Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Höfðu nánast öll verið á Vogi

í fyrradag Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Ekki bara Afríka

17.1. Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Hlekkjuðu börnin við rúmin

16.1. Hjón í Kaliforníu voru handtekin á sunnudag og ákærð fyrir pyntingar eftir að þrettán börn þeirra á aldrinum tveggja til 29 ára fundust á heimilinu. Sum þeirra voru hlekkjuð við rúm á heimili sínu þegar lögregla kom á vettvang. Meira »

Einn áfram í gæsluvarðhaldi

15.1. Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi rann út á föstudag og var ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra. Hinn var aftur á móti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Fer hamförum á Twitter

12.1. Franskur heimilislaus maður hefur slegið í gegn á Twitter að undanförnu með lýsingum sínum á lífinu á götum Parísarborgar. Fylgjendur hans eru um 20 þúsund talsins. Meira »

Ekki hundi út sigandi

11.1. Spáð er slagveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis, suðaustan 18-25 metrum á sekúndu og úrhelli. Veðrið verður verst frá 16.30 og 19:30 og gildir appelsínugul viðvörun sem þýðir að samgöngur geta raskast og hætt við foki á lausamunum. „Ekki hundi út sigandi,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Meira »

Enn meiri tafir á flugi

9.1. Ekkert verður flogið um Keflavíkurflugvöll fyrr en rétt fyrir níu er fyrsta vélin lendir á flugvellinum frá því skömmu eftir miðnætti. WOW air hefur frestað brottför á flugi til Evrópu enn frekar. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar út

9.1. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi, samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínu, slökkviliði og lögreglu. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

í fyrradag Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

„Þú notaðir líkama minn í sex ár“

17.1. „Þú notaðir líkama minn í sex ár fyrir eigin kynferðislegu fullnægju,“ sagði Kyle Stephens, sem var barnfóstra hjá fjölskyldu læknisins Larry Nassar við réttarhöldin yfir Nassar í gær. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ bætti Stephens við en hún er ein af rúmlega 100 fórnarlömbum hans. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

16.1. Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Besta sem hefur komið fyrir mig

14.1. „Þetta er einfaldlega það besta sem hefur komið fyrir mig á lífsleiðinni,“ segir Helena Jónsdóttir sálfræðingur sem hefur undanfarin þrjú ár starfað fyrir alþjóðlegu samtökin Læknar án landamæra, Médecins Sans Frontières (MSF). Meira »

Stórhættuleg hálka á stígum

11.1. Stórhættulegt er að vera gangandi og hjólandi á höfuðborgarsvæðinu vegna hálku. Þegar hafa þó nokkrir leitað til bráðamóttökunnar og talsvert hefur verið um sjúkraflutninga vegna hálkuslysa í morgunsárið. Meira »

Álagið dreifist á nokkur ár

9.1. Fjölgun nýnema við háskóla vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs dreifist á nokkur ár þar sem framhaldsskólarnir styttu ekki allir námstímann á sama tíma. Hámarksfjöldi nýnema hefur verið aukinn í deildum Háskóla Íslands sem takmarka nemendafjölda. Meira »

Ekkert hægt að fljúga

9.1. Allt innanlandsflug liggur niðri enda bálhvasst á suðvesturhorni landsins. Allt millilandaflug hefur legið niðri síðan upp úr miðnætti og er áætlað að næsta flugvél fari frá landinu um níuleytið. Meira »

Fylgið börnum í skólann

9.1. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgja börnum sínum í skóla á höfuðborgarsvæðinu í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og Veðurstofunni er appelsínugul viðvörun í gildi. Meira »