Segir Pútín bera ábyrgð á morðinu

Boris Nemtsov myrtur | 12. mars 2015

Segir Pútín bera ábyrgð á morðinu

Dóttir rússneska stjórnarandstæðingsins, Boris Nemtsov, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á morðinu á föður hennar.

Segir Pútín bera ábyrgð á morðinu

Boris Nemtsov myrtur | 12. mars 2015

Zhanna Nemtsova, dóttir Boris Nemtsovs
Zhanna Nemtsova, dóttir Boris Nemtsovs AFP

Dóttir rússneska stjórnarandstæðingsins, Boris Nemtsov, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á morðinu á föður hennar.

Dóttir rússneska stjórnarandstæðingsins, Boris Nemtsov, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á morðinu á föður hennar.

Zhanna Nemtsova segir í samtali við BBC að hún telji að Pútín beri pólitíska ábyrgð á morðinu en Nemtsov var skotinn til bana 27. febrúar er hann var á göngu í miðborg Moskvu ásamt unnustu sinni. 

Pútín hefur fordæmt morðið og heitið því að finna morðingja Nemtsovs sem eitt sinn gegndi embætti varaforsætisráðherra Rússlands.

Í gær kom fram að einn þeirra sem er í haldi sakaður um aðild að morðinu segist hafa verið pyntaður til þess að játa á sig morðið. 

Fanginn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, Zaur Dadayev, segir að hann hafi verið hlekkjaður með poka yfir hausnum í tvo sólarhringa. Hann hafi játað til þess að bjarga vini sínum sem einnig var í haldi grunaður um morðið.

Ummæli Nemtsova eru svipuð þeim og samherjar Nemtsovs hafa sagt - að ábyrgðin sé forsetans og að pólitík búi að baki.

„Hann var þekktasti gagnrýnandi Pútíns. Hann var valdamesti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi,“ segir hún í viðtali við BBC.

Zhanna Nemtsova, sem er þrítugur verðbréfamarkaðsgreinandi og sjónvarpsþáttastjórnandi, segir að stjórnarandstaðan sé lömuð eftir morðið. Hún segir að þeir sem rannsaki morðið hafi ekki einu sinni haft fyrir því að ræða við hana. Enginn áhugi sé fyrir því að sjálfstæð og óháð rannsókn fari fram.

mbl.is