Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

„Mín ítalska móðir“

í fyrradag Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr foreldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. UNICEF, í samstarfi við umboðsmann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á ítölsku móðurinni fyrir börn sem eru fylgdarlaus á flótta. Meira »

„Ég er á lífi“

10.11. „Ég stóð vart undir mér lengur vegna vannæringar og ég hefði alveg eins getað verið dauð. Enda þráði ég að deyja og taldi að það væri eina lausnin til þess að losna úr þessu helvíti. Ég var lifandi dauð,“ segir Fatou Sanneh, flóttamaður frá Gambíu sem komst við illan leik til Sikileyjar. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

18.10. „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

16.10. Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Ábyrgðin er hjá Seltjarnarnesbæ

12.10. Ásmundur Einar Daðason segir að viðræður hafi staðið yfir lengi við Seltjarnarnesbæ um rekstur á Bjargi og þær viðræður hafi ekki skilað árangri. Því hafi það verið þrautalending að senda málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Rekstur Bjargs hafi verið tryggður. Meira »

Þeir einfaldlega gleymdust í kerfinu

11.10. Sjö menn með geðklofa á aldrinum 51 til 80 ára og búa á Seltjarnarnesi eru dæmi um fólk með flókinn vanda, sem eru fórnarlömb í togstreitu ríkis og sveitarfélaga, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Heimili þeirra er í uppnámi þar sem ekki hefur tekist að semja um hver eigi að greiða fyrir búsetu. Meira »

Hvað unnu þau sér til sakar?

11.10. Hvernig útskýrir þú fyrir barni eða ungmenni að það er lokað inni fyrir það eitt að vera á flótta úr aðstæðum sem geta kostað það lífið? Réttindi ungmenna á flótta voru meðal þess sem Pia Oberoi, sérfræðingur hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um í erindi á friðarráðstefnu í gær. Meira »

Geta haldið áfram með líf sitt

27.9. Með geðrofsteymum er hægt að bæta lífsgæði ungs fólks sem er með geðhvörf á þann veg að það getur haldið áfram með líf sitt. Meðal ann­ars með því að halda áfram í námi eða starfi í stað þess að fara á ör­orku. Meira »

Heppni að ekki hafi orðið stórslys

11.11. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur óskað eftir því við landlækni að embættið rannsaki hvers vegna Sjúkrahúsið á Akureyri vísaði barni í geðrofi frá. Verið sé að taka mikla áhættu með því að vista börn í fangaklefum og slíkt eigi aldrei að gerast. Meira »

Jöfn tækifæri fyrir öll börn

1.11. Jöfn tækifæri er leiðarstefið í starfi TUFF Ísland-samtakanna. TUFF vinnur fyrir öll börn, en lögð er sérstök áhersla á að hjálpa börnum sem hafa sökum félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna ekki tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum. Sérstök áhersla er lögð á kynjajafnrétti. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

16.10. Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

15.10. Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

12.10. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir. Meira »

Getur bjargað lífum

11.10. Með því að grípa snemma inn er hægt að bjarga mannslífum og um leið spara þjóðfélaginu gríðarlegar fjárhæðir. Erfið uppvaxtarskilyrði og áföll í æsku geta mótað líf viðkomandi alla ævi, segir Mark A. Bellis, sem stýrir rannsóknum á þessu sviði lýðheilsu í Wales. Meira »

Hver er ég og hvar á ég heima?

10.10. „Hver er ég og hvar á ég heima?“ er meðal spurninga sem ljóðskáldið og rithöfundurinn JJ Bola velti upp í fyrirlestri á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í morgun. Er ég Lundúnabúi? Breti? Englendingur eða Austur-Kongómaður? Meira »

Ekki flytja allt á sjúkrahúsin

27.9. For­stöðulækn­ir geðlækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri telur að yfirvöld séu á rangri leið ef flytja á alla þjón­ustu sem hef­ur verið sinnt af sjálf­stætt starf­andi lækn­um inn á sjúkra­hús­in. Sumu sé betur sinnt á sjúkrahúsum öðru í sjálfstæðum rekstri. Auk þess sem það er ódýrara. Meira »