Húsleit hjá helstu gagnrýnendum Pútíns

Vladimír Pútín | 16. apríl 2015

Húsleit hjá helstu gagnrýnendum Pútíns

Vopnaðir lögreglumenn réðust í dag inn á skrifstofu samtaka sem hafa undir forystu Mikhaíls Kodorkovskís gagnrýnt Pútín forseta Rússlands harðlega. Samtökin kalla sig Open Russia og eru höfuðstöðvar þeirra í Moskvu. 

Húsleit hjá helstu gagnrýnendum Pútíns

Vladimír Pútín | 16. apríl 2015

Pútín situr fyrir svörum í fleiri klukkutíma í dag. Á …
Pútín situr fyrir svörum í fleiri klukkutíma í dag. Á meðan réðst lögreglan inn á skrifstofur hans helstu gagnrýnenda. AFP

Vopnaðir lögreglumenn réðust í dag inn á skrifstofu samtaka sem hafa undir forystu Mikhaíls Kodorkovskís gagnrýnt Pútín forseta Rússlands harðlega. Samtökin kalla sig Open Russia og eru höfuðstöðvar þeirra í Moskvu. 

Vopnaðir lögreglumenn réðust í dag inn á skrifstofu samtaka sem hafa undir forystu Mikhaíls Kodorkovskís gagnrýnt Pútín forseta Rússlands harðlega. Samtökin kalla sig Open Russia og eru höfuðstöðvar þeirra í Moskvu. 

Hópur lögreglu- og sérsveitarmanna gerði húsleit á skrifstofunni. M.a. var gerð leit að bæklingum um samtökin, að því er fram kemur á Facebook-síðu talsmanns samtakanna, Kulle Pispanen. Húsleitin var gerð í þann mund sem Pútín var að hefja árlegan blaðamannafund þar sem hann svarar klukkutímum saman spurningum blaðmanna og almennings. Pispanen segir að samtökin hafi verið að undirbúa sig fyrir að taka þátt í spurningunum er húsleitin hófst. Menn með grímur fyrir andlitunum hefðu ráðist til inngöngu, vopnaðir hríðskotabyssum. „Þeir eru að leita að bæklingum og veggspjöldum vegna mótmælanna þann 19. apríl, mótmæla sem við ætluðum ekki að taka þátt í og hefur þegar verið hætt við að halda,“ skrifaði Pispanen á Facebook. Yfirvöld í Moskvu gáfu ekki leyfi fyrir mótmælagöngu í borginni þann 19. apríl. 

Open Russia er nokkurs konar tengsla- og samskiptanet Kodorkovskís. Í samtökunum eru aðgerðarsinnar og blaðamenn sem vilja ræða breytingar á stjórn landsins og hafa gagnrýnt stefnu Pútíns forseta harðlega.

Kodorkovskí býr sjálfur í Sviss. Hann var áður í fangelsi en Pútín náðaði hann síðla árs 2013. Hann var áður einn ríkasti maður Rússlands og eigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var í fangelsi í tíu ár fyrir fjársvik. Stuðningsmenn hans segja að ákæran hafi verið af pólitískum toga.

Lögreglan hafði leitarheimild til að fara inn á skrifstofu Open Russia og birta samtökin heimilda á vefsíðu sinni. Lögreglan segir að ábending um að á skriftofunni væri að „finna efni þar sem væri verið að hvetja til öfga“.

Samkvæmt heimildinni mátti lögreglan gera tæki og tól upptæk sem og skjöl samtakanna.

mbl.is