Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Þorgerður Anna hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá 2017, fyrst á menningardeild og síðan á almennri fréttadeild. Hún hafði áður setið í ritstjórn Stúdentablaðsins og útskrifaðist með B.A. gráðu í ensku og þýðingafræði við Háskóla Íslands árið 2018.

Yfirlit greina

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

í fyrradag „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

165 Austfirðingar sátu fastir í Ölpunum

14.1. „Við áttum að fljúga frá Zürich klukkan 13 í dag, beint á Egilsstaði, en það varð allt ófært þá leiðina í gærkvöldi,“ segir Hákon Ernuson, sem staddur er í skíðaferðalagi í bænum Livigno á Ítalíu ásamt 164 öðrum Austfirðingum. Meira »

Ekki allir geta talað um þetta heima

13.1. Arnrún fékk hugmyndina ásamt vinkonu sinni, Helgu Østerby Þórðardóttur, síðastliðið haust. „Við erum báðar með kvíðaröskun og vorum að ræða af hverju ekki væru til fundir fyrir fólk með andlega kvilla,“ segir Arnrún. Meira »

Sérsveitin mætt til München

10.1. „Við verðum á áhorfendasvæðinu og ætlum að koma fólkinu í gír svo það komi vel stemmt inn í leikinn,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni Bongó, sem er staddur í München í Þýskalandi þar sem íslenska handboltalandsliðið keppir sinn fyrsta leik á HM í handbolta 2019 á morgun. Meira »

„Láta ráðið ekki berja á sér lengur“

26.12. „Þeir hefðu átt að vera búnir að þessu fyrir löngu,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., um ákvörðun Japana um að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hann telur ekki að ákvörðunin muni hafa áhrif á hvalveiðar hér á landi. Meira »

90% umferðar um Vaðlaheiðargöng

26.12. „Fyrsta sólarhringinn fóru um 3.000 bílar um göngin miðað við þúsund bíla sem fóru um Víkurskarð daginn áður,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., í samtali við mbl.is um umferð í göngunum frá því þau voru opnuð 21. desember. Meira »

Sammannleg hátíð ótengd trú

24.12. „Jólin eru ævaforn hátíð sem tengist kristinni trú ekki beint frekar en öðrum lífsskoðunum,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, aðspurður um jólahald félagsfólks í Siðmennt. Meira »

Vilja fæða 20.000 börn í Jemen

19.12. „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

í fyrradag Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

„Hlýtur að hafa gengið á annars staðar“

14.1. „Ég ætla að tala við lögfræðing í dag og sjá hvernig málið stendur gagnvart mér,“ segir Carmen Jóhannsdóttir, sem steig fram og sagði frá áreitni af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, í Stundinni fyrir helgi. Meira »

Króatar fái ekki yfirhöndina í stúkunni

11.1. „Það bætist sífellt í hópinn og nú styttist í leikinn, ég myndi halda að hingað væru komnir þrjú til fjögur hundruð manns,“ segir Benni Bongó, forsvarsmaður Sérsveitarinnar sem heldur uppi stemmningu í Ólympíuhöllinni í München fyrir leik Íslands og Króatíu sem hefst nú klukkan 17. Meira »

Samdi lag í tæknifrjóvgunarferlinu

10.1. „Ég hugsaði að ef ég gæti notað þetta lag til að auka umtal og jafnvel fá stjórnvöld til að endurskoða þessa ákvörðun væri það frábært,“ segir Björn Þór Ingason sem samdi lag þegar hann og eiginkona hans voru í miðri tæknifrjóvgunarmeðferð fyrir nokkrum árum og ákvað að deila á Facebook í kjölfar frétta af nýrri reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna kostnaðar við tæknifrjóvganir. Meira »

Hlaupa 14 kílómetra að 13 kirkjum

26.12. „Við fórum að æfa þennan dag og hlaupa til að safna kirkjum, reyna að hlaupa framhjá fleiri og fleiri kirkjum og þetta fór út í slíkar öfgar að menn voru farnir að hlaupa alltof langt,“ segir Ólafur Örn, formaður Trimmklúbbs Seltjarnarness sem stóð fyrir árlegu Kirkjuhlaupi TKS í áttunda sinn í dag. Meira »

Lentu þrátt fyrir stormviðvaranir

25.12. „Þeir hafa verið þeir einu sem treystu sér niður,“ segir verkefnastjóri Flugklasans AIR 66N, um vél breska flugfélagsins Titan Airways sem lenti á Akureyrarflugvelli á aðfangadag. Samkvæmt vef Isavia var vélin sú eina sem lenti á flugvellinum á Akureyri í gær. Meira »

„Meira en bara þurrt salat“

23.12. „Það sem mér finnst mikilvægast er að vera tilbúin til að prófa, að vera ekki hrædd við ný hráefni, ný brögð og nýjar aðferðir. Það er lykilatriði,“ segir Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, sem ásamt kærasta sínum opnaði vefsíðuna grænkerar.is í nóvember. Meira »

Kúrdar og arabar fái kennslu á sínu máli

18.12. „Mér finnast þessir einstaklingar ekki hafa fengið nægilega skýra fræðslu og skýrar leiðbeiningar. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, þeim hefur ekki tekist að koma sér þangað því þá vantar upplýsingar á sínu tungumáli,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »