Gistiskýlið flytur í haust

Utangarðs á Íslandi | 16. júlí 2014

Gistiskýlið flytur í haust

„Í framkvæmdunum kom í ljós að tímaáætlunin myndi ekki standast,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um flutning gistiskýlisins Farsóttarinnar frá Þingholtsstræti á Lindargötu. Í vetur var tilkynnt um flutninganna og sagt að þeir myndu verða á vormánuðum á þessu ári. Gistiskýlið er þó enn á Þingholtsstræti og verður þar fram á haust. „Bæði þurfti að fara í meira uppbrot og vanda meira til hreinlætisaðstæðna. Markmiðið er þó að það verði opnað á Lindagötu um miðjan september,“ segir Elfa.

Gistiskýlið flytur í haust

Utangarðs á Íslandi | 16. júlí 2014

Í þessu húsi við Lindargötu 48 mun nýtt gistiskýli opna …
Í þessu húsi við Lindargötu 48 mun nýtt gistiskýli opna í haust. Ómar Óskarsson

„Í framkvæmdunum kom í ljós að tímaáætlunin myndi ekki standast,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um flutning gistiskýlisins Farsóttarinnar frá Þingholtsstræti á Lindargötu. Í vetur var tilkynnt um flutninganna og sagt að þeir myndu verða á vormánuðum á þessu ári. Gistiskýlið er þó enn á Þingholtsstræti og verður þar fram á haust. „Bæði þurfti að fara í meira uppbrot og vanda meira til hreinlætisaðstæðna. Markmiðið er þó að það verði opnað á Lindagötu um miðjan september,“ segir Elfa.

„Í framkvæmdunum kom í ljós að tímaáætlunin myndi ekki standast,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um flutning gistiskýlisins Farsóttarinnar frá Þingholtsstræti á Lindargötu. Í vetur var tilkynnt um flutninganna og sagt að þeir myndu verða á vormánuðum á þessu ári. Gistiskýlið er þó enn á Þingholtsstræti og verður þar fram á haust. „Bæði þurfti að fara í meira uppbrot og vanda meira til hreinlætisaðstæðna. Markmiðið er þó að það verði opnað á Lindagötu um miðjan september,“ segir Elfa.

Eins og kom fram á mbl.is í október var mikil aðsókn að Farsóttinni og að meðaltali þurfti að vísa frá einum til tveimur útigangs­mönn­um á hverri nóttu. Þar af leiðandi var ákveðið að hefja framkvæmdir við húsið á Lindargötu til þess að geta flutt starfsemi Farsóttarinnar þangað. 

Samkvæmt Elfu er aðsóknin í Farsóttina breytileg milli mánaða en ekki hafi þurft að vísa neinum frá síðan í desember. „Húsið hefur getað annað aðsókninni undanfarna mánuði, það var eins og aðsóknin dytti niður í desember eftir að ákveðið var að húsið væri of lítið.“

Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg voru 3.849 gistingar í Farsóttarhúsinu fyrstu sex mánuði ársins. Voru þær flestar í mars eða 735 talsins.

mbl.is