Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Að vera grýttur til bana

7.4. „Þú vaknar og áttar þig á því að nágrannar þínir, fjölskylda og jafnvel indæla gamla konan sem selur fiskikökurnar við þjóðveginn álítur þig ekki lengur mannlegan eða finnst allt í lagi að þú sért grýttur,“ segir samkynhneigður maður á Brúnei. Hann óttast að vera grýttur til bana. Meira »

„Börn eiga að njóta vafans“

29.3. Rifjum upp aðstæður barna sem koma hingað til Evrópu í leit að skjóli. Þau hafa yfirgefið heimaland sitt og lagt af stað í hættulegan leiðangur. Mörg þeirra eiga eftir að verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis og mansals, segir sérstakur fulltrúi Evrópuráðsins í málefnum flóttamanna. Meira »

Tilboð í tvær vikur

28.3. Sérstök afsláttarfargjöld fyrir farþega sem áttu bókað með WOW air verða í gildi hjá Icelandair næstu tvær vikurnar, að því er fram kemur í pósti forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasonar, til starfsfólks. Meira »

Um nokkur þúsund farþega að ræða

28.3. Nokkur þúsund manns áttu bókað flug með WOW air til og frá landinu í nótt og dag og er unnið að því að veita þeim aðstoð, segir forstjóri Samgöngustofu, Þórólfur Árnason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að unnið sé að því að aðstoða farþega WOW við að komast heim. Meira »

„Hræðilegar fréttir“

28.3. Þetta eru hræðilegar fréttir, segir Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir missa vinnuna hjá WOW en ljóst að það er gríðarlegur fjöldi. Meira »

Þúsundir farþega bíða

28.3. Erlendir fjölmiðlar eru þegar farnir að fjalla um stöðvun WOW air og segir Independent meðal annars að þúsundir farþega félagsins séu strandaglópar vegna þess að WOW air hafi aflýst öllu flugi. Meira »

Allt flug WOW air stöðvað

28.3. WOW air er á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp á félaginu. Allt flug hefur verið stöðvað þangað til þeir samningar verða kláraðir. Meira »

„Ástandið var hræðilegt“

21.3. Mjög rólegt er yfir öllu í Christchurch eftir hryðjuverkaárásirnar segir Eggert Eyjólfsson, læknir á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi borgarinnar. Hann segir að ástandið hafi verið hræðilegt fyrst eftir árásirnar en á 2 tímum komu þangað 48 manns með alvarlega skotáverka. Meira »

Röddin er nýja lyklaborðið

6.4. Röddin er nýja lyklaborðið og við erum þegar farin að tala við tækin okkar, segir framkvæmdastjóri Almannaróms, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Til þess að að geta talað við tækin á íslensku verður að tryggja stöðu hennar í stafrænum heimi og þar er nýsköpun í lykilhlutverki. Meira »

Seldu miða allt til hins síðasta

29.3. Fjallað er um gjaldþrot WOW air í fjölmiðlum víða um heim og meðal annars bent á að flugfélagið hafi selt ódýra flugmiða allt til hins síðasta. Þrátt fyrir að eiga rétt á bótum er óvíst hvenær og eins hversu miklar þær verða. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél WOW

28.3. Isavia ákvað að beita stöðvunarheimild á flugvél WOW air sem var staðsett á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að fréttir bárust af því að flugvélar WOW air færu ekki frá Bandaríkjunum í nótt til Íslands. Meira »

„Hvað verður um farþegana?“

28.3. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að það sem skiptir mestu máli þessa stundina er hvað verður um farþega WOW air sem komast ekki leiðar sinnar vegna þess að flugfélagið hefur lagt upp laupana. Meira »

WOW hætt starfsemi

28.3. WOW air hefur hætt starfsemi. Öll flug félagsins falla því niður að því er segir á vef WOW air. Farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum en farþegum er bent á Samgöngustofu. Öllu flugi WOW air var aflýst í nótt og er nú ljóst að félagið er órekstrarhæft. Meira »

Furðu lostnir farþegar

28.3. Tilkynning WOW air um að öllu flugi félagsins hafi verið aflýst kom flestum í opna skjöldu en tilkynningin var send út á fjölmiðla rúmlega þrjú í nótt, tæpum þremur tímum áður en fyrstu vélar félagsins áttu að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Ekki skapaðist neitt öngþveiti á flugvellinum. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

24.3. Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Morð og pyntingar í sömu setningu

21.3. Morð, pyntingar, kynbundið ofbeldi, fangelsanir án dóms og laga eru meðal orða sem koma upp í hugann þegar fjallað er um mannréttindi og Sádi-Arabíu í sömu setningu. Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Meira »