Landeigendurnir höfðu sigur

Suðurnesjalína 2 | 13. maí 2015

Landeigendurnir höfðu sigur

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta vegna lagningar Landsnets á Suðurnesjalínu 2. Til stóð að leggja línuna yfir land sem tekið var eignarnámi.

Landeigendurnir höfðu sigur

Suðurnesjalína 2 | 13. maí 2015

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta vegna lagningar Landsnets á Suðurnesjalínu 2. Til stóð að leggja línuna yfir land sem tekið var eignarnámi.

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta vegna lagningar Landsnets á Suðurnesjalínu 2. Til stóð að leggja línuna yfir land sem tekið var eignarnámi.

Landeigendur fóru með málið fyrir dómstóla og kröfðust þess að úrskurðirnir yrðu felldir úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður vísað kröfum landeigendanna frá dómi en Hæstiréttur sneri við þeirri niðurstöðu og dæmdi þeim í vil.

Landsneti var gert að greiða hverjum landeigendanna 500 þúsund krónur í málskostnað.

mbl.is