 án nokkurrar niðurstöðu. Formaður samninganefndar ríkisins segir niðurstöðuna „veruleg vonbrigði“. Meira »

„Strax byrjuð að lesa skýrsluna“

5.7. Landhelgisgæslan fær á næstunni afhentar tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur, en þyrla sömu tegundar hrapaði fyrirvaralaust árið 2016 við Turøy í Hörðalandi. Í dag skilaði rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi lokaskýrslu sinni um slysið. Gæslan mun grandskoða efni hennar. Meira »

Í framsalsferli en ekki í farbanni

4.7. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafnaði beiðni ríkissaksóknara um að pólskur karlmaður sæti áfram farbanni hér á landi. Pólsk yfirvöld hafa lagt fram beiðni um að fá manninn framseldan til heimalandsins og meðferð framsalsbeiðninnar er enn ólokið. Meira »

Barnabókum skilað 46 árum of seint

28.6. Tveimur barnabókum var skilað á Borgarbókasafnið í Gerðubergi í dag, rúmum 46 árum of seint, en samkvæmt útlánsspjaldi bókanna átti að skila þeim 4. febrúar árið 1972. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

24.6. Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »