Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Þorgerður Anna hefur starfað sem blaðamaður á miðlum Árvakurs frá 2017, fyrst á menningardeild og síðan á almennri fréttadeild. Hún hafði áður setið í ritstjórn Stúdentablaðsins og útskrifaðist með B.A. gráðu í ensku og þýðingafræði við Háskóla Íslands árið 2018.

Yfirlit greina

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

Í gær, 19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

í fyrradag Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

13.11. María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjarlægt um leið og öryggi verður tryggt

6.11. „Um leið og það er orðið öruggt verður skipið fjarlægt. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja að það sé öruggt að það verði ekki fyrir hnjaski á leiðinni á þann stað sem það fær meira viðhald,“ segir hafnarstjórinn Halldór Karl. Meira »

Gæta ýtrustu varkárni í Helguvík

5.11. „Nú er verið að vinna við olíudælingu og í kringum hana eru ýmis rokgjörn efni sem meðal annars geta valdið íkveikju- og sprengjuhættu. Við erum að vinna á öryggissvæði NATO og á einni helstu olíubirgðaflutningastöð landsins,“ segir Halldór Karl, hafnarstjóri í Reykjanesbæ. Meira »

Vilja ekki í skólann vegna vegarins

2.11. Borið hefur á því að börn í Húnaþingi vestra vilji ekki fara í skólann því þau treysti sér ekki í ferðalagið með skólabílnum til Hvammstanga, en ástandið á þjóðvegi 711, Vatnsnesvegi, hefur farið versnandi undanfarin ár. Meira »

Heildarlausn í stað bútasaums

29.10. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir lengi hafa verið bent á hve brýnt sé að gera úrbætur á Reykjanesbraut og að svo tíð alvarleg slys, líkt og varð í gærmorgun, séu ólíðandi. Meira »

Stjórnarráðskonur ganga út með Katrínu

24.10. „Alþingi er í sérstakri stöðu sem vinnustaður og hér verður þingfundi lokið klukkan 14:55,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Hér í Stjórnarráðinu hef ég sent öllu mínu starfsfólki bréf þar sem konur eru hvattar til þess að yfirgefa staðinn ásamt mér og mæta á Arnarhól.“ Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

í fyrradag „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

í fyrradag „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar sé einhver lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi á Vatnsnesvegi. Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

12.11. Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Þurfa að fjarlægja spilliefni

6.11. Nú hefur stærstum hluta olíunnar verið dælt úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík og þegar önnur spilliefni hafa verið fjarlægð gerir Umhverfisstofnun ráð fyrir því að draga sig í hlé og fylgjast með af hlíðarlínunni. Meira »

Niðurstaðan auðveldar verkið

4.11. „Mér líst vel á niðurstöðuna og þrátt fyrir að við hefðum viljað fá 50% þátttöku þá er niðurstaðan mjög afgerandi. Það er gott fyrir bæjarstjórn og auðveldar henni verk sitt,“ segir forseti bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs. Meira »

Vitum ekki hvar verður næst slys

29.10. Samgönguráðherra segir eðlilegt að þrýstingur á úrbætur aukist í kjölfar alvarlegra slysa en segir mikilvægt að horft sé á stóru myndina. Núverandi samgönguáætlun sé heildstæð og þar sé meðal annars kveðið á um tvöföldun Reykjanesbrautar. Meira »

Ekki nógu hratt brugðist við

29.10. „Við erum auðvitað harmi slegin yfir þessu slysi. Þetta verður rætt á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag, eins og margoft áður, og ég reikna með því að við munum álykta um þetta saman,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

22.10. Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »