Ísland líti til annarra ríkja

Kjarasamningar SA og ASÍ | 20. febrúar 2015

Ísland líti til annarra ríkja

„Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári.“

Ísland líti til annarra ríkja

Kjarasamningar SA og ASÍ | 20. febrúar 2015

Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í …
Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verðbólgu. mbl.is/Ómar

„Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári.“

„Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári.“

Þetta segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann var staddur hér á landi til að halda erindi um breytt starfsnám í Danmörku á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í gær á vegum Samtaka atvinnulífsins. Hann segist hissa þegar hann heyrir talað um kröfur um 20-30% hækkun launa.

„Í Danmörku hefur verið lítil verðbólga síðastliðið ár. Í janúar varð verðbólga í kringum 0% og á stórum hluta síðasta árs var hún um 0,5%. Það þýðir að þótt launahækkanir hafi verið litlar, aðeins í kringum 1,4% að meðaltali, hefur kaupmáttur aukist töluvert,“ segir Gade meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is