„Fullnaðarsigur íslenskra neytenda“

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

„Fullnaðarsigur íslenskra neytenda“

„Ágreiningurinn í fyrstu spurningunni snerist aðallega um það hvort væri eðlilegt og í samræmi við skyldur lánveitanda, þegar kæmi að upplýsingagjöf til neytenda, að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann í staðinn fyrir að miða við þekkt verðbólgustig á lántökudegi,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður manns sem höfðaði mál gegn Landsbankanum.

„Fullnaðarsigur íslenskra neytenda“

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

„Ágreiningurinn í fyrstu spurningunni snerist aðallega um það hvort væri eðlilegt og í samræmi við skyldur lánveitanda, þegar kæmi að upplýsingagjöf til neytenda, að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann í staðinn fyrir að miða við þekkt verðbólgustig á lántökudegi,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður manns sem höfðaði mál gegn Landsbankanum.

„Ágreiningurinn í fyrstu spurningunni snerist aðallega um það hvort væri eðlilegt og í samræmi við skyldur lánveitanda, þegar kæmi að upplýsingagjöf til neytenda, að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann í staðinn fyrir að miða við þekkt verðbólgustig á lántökudegi,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður manns sem höfðaði mál gegn Landsbankanum.

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna spurninga Héraðsdóms Reykjavíkur um verðtryggingu var birt í morgun. Spurningunum var beint til EFTA-dómstólsins vegna mál mannsins gegn Landsbankanum.

Björn Þorri telur að um fullnaðarsigur íslenskra neytenda sé að ræða og álitið muni hafa áhrif á lán umbjóðanda hans og annarra. 

Ríkisstjórnin sagði að bankinn hefði gert rétt

„Landbankinn taldi sér það heimilt [að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun fyrir lánið út allan lánstímann] og ríkisstjórn Íslands studdi þann málstað mjög einarðlega, að bankinn hefði gert allt rétt og hefði staðið fullkomnlega eðlilega að útreikningunum. Þetta gerði ríkisstjórn Íslands þrátt fyrir að sú stofnun í stjórnsýslunni, Neytandastofa, sem hefur vald til þess að úrskurða um þetta, væri búin að komast að allt annarri niðurstöðu,“ segir Björn Þorri í samtali við mbl.is.

Björn Þorri bætir við að Alþingi hafi þá þegar verið búið að breyta lögunum og skylda lánveitendur til að miða við verðbólgu í útreikningunum. „Þá kemur samt ríkisstjórn Íslands og segir að það sé tómt rugl, það sé í raun og veru miklu betra vegna allri óvissunni í kringum verðtryggingarinnar að miða við 0% verðbólgu. Þetta er auðvitað stórmerkilegt.“

„Niðurstaðan varðandi þetta meginálitamál er sú að það samræmist ekki skyldum lánveitanda samkvæmt tilskipun nr. 87/102 að miða við 0% verðbólgu, heldur ber lánveitendum að upplýsa lántaka um verðbólguáhrifin í upphafi,“ segir Björn Þorri um niðurstöðu EFTA-dómstólsins.

Lánveitandi í raun að blekkja neytendur

„Þetta er svo mikilvægt vegna þess að við erum á þessum sameiginlega neytendalánamarkaði og hugmyndafræðin á bak við þetta er sú að að lántakendur eigi að geta gengið á milli lánveitanda og borið saman lánstilboð út frá útreikningum um árlega hlutafallstölu kostnaðar, sem er samræmd útreikniaðgerð sem öllum lánveitendum ber að fara eftir,“ segir Björn Þorri.

„Um leið og lánveitandi ákveður að undanskilja einhvern kostnað, einhverja þætti kostnaðarins, er hann í rauninni að blekkja neytendur til að taka sínum tilboðum, vitandi betur, vitandi að kostnaður verður hærri.“

Niðurstaðan muni hafa áhrif á lánið

Björn Þorri telur augljóst að álitið muni hafa áhrif á lán umbjóðanda síns. „Við skulum ekki gleyma því að við erum nýbúin að fara í gegnum þessa miklu flóru gengislánamála og þar hefur verið staðfest að lánveitendur sem hafa tekið hærri gjöld, hærri kostnað af neytendum, þeim ber að skila því sem þeir hafa ranglega tekið af lántökum og þá með vöxtum skv. ákvæðum vaxtalaganna.“

„Mér sýnist einsýnt að verðtryggingin falli bara hreinlega út, ég held að það gangi ekki að lánveitandi sem hefur þá blekkt lántakanda til að taka lán eins og dómstóllinn sagði, látið líta út fyrir að lánið væri óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Vextirnir voru breytilegir en síðan, þrátt fyrir að vextirnir lækkuðu, þá hækkaði bæði afborgunin og höfuðstólinn vegna verðtryggingaráhrifa.“

Þá telur Björn Þorri einnig að álitið muni hafa áhrif á fleiri lán, ef atvikin eru með sambærilegum hætti. „Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er í rauninni fullnaðarsigur íslenskra neytenda þegar kemur að þessu álitaefni.“

Fréttir mbl.is:

Tekist á um lögmæli verðtryggingar

Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda

mbl.is