Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Kennarar bera kerfið uppi

Í gær, 13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Serótónín seldist upp

10.1. Fyrsta upplag nýjustu bókar franska rithöfundarins Michel Houellebecq, Sérotonine, er uppselt og önnur prentun á leiðinni. Hún er strax komin á topp bóksölulista en tæp vika er frá útgáfu hennar. Forlagið er að skoða útgáfu hennar á íslensku en ekki liggur fyrir hvenær hún verður gefin út á Íslandi. Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

9.12. Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

Fékk öruggt rými til að verða hún sjálf

2.12. Mér leið ekki vel í skóla og var ekki sterk félagslega, segir Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir framhaldsskólanemandi. Hún lýsti á fundi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hvernig starf unglingasmiðju umbylti lífi hennar. Þar hafi hún fengið öruggt rými til að verða hún sjálf að nýju. Meira »

Bara tæpir 130 km eftir

2.12. Einar Hansberg var ótrúlega hress þegar blaðamaður mbl.is kom við Crossfit Reykjavík um sex leytið í morgun. Þá hafði hann lagt að baki rúmlega 370 kílómetra af þeim 500 sem hann ætlar að róa til styrktar Kristínu Sif og fjölskyldu. Meira »

Dæmd fyrir kynferðislega áreitni

30.11. Egypsk kona sem birti myndskeið í maí af kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í banka hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að deila falsfréttum og fyrir að hafa ætlað sér að skaða egypska ríkið með dreifingu ósæmilegs efnis. Ljósainnsetningin Lýsum upp myrkrið verður sett í dag. Meira »

Fíknimálin á jaðri jaðarsins

22.11. Geðheilbrigðismál hafa verið og eru jaðarsett í heilbrigðisumræðunni og -þjónustunni og innan geðheilbrigðisþjónustunnar hafa fíknimálin verið jaðarsett. „Það má segja að fíknimálin séu á jaðri jaðarsins,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Heppni að ekki hafi orðið stórslys

11.11. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur óskað eftir því við landlækni að embættið rannsaki hvers vegna Sjúkrahúsið á Akureyri vísaði barni í geðrofi frá. Verið sé að taka mikla áhættu með því að vista börn í fangaklefum og slíkt eigi aldrei að gerast. Meira »

Úrræði fyrir ungmenni til skoðunar

14.1. Eitt af því sem rætt verður í nýjum stýrihópi í málefnum barna er að koma á laggirnar úrræði fyrir ungmenni sem þurfa á stuðningi að halda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að hann bindi vonir við að stjórnvöld geti unnið með grasrótarsamtökum við að stofna slíkt úrræði. Meira »

Kom þeim algjörlega í opna skjöldu

30.12. Að opna umræðu og vinna að forvörnum eru fyrstu skrefin í þjóðarátakinu gegn fíkniefnum segir fjölskylda ungs manns sem lést af völdum lyfjaeitrunar. Í ár hafa yfir 50 dauðsföll komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Meira »

Fengu lögbann á starfsemina

6.12. Íbúar í nágrenni húss sem hýsa átti heimili fyrir ungmenni í vanda kröfðust þess að sett yrði lögbann á starfsemina áður en nokkurt barn náði að flytja inn. Sýslumaður samþykkti kröfuna á föstudaginn en til stóð að þangað flyttu börn á næstu vikum. Meira »

Ná bata á nokkrum dögum?

2.12. Er hægt að lækna fólk af OCD eða þráhyggjuárátturöskun á fjórum dögum? Svo virðist vera því samkvæmt norskri meðferð sem hefur verið beitt á undanförnum fjórum árum hafa 70% þeirra sem hafa tekið þátt þar og á Íslandi náð bata. Meðferðin er niðurgreidd af ríkinu í Noregi en ekki hér á Íslandi. Meira »

Hræðslan horfin

1.12. „Ég hef orðið fyrir svo mörgum árásum að ég er ekki hrædd lengur,“ segir Vitalina Koval, 28 ára gömul úkraínsk baráttumanneskja fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa upp myrkrið á Hallgrímskirkju. Meira »

Gröf óþekkta flóttamannsins

24.11. Í kirkjugarðinum í Catania hvíla 260 óþekktir flóttamenn. Oft gengur illa að bera kennsl á þá sem farast á flóttanum, ekki síst vegna þess hversu margir eru skilríkjalausir og einir á ferð. Rauði krossinn í Catania er farinn að safna lífsýnum þeirra með aðstoð lögreglunnar. Meira »

„Mín ítalska móðir“

15.11. Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr foreldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. UNICEF, í samstarfi við umboðsmann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á ítölsku móðurinni fyrir börn sem eru fylgdarlaus á flótta. Meira »

„Ég er á lífi“

10.11. „Ég stóð vart undir mér lengur vegna vannæringar og ég hefði alveg eins getað verið dauð. Enda þráði ég að deyja og taldi að það væri eina lausnin til þess að losna úr þessu helvíti. Ég var lifandi dauð,“ segir Fatou Sanneh, flóttamaður frá Gambíu sem komst við illan leik til Sikileyjar. Meira »