Borgin gerir eins mikið og hægt er

Utangarðs á Íslandi | 9. september 2013

Borgin gerir eins mikið og hægt er

Vandamál útigangsfólks er ekki bundið við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög og ekki síst ríkisvaldið ættu að koma betur að málaflokknum. Þetta segir formaður stýrihóps sem vinnur að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks til næstu fimm ára.

Borgin gerir eins mikið og hægt er

Utangarðs á Íslandi | 9. september 2013

Sjaldan hefur þurft að vísa útigangsmönnum frá í Gistiskýlinu í …
Sjaldan hefur þurft að vísa útigangsmönnum frá í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. mbl.is/Jakob Fannar

Vandamál útigangsfólks er ekki bundið við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög og ekki síst ríkisvaldið ættu að koma betur að málaflokknum. Þetta segir formaður stýrihóps sem vinnur að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks til næstu fimm ára.

Vandamál útigangsfólks er ekki bundið við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög og ekki síst ríkisvaldið ættu að koma betur að málaflokknum. Þetta segir formaður stýrihóps sem vinnur að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks til næstu fimm ára.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitt hefur heimilislausum aðstoð, með úrræðum líkt og Gistiskýlinu og Konukoti. Eins og mbl.is greindi frá nýverið sækja fleiri utangarðsmenn sækja nú í Gistiskýlið í Reykjavík en nokkru sinni fyrr og er nýtingin um 97% að meðaltali. Mikil fjölgun hefur verið á stuttum tíma.

Heiða Kristín Helgadóttir fer fyrir stýrihóp sem unnið hefur að stefnu fyrir Reykjavíkurborg frá síðasta hausti. Nú hyllir undir lok þeirrar vinnu og verður skýrsla hópsins þá til umræðu í borgarstjórn og velferðarnefnd borgarinnar.

„Að mínu mati er lykilatriði að ekki sé litið framhjá því að Reykjavíkurborg gerir eins mikið og hægt er að gera fyrir þennan hóp.

Önnur sveitarfélög og ríkið komi að borðinu

Hún segir mikið hafa verið gert í tíð sitjandi meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar, margt sem tekist hafi mjög vel - til að mynda borgarverði. „Það sem við höfum verið ósáttust við er að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem sinnir þessari þjónustu. Við teljum þetta ekki vera vandamál sem bundið sé við Reykvíkinga og myndum vilja sjá önnur sveitarfélög leggja eitthvað af mörkum.“

Heiða segir að málið hafi verið tekið upp bæði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og einnig Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viðtökurnar hafa hins vegar verið takmarkaðar.

Þá bendir hún jafnframt á að ríkisvaldið þurfi að koma betur að þessum málaflokk, enda á hann mikla snertingu við heilbrigðisþjónustu sem er ekki verkssvið sveitarfélaga.

Hvað varðar mikla ásókn í Gistiskýlið og að vísa þurfi mönnum frá segir Heiða Kristín að vinna sé í gangi við að finna Gistiskýlinu nýjan stað. Kostnaðarsamt yrði að bæta við úrræði á meðan sú leit fer fram og því þurfi frekar að hraða þeirri vinnu. Hún segir ásóknina þó vissulega áhyggjuefni og veltir fyrir sér hvort um ástand sé að ræða sem verði viðvarandi. Fleiri séu að missa tökin á lífinu og þetta sé birtingamynd þess.

Útigangsmanni komið til aðstoðar í miðborginni.
Útigangsmanni komið til aðstoðar í miðborginni. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is