Íslenska hráefnið tryggir verðmæta hönnun

Íslenska hráefnið tryggir verðmæta hönnun

Málefni - HönnunarMars

Íslenska hráefnið tryggir verðmæta hönnun

Málefni - HönnunarMars

Hönnuðurinn Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir sem hannar undir merkinu Sunneva verður með sýningu á nýrri mokkaskinnslínu sem kallast DEMBA í versluninni Gotta á HönnunarMars. Sigríður Sunneva segir stíl sinn innblásinn af sígildum ítölskum stíl með skandínavískum áhrifum, hvað varðar varðandi liti og útfærslu en hún hefur ávallt unnið með íslenskt hráefni.

„Línan er innblásin af íslenskri veðráttu í öllu sínu veldi.“
„Línan er innblásin af íslenskri veðráttu í öllu sínu veldi.“

Íslenskt mokka- og loðskinn, vaxborin bómull og ull hefur einkennt hönnun Sigríðar Sunneva í gegnum tíðina. „Þar slær hjarta mitt. Það að vinna að stærstum hluta með íslenskt hráefni styrkir mig í trúnni um að varan sé einstakari og verðmætari heldur en ef notast væri einungis við innflutt hráefni sem hugsanlega hefur verið flutt um hálfan hnöttinn að ég tali nú ekki um gerviefnin.“

DEMBA verður sýnd í versluninni GOTTA á HönnunarMars.
DEMBA verður sýnd í versluninni GOTTA á HönnunarMars.

„Ég mun kynna línuna DEMBA og segja frá innblæstrinum að baki línunnar, helstu sérkennum hennar og nýjungum,“ útskýrir Sigríður Sunneva. „Línan er innblásin af íslenskri veðráttu í öllu sínu veldi og er DEMBA skírskotun til votvirðis sem getur brostið á allan ársins hring. DEMBA er vatnsheld mokkaskinnslína, hugsuð sem nýr vinkill á útivistarfatnað fyrir bæði landsmenn og ferðamenn. Flíkurnar eru sérstaklega hannaðar með það að leiðarljósi að geta nýst allan ársins hring, ekki bara yfir vetrartímann eins og hefðin hefur verið með hina sígildu mokkaflík. Þetta er lítil lína sem er þróunarverkefni milli Sunneva Design og Loðskinns.“ Segir Sigríður Sunneva Verkefnið hlaut  styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.“

 „Ég ákvað í samráði við Ingu, eiganda GOTTU, að sýna einungis fjórar flíkur úr línunni og þar af leiðandi hefur vinnuálagið verið hæfilegt,“ segir Sigríður Sunneva aðspurð um vinnuferlið á bakvið DEMBU. „Auk þess hef ég góðan aðgang að öflugum íslenskum hráefnisbirgja og kunnátta og reynsla innan míns fyrirtækis er mikil þegar kemur að sérhæfðri framleiðslu úr því hráefni sem notað er í línuna. Þannig að það má segja að vinnuferlið hafi gengið þrælvel.“

Bransinn hefur breyst mikið síðan Sigríður Sunneva byrjaði

Merkið Sunneva var stofnað árið 1995 þannig að Sigríður Sunneva hefur verið lengi í bransanum. Hún segir töluverða breytingu hafa orðið á bransanum síðan hún byrjaði. „Fatahönnun var fámenn og lítið þekkt starfstétt á Íslandi þegar ég flutti heim frá Ítalíu fyrir um það bil 20 árum. Síðan hefur fjölgað jafnt og þétt í hópnum, sérstaklega með tilkomu hönnunardeilda Listaháskólans og Hönnunarmiðstöðvarinnar. Skilningur á mikilvægi greinarinnar hefur einnig aukist mikið.“

Íslenskt mokka- og loðskinn, vaxborin bómull og ull hefur einkennt …
Íslenskt mokka- og loðskinn, vaxborin bómull og ull hefur einkennt hönnun Sigríðar Sunneva í gegnum tíðina.
mbl.is