Samið um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2016

Samið um undirbúning Suðurnesjalínu

Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta tilboðið upp á 320 milljónir en kostnaðaráætlun Landsnets hljóðaði upp á tæplega 390 milljónir.

Samið um undirbúning Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2016

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri …
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, handsala samkomulag vegna undirbúningsvinnu Suðurnesjalínu 2. Ljósmynd/ Landsnet

Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta tilboðið upp á 320 milljónir en kostnaðaráætlun Landsnets hljóðaði upp á tæplega 390 milljónir.

Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta tilboðið upp á 320 milljónir en kostnaðaráætlun Landsnets hljóðaði upp á tæplega 390 milljónir.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsnets þar sem segir að verkið felist í stórum dráttum í slóðagerð, jarðvinnu og byggingu undirstaðna en línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og verða möstrin alls 100 talsins.

 „Nýja línan mun að miklu leyti fylgja núverandi Suðurnesjalínu 1 frá Hafnarfirði að Rauðamel, nema austast á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir að hún liggi í nýju línubelti töluvert fjær núverandi byggð í Hafnarfirði. Landraski verður haldið í lágmarki og jafnframt er orðið við tilmælum sveitarfélaga á svæðinu og helstu fagstofnana um að reisa nýju línuna í núverandi mannvirkjabelti, þar sem fyrir eru Suðurnesjalína 1 og Reykjanesbraut.“

Samkvæmt tilkynningunni hefst undirbúningsvinnan um leið og aðstæður leyfa og skal verkinu að fullu lokið fyrir septemberlok 2016. Áformað er að reisa línuna sumarið 2017 og tengingu ljúki á því ári.

mbl.is