Pútín birtist á skjánum

Vladimír Pútín | 13. mars 2015

Pútín birtist á skjánum

Rússneska ríkissjónvarpið sýndi í dag myndskeið sem kynnt var sem myndir af Vladímír Pútín forseta að störfum í embættisbústað sínum við Moskvu.

Pútín birtist á skjánum

Vladimír Pútín | 13. mars 2015

Vladímír Pútín.
Vladímír Pútín. mbl.is/afp

Rússneska ríkissjónvarpið sýndi í dag myndskeið sem kynnt var sem myndir af Vladímír Pútín forseta að störfum í embættisbústað sínum við Moskvu.

Rússneska ríkissjónvarpið sýndi í dag myndskeið sem kynnt var sem myndir af Vladímír Pútín forseta að störfum í embættisbústað sínum við Moskvu.

Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Pútín væri veikur þar sem hann hafði þar til í dag ekki sést í eina 10 daga á skjánum. Rússneskir sjónvarpsáhorfendur hafa við annað búið og jafnan séð forseta sinn hvern einasta dag í fréttunum.  

Af hálfu stjórnvalda í Kreml hefur miklu púðri verið eytt í að reyna kveða niður orðróminn um veikinn Pútíns. Myndirnar sem teknar voru af honum á skrifstofu sinni í bústaðnum í Novo-Ogariovo fyrir utan Moskvu, en þangað var hann sagður oft fara til vinnufunda. Handan skrifborðsins sat forseti hæstaréttar Rússlands, Vjatcheslav Lebedev. Sagði þulur að þeir hafi fundað um endurbætur á dómskerfinu.

mbl.is