Nú getur þú farið á trúnó í vinnunni

Nú getur þú farið á trúnó í vinnunni

Málefni - HönnunarMars

Nú getur þú farið á trúnó í vinnunni

Málefni - HönnunarMars

Gleðin var allsráðandi á HönnunarMars í Hörpu í gær þegar símaklefi Sturlu Más Jónssonar húsgagnahönnuðar og innanhússarkiteks var frumsýndur. Símaklefinn er rauður og er ætlaður fyrir einkasímtöl starfsmanna sem starfa í opnum rýmum.

Sturla Már Jónsson hönnuður símaklefans, Ragnheiður Elín Árnasdóttir iðnaðar- og …
Sturla Már Jónsson hönnuður símaklefans, Ragnheiður Elín Árnasdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Eyjólfur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Axis.

Sturla Már segir að hugmyndin að símaklefanum hafi fæðst vegna þess að lítið sé um afdrep á vinnustöðum til að taka trúnaðarsímtöl. Það geri það að verkum að stundum taki einn starfsmaður yfir 12-14 manna fundarherbergi. Símaklefinn taki hins vegar lítið pláss og rúmi vel eina manneskju en í honum er góð lýsing og USB-tengi. Með þessu geta starfsmenn farið á trúnó eins og enginn sé morgundagurinn.

mbl.is