Hönnuðu Skeifuna upp á nýtt

Hönnuðu Skeifuna upp á nýtt

Málefni - HönnunarMars

Hönnuðu Skeifuna upp á nýtt

Málefni - HönnunarMars

Síðastliðið haust tókust nemar á umhverfisskipulagsbraut í Landbúnaðarháskólanum á við það spennandi verkefni að endurskipuleggja Skeifuna í Reykjavík. Verkefnið er hluti af áfanganum Arkitektúr og skipulag sem kenndur er á þriðja ári brautarinnar. Nemendur fengu þau fyrirmæli að skapa ætti líflegt og aðlaðandi umhverfi ásamt því að huga vel að tengingum við höfuðborgarsvæðið og hvaða hlutverki Skeifan gegnir innan þess.

Fjölbreyttar hugmyndir spruttu fram í áfanganum Arkitektúr og skipulag.
Fjölbreyttar hugmyndir spruttu fram í áfanganum Arkitektúr og skipulag.

Afrakstur áfangans eru níu mjög ólík verkefni þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð Skeifunnar. Verk og hugmyndir nemendanna má skoða á slóðinni www.umhverfisskipulag.com.

mbl.is