Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Börn eru alltaf börn

20.3. Þrátt fyrir að réttindi barna séu almennt vel tryggð á Norðurlöndunum er víða pottur brotinn hjá barnaverndaryfirvöldum að tryggja rétt barna sem eru á flótta og hafa sótt um alþjóðlega vernd. Meðal annars þarf að koma í veg fyrir að þau „týnist“ í kerfinu líkt og bent er á í nýrri skýrsu UNICEF. Meira »

„Ég trúi því ekki að við séum á lífi“

13.3. Íbúar Austur-Ghouta, sem hafa verið fluttir á brott af svæðinu, óttast um ættingja sína sem enn eru á átakasvæðinu. Ein þeirra hefur ekki hitt dóttur sína í mánuð en þau reyndu að finna hana án árangurs. „Ég gat ekki tekið hana með mér né kvatt hana,“ segir hún. Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á sjúkrahús

11.3. Allir þeir sem voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstri skammt fyrir austan Kirkjubæjarklaustur síðdegis voru fluttir af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega þeir eru slasaðir en þeir voru allir með meðvitund á slysstað. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

18.2. Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

17.2. Hann er rúmlega tvítugur og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Íbúðagötur víða ófærar

7.2. Mjög skóf í nótt og eru íbúðagötur víða ófærar í höfuðborginni. Að sögn Halldórs Ólafssonar, verkstjóra snjóruðnings í Reykjavík, er afar þungt færi víða og þurfti að aðstoða marga við að komast leiðar sinnar í nótt. Útlit er fyrir að umferðin muni ganga mjög hægt vegna slæmrar færðar. Meira »

Þæfingur í íbúðagötum

6.2. Unnið hefur verið að hreinsun gatna og stíga í Reykjavík nánast sleitulaust síðan í gærmorgun. Öll tæki eru við mokstur þessa stundina og helstu leiðir vel færar. Aftur á móti gæti verið þæfingur í íbúðagötum, að sögn verkstjóra á framkvæmdasviði borgarinnar. Meira »

Fer að skána um hádegi

2.2. Vonskuveður er víða á landinu og fjölmargar leiðir lokaðar. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið fari að skána um hádegi en versni aftur síðar í dag. Mjög hvasst hefur verið á Vesturlandi og Norðurlandi vestra síðustu tímana. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

18.3. Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

Alls ekki hættulausar aðgerðir

11.3. Tvö dauðsföll hafa orðið á þessu ári í kjölfar offituaðgerða á Íslandi. Báðar aðgerðirnar voru gerðar á einkastofu en slíkar aðgerðir eru alls ekki hættulausar þrátt fyrir að fylgikvillar séu ekki algengir. Meira »

Kvalirnar eru ólýsanlegar

5.3. Í nótt dóu að minnsta kosti 14 almennir borgarar í árásum á Ghouta í Sýrlandi. Flestir dóu af völdum áverka sem þeir hlutu eftir að stjórnarherinn varpaði járntunnum fullum af nöglum, olíu og öðrum skaðlegum efnum á íbúana. Kvalirnar eru ólýsanlegar segja þeir sem lifa af slíkar árásir. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

18.2. Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Var með barnið á heilanum

17.2. Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Fallið heldur áfram

6.2. Nikkei-hlutabréfavísitalan fylgdi í kjölfar Dow Jones í morgun með mikilli lækkun en sú fyrrnefnda lækkaði um 4,73%. Fyrr um daginn hafði lækkunin numið allt að 7%. Þetta er mesta verðlækkun hlutabréfa í Japan frá því daginn sem Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna, í nóvember 2016. Meira »

Færð getur spillst fljótt

5.2. Vonskuveður er að skella á víðast hvar á landinu og má búast við því að færð geti spillst á næstu klukkutímum. Í Reykjavík var byrjað að salta og sandbera klukkan 4 í nótt og eru menn sem starfa við snjóruðning við öllu búnir enda spáin mjög slæm fyrir daginn. Búast má við þæfingsfærð innanbæjar. Meira »

Fyrsta sem þú finnur er lyktin

31.1. Fyrsta sem þú finnur er lyktin; stækjan frá kömrum og þúsundum sem ekki hafa komist í bað í langan tíma, segir blaðamaður Washington Post. Við erum að tala um Moria flóttamannabúðirnar á grísku eyjunni Lesbos. Búðum sem mesta lagi er ætlað að hýsa 1.800 manns en þar eru nú um sjö þúsund flóttamenn. Meira »