Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Alvogen í mál vegna aftöku

11.7. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur höfðað mál gegn Nevada-ríki til þess að koma í veg fyrir að ríkið noti eitt af lyfjum þess við aftöku síðar í dag. Taka á Scott Dozier af lífi með lyfjablöndu sem aldrei hefur verið notuð áður við aftökur. Meira »

Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

8.7. „Kvíði er tilfinning – ekki sjúkdómur – ekkert frekar en reiði, depurð eða ást,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur. Eina úrræðið sem allir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf getum við aukið enn frekar á vanda fólks, segir Steinunn. Meira »

Sækja örmagna ferðamann

26.6. Félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu eru á leiðinni upp í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi þar sem þeirra bíður örmagna ferðamaður. Maðurinn er illa haldinn vegna vosbúðar og kominn í ofkælingarfasa. Meira »

Hvað verður um börnin?

21.6. Hvað verður um börnin sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun um að binda enda á aðskilnaðinn? Spurning sem ekki enn hefur verið svarað en alls voru 2.342 börn tekin frá 2.206 foreldrum 5. maí til 9. júní. Meira »

Grátandi börn í búrum

19.6. „Við erum með hljómsveit hér. Það eina sem vantar er hljómsveitarstjórinn,” heyrist landamæravörður segja á hljóðupptöku sem birt er á bandaríska fréttavefnum Pro Publica í gær. Hljóðupptakan er af börnum sem hafa verið aðskilin frá foreldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Meira »

Brotið gegn mannréttindum fólks

10.6. Áætlað er að 1,7% mannkyns fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sem þýðir að breytileikinn er jafnalgengur og rautt hár. Oft er hugtakið intersex notað sem regnhlífarhugtak yfir meðfæddan breytileika á líffræðilegum kyneinkennum. Meira »

Ástríður og djöflar Bourdain

9.6. Fjölmargir minnast bandaríska sjónvarpskokksins, Anthony Bourdain, á samfélagsmiðlum en Bourdain er látinn 61 árs að aldri. Ferðalag hans til Íslands árið 2014 vakti mikla sjónvarpsáhorfenda og þykir Íslands-þátturinn einn sá besti í þáttaröðinni No Reservations. Meira »

„Þú gerðir eitthvað einstakt“

3.6. Hugrekki Mamoudou Gassama þegar hann bjargaði fjögurra ára gömlum dreng sem hékk fram af svölum með því að klifra upp fjórar hæðir á 30 sekúndum og koma honum í skjól hefur vakið verðskuldaða athygli. En ummæli forseta Frakklands hafa að sama skapi verið olía á eld umræðunnar um flóttafólk í Evrópu. Meira »

Ég var orðinn gjörsamlega sturlaður“

8.7. „Þú getur dáið úr fikti,“ segir móðir ungs manns sem hefur verið án fíkniefna í á annað ár. Hann er einn af þeim heppnu, hann er á lífi. En það sem af er ári hafa um 20 dauðsföll verið til skoðunar hjá embætti landlæknis þar sem grunur leikur á að þau megi rekja til eitrunar. Meira »

Nú eru eftir níu – tímalína

8.7. Enn bíða ættingjar og vinir milli vonar og ótta um björgun þeirra níu sem enn eru inni í hellinum, átta drengir og þjálfari þeirra. Ljóst er að foreldrum þeirra verður ekki svefnsamt í nótt en aðgerðir hefjast að nýju klukkan 8 að staðartíma, klukkan eitt í nótt. Meira »

Vanmetur veður og ofmetur eigin getu

26.6. Björgunarsveitarfólk sinnti sjö útköllum í gær, þar á meðal þremur á Fimmvörðuhálsi. Jónas Guðmundsson, hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, segir að þrátt fyrir að ýmislegt sé gert til þess að upplýsa fólk um aðstæður þá vanmeti fólk oft veðrið og ofmeti eigin getu. Meira »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

20.6. Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Fall reyndist fararheill

18.6. Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Jöfnuður dregur úr kvíða ungmenna

10.6. Félagsauður dregur úr einkennum kvíða og þunglyndis meðal unglinga en minni félagsauður útskýrir ekki tengsl tekjuójafnaðar við andlega heilsu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum doktorsverkefnis Arndísar Vilhjálmsdóttur. Meira »

Athugasemdir gerðar við ráðuneytið

8.6. Athugasemd er gerð við hvernig velferðarráðuneytið tók á málum Barnaverndarstofu og forstjóra stofnunarinnar, Braga Guðbrandssonar. Velferðarráðuneytið gerði ekki nægjanlega mikið til þess að kanna hvort kvartanir hafi átt rétt á sér. Þetta er niðurstaða úttektar á störfum velferðarráðuneytisins. Meira »

Ekki til Íslands en í fangelsi

30.5. Tommy Robinson, stofnandi English Defence League, samtök enskra þjóðernisöfgamanna, var á föstudaginn dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að lítilsvirða dómstól. Til stóð að hann kæmi til Íslands fyrir skömmu á vegum samtaka sem nefnast Vakur en ekkert varð af því. Meira »