Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Álag og áföll eru hluti af lífinu

13.5. Nær helmingur þátttakenda í doktorsrannsókn Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, heimilislæknis, reyndist fjölveikur. Það er, þjáist af tveimur eða fleiri langvinnum sjúkdómum. Sterk tengsl voru á milli líkamalegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík. Meira »

„Óhreinu börnin hennar Evu“

9.5. Gráu svæðin á milli þess sem sveitarfélögin eiga annars vegar að sinna og ríkið hins vegar veldur því að kerfið er óskilvirkt og börn fá ekki þá þjónustu sem þau hafa þörf fyrir. Óhreinu börnin hennar Evu, börn með fjölþættan vanda sem enginn vill taka við. Meira »

Kerfin tali saman í málefnum barna

8.5. Stefnt er að því að endurskoða allt félagslega kerfið sem snýr að börnum. Um samstarf milli kerfa verður að ræða undir stjórn félagsmálaráðuneytisins með aðkomu mennta- og heilbrigðisráðuneytisins auk sveitarfélaga. „Við ætlum að brjóta múra og byggja brýr,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra. Meira »

„Rómantísk kyrrð yfir dauðanum“

29.4. Karlar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi glíma við sjálfsvígshugsanir en þær snúast oft um að finna frið og sleppa við ágengar hugsanir um ofbeldið. Í nýrri rannsókn kemur fram að meirihluti þeirra karla sem rætt var við hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvenna. Meira »

Nær að bera saman Ísland og Katar

18.4. Ísland ætti að hætta að bera sig saman við önnur ríki í Evrópu þegar rætt er um þjóðernispopúlisma. Nær væri að bera sig saman við önnur fámenn en auðug ríki eins og Katar þegar kemur að innflytjendum. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum um lýðskrum og þjóðernispopúlisma. Meira »

Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

15.4. Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016. Meira »

Ekki annað í boði en að hætta

12.4. Arnþór Jónsson ,formaður SÁÁ, segir það erfiða ákvörðun að hætta að taka við ungmennum yngri en átján ára en ef ekki er vilji fyrir því að Vogur veiti þessa þjónustu sé ekki annað í boði. Meira »

Ekki fleiri en neyslan miklu meiri

10.4. Ekkert bendir til þess að fleiri unglingar séu að prófa sig áfram í kannabisneyslu á Íslandi en áður en ungmennin sem neyta kannabis neyta þess margfalt oftar en áður. Á sama tíma fækkar þeim sem neyta áfengis og þau nota einnig minna af áfengi en áður. Meira »

Flottur árangur á HM

13.5. Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur í mark af Íslendingunum sem kepptu á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum á Spáni í gær. Hlaupið var 88,1 km langt og hækkunin fimm þúsund metrar. Sigurjón hljóp á tímanum 11:23:34 og hafnaði í 119 sæti af 350 keppendum. Meira »

Alvarlegt og vaxandi vandamál

8.5. Andleg líðan ungmenna hefur versnað á undanförnum árum. Ragnar Guðgeirsson ráðgjafi hélt að tölur yfir tilraunir til sjálfskaða meðal unglingsstúlkna væri fjöldi þeirra sem hefðu reynt slíkt eða íhugað að skaða sig. Raunin er að 45% stúlkna hefur íhugað sjálfskaða og 28% hefur skaðað sig. Meira »

Götur saltaðar að sumri

4.5. Undanfarna tvo morgna hafa götur í Reykjavík verið saltaðar vegna snjóþekju á götum og þrátt fyrir að komið sé fram í maí er lögreglan ekki farin að sekta bílstjóra fyrir að aka á vetrardekkjum. Veðurstofan spáir köldu veðri fram yfir helgi en þá tekur lægðagangur við en heldur hlýnandi. Meira »

Óttast heróínfaraldur hér á landi

22.4. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu á að leita að týndum börnum og bjarga þeim úr aðstæðum sem þau ráða ekki við. Meðal annars vegna neyslu vímuefna. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af aukinni neyslu vímuefna og óttast að hér verði heróínfaraldur eins og víða annars staðar í Evrópu. Meira »

Fjör að færast í skólahald á Flateyri

15.4. Kennsla hefst við Lýðháskólinn á Flateyri næsta haust og síðar í dag verður farið að taka á móti umsóknum um nám. Stefnt er á kennslu á tveimur námsbrautum sem hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Meira »

Akureyri að stíga stórt skref

15.4. Ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur hingað til innleitt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með markvissum hætti þrátt fyrir að hann hafi verið hafi verið lög­fest­ur hér á landi fyr­ir fimm árum. Nú stefnir í að Akureyrarbær verði fyrsta íslenska sveitarfélagið sem það gerir. Meira »

„Hvert barn er svo dýrmætt“

11.4. „Hvert barn er svo dýrmætt og ég er sannfærður um að hvert barn sem við björgum er ómetanlegt fyrir samfélagið í heild. Hvort sem er félagslega, gagnvart fjölskyldu þess og síðast en ekki síst efnahagslega,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra Meira »

Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

9.4. Undanfarin ár hefur líf þeirra að miklu leyti snúist um að halda barninu sínu á lífi. Barnið glímir við fíkn og er fjölskyldan ein þeirra fjölmörgu sem hafa gengið á veggi í kerfinu. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt undanfarin þrjú ár. Meira »