30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Suðurnesjalína 2 | 2. mars 2016

30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum.

30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Suðurnesjalína 2 | 2. mars 2016

Úr stjórnstöð Landsnets.
Úr stjórnstöð Landsnets. Ljósmynd/Landsnet

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum.

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum.

Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi og greint er frá á heimasíðu Landsnets.

Um 11 milljarðar króna eru áætlaðar í fjárfestingar í flutningskerfi Landsnets á þessu ári, tæpir 14 milljarðar á næsta ári og tæpir 10 milljarðar árið 2018. Um verulega aukningu er að ræða þegar horft er til liðinna ára og þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna sambærilegar fjárfestingar í flutningskerfi félagsins.

Stærstu verkefnin sem eru í framkvæmd eða undirbúningi hjá Landsneti eru á Norðausturlandi og á Suðvesturlandi.

Mörg verkefni í burðarliðnum

Verkefnið Krafla – Þeistareykir - Bakki felur í sér byggingu tveggja 220 kV háspennulína, samtals rúmlega 61 km að lengd, og þriggja tengivirkja til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykjavirkjun og virkjunina við meginflutningskerfið.

Á vefsíðu Landsnets segir að undirbúningur verkefnisins hafi gengið vel og að útboð vegna einstakra verkhluta séu hafin, eða á döfinni, en áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki í september árið 2017.

Á Norðausturlandi er lagning 220 kV háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdals í undirbúningi. Lína verður 122 km að lengd og er mat á umhverfisáhrifum hennar á lokastigi. Útboðshönnun verður boðin út í vor og er reiknað með að framkvæmdir fari að mestu fram árin 2017-18.

Undirbúningur framkvæmda er í gangi vegna Sandskeiðslínu 1, sem er 27 km löng 220 kV loftlína frá Sandskeiði að Hafnarfirði, sem þarf að reisa svo hægt sé að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eins og samkomulag er um við Hafnarfjarðarbæ. Útboðshönnun verður boðin út á næstu vikum en áætlað er að undirbúningsframkvæmdir fari fram árin 2016-2017 og lína verði reist árin 2017-2018.

Landsnet

Á Reykjanesi er vinna að hefjast í næsta mánuði við Suðurnesjalínu 2, 32 km langa 220 kV háspennulínu frá Hafnarfirði að Rauðamel. Undirbúningsframkvæmdir fara fram á þessu ári og reisa á línuna á næsta ári. Á Reykjanesi er einnig unnið að undirbúningi Fitjalínu 3, níu km langs 132 kV jarðstrengs frá tengivirki á Fitjum að tengivirki Landsnets í Helguvík. Verkið felur einnig í sér stækkun tengivirkisins í Helguvík.

Á Vesturlandi má nefna lagningu 66 kV jarðstrengs milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og á Vestfjörðum verður flutningsgeta til Vestfjarða aukin með nýjum spenni í tengivirkinu við Mjólkárvirkjun. Á Suðurlandi er verið að byggja nýtt tengivirki í Vestmannaeyjum, í samstarfi við HS Veitur, sem gerir kleift að auka flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja.

Á Suðurlandi er einnig unnið að lagningu 66 kV jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar og að undirbúningi breytinga á tengivirkinu í Búrfellivegna fyrirhugaðrar tengingar Búrfells II.

mbl.is