Skapti Hallgrímsson

Skapti Hallgrímsson hefur verið blaðamaður við Morgunblaðið síðan 1982. Hann var í rúman áratug umsjónarmaður og fréttastjóri íþrótta og formaður Samtaka íþróttafréttamanna um nokkurra ára skeið.

Yfirlit greina

Á ævintýraslóðum í 18 ár

31.3. Svissnesk hjón, Sabine og Dario Schwörer, sem hafa vetursetu á Akureyri ásamt börnum sínum sex hafa búið á skútu í 18 ár, siglt um öll heimsins höf og gengið á efstu tinda allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins. Elsta barn þeirra er að verða 13 ára en það yngsta fæddist á Akureyri í fyrrasumar. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

24.9. Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Landsliðssæti háð því að selja 150 happdrættismiða

30.8. Fyrsti landsleikur Íslands í körfuknattleik var gegn Dönum í Kaupmannahöfn laugardaginn 16. maí árið 1959, tæpum tveimur árum áður en Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað, í janúar 1961. Meira »

Gríðarlegir yfirburðir

25.8. Portúgalski framherjinn, Cristiano Ronaldo, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid, og Lieke Martens, einn nýkrýndra Evrópumeistara Hollands, voru í gær kjörin besta knattspyrnufólk Evrópu 2016-2017. Meira »

„Golf er frábær fjölskylduíþrótt“

14.8. Íslendingar kynntust golfíþróttinni á fyrri hluta síðustu aldar á ferðalögum erlendis, líklega einkum í Bretlandi. Golfsamband Íslands var stofnað 14. ágúst 1942 og verður því 75 ára í dag. Tvöfalt fleiri eru skráðir félagsmenn í golfklúbbum nú en fyrir hálfum öðrum áratug, alls um 17.000 manns. Meira »

Stúlkur á Ísafirði brutu ísinn 1914

9.7. Unglingsstúlkur á Ísafirði stofnuðu Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt árið 1914 sakir þess að þær fengu ekki að vera með í Fótboltafélagi Ísafjarðar. Hvöt er eina knattspyrnufélagið eingöngu fyrir konur sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Meira »

Gekk einfættur á Hvannadalshnjúk

25.6. Ragnar Hjörleifsson er einn fjölmargra sem undanfarið hafa gengið á hæsta tind landsins, sjálfan Hvannadalshnjúk í Vatnajökli. Það væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að Ragnar notast við gervifót. Hann missti hægri fótinn fyrir neðan hné í slysi fyrir 40 árum. Meira »

2.000 tré fyrir skemmtiferðaskipin

13.5.2017 Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Celebrity Eclipse, kom til Akureyrar í morgun. Forstjóri skipafélagsins gaf þá fyrstur allra í söfnunarbauk á bryggjunni, en Hafnasamlagið mun í haust planta 2.000 trjám, hið minnsta, til að kolefnisjafna vegna þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins í sumar. Meira »

„Ætti að lækka byggingarkostnað“

5.1. „Með því að fá vilyrði fyrir lóðum til lengri tíma skapast svigrúm til að útfæra hagkvæma hönnun og leggja upp raðsmíðaverkefni sem ætti að geta lækkað byggingarkostnað félagsins,“ segir Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búfesti, sem hyggst reisa 125 íbúðir á Akureyri. Meira »

„Þetta þarf ekki að hafa nein áhrif á ykkur, krakkar“

10.9. Vitað er að hjónaskilnaðir eru ótrúlega algengir hérlendis þótt nákvæm tölfræði liggi ekki á lausu. Það getur reynst börnum mjög erfitt þegar foreldrar skilja og mikilvægt er að eins vel sé staðið að málum og kostur er. Að mörgu er að hyggju í þeim efnum. Meira »

„Stórkostleg upplifun“

30.8. Körfuknattleikur eins og hann er leikinn í dag náði fótfestu á þremur stöðum hér á landi laust fyrir 1950, í Reykjavík, á Laugarvatni og Keflavíkurflugvelli, án þess að tengsl væru þar á milli. Meira »

Hálf öld frá 14:2 martröðinni

23.8. Miðvikudagurinn 23. ágúst árið 1967 er sem meitlaður í stein í íslenskri knattspyrnusögu. Þá gjörsigruðu Danir ungt landslið Íslands í vináttuleik á Idrætsparken í Kaupmannahöfn, 14:2. Hálf öld er því í dag frá þeim sögulega degi, stærsta tapi íslenska landsliðsins fyrr og síðar. Meira »

Börnin eru mín besta lyfjagjöf

23.7. Arnrún Magnúsdóttir hefur gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu misseri. Rúmt ár er síðan hún fékk tvívegis blóðtappa í höfuðið með stuttu millibili. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Karlsson, ráku árum saman veitingastaðinn Friðrik V við góðan orðstír. Þau lokuðu staðnum er hún veiktist. Meira »

Stærsta Akureyrarpóstkortasafnið

30.6. Þórhallur Ottesen hefur í 40 ár safnað póstkortum með myndum frá Akureyri og nágrenni. Hann hefur keypt kort úr einkasöfnum víða um heim, dánarbúum og það síðasta kom alla leið frá Nýja-Sjálandi. Hann á um 500 kort, frá 1880 til 1950, en flest eru frá því um 1900. Meira »

Látið renna í bjórbað fyrir norðan

1.6. Fyrstu bjórböðin hérlendis voru tekin í notkun í dag á Árskógssandi við Eyjafjörð. Það eru eigendur bruggsmiðjunnar Kalda sem standa að rekstrinum og margir gestir lögðu leið sína í nýtt húsnæði þar sem starfsemin fer fram, þáðu veitingar og skoðaði sig um. Meira »

Hvernig í fj... fer maðurinn að?

7.5.2017 Lior Suchard er ísraelskur skemmtikraftur sem treður upp í Hörpu á þriðjudaginn. Hann er stundum kallaður meistari hugans en les hann virkilega hugsanir? Varla. En gaman hefur verið að fylgjast með Suchard í sjónvarpi síðustu ár og enn skemmtilegra er að lenda í klóm hans, eins og blaðamaður reyndi. Meira »