Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

Málefni - HönnunarMars

Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

Málefni - HönnunarMars

Í tilefni af HönnunarMars og tíu ára afmæli Farmers Market verður haldinn viðburður í versluninni úti á Granda þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýjar vörur og sömuleiðis rennt yfir sögu Farmers Market. „Við verðum með innsetningu og yfirlitssýningu á myndum sem ljósmyndarinn Ari Magg hefur unnið fyrir okkur undanfarin ár, þær eru orðnar allmargar,“ segir Jóel Pálsson, eigandi Farmers Market.

Sveitarómans, sjálfbærni og sígildi hafa einkennt Farmers Market frá upphafi.
Sveitarómans, sjálfbærni og sígildi hafa einkennt Farmers Market frá upphafi. Ljósmynd/ Ari Magg

„Við höfum átt afar ánægjulegt samstarf við Ara Magg ljósmyndara undanfarin átta ár.  Hann skilur hugmyndafræðina og þekkir okkur vel. Myndirnar hugsum við gjarnan sem „stillur“ úr kvikmynd sem aldrei hefur verið gerð og kokkum oft upp heilmikla sögu í kringum hverja mynd þó að sagan sjálf komi hvergi fram. Þetta er ekki síður gert til að skemmta okkur sjálfum við tökurnar. Reyndar gengum við svo skrefinu lengra við tökur á síðustu hópmynd og gerðum litla Farmers Market-stuttmynd líka sem Óttar Guðnason tók,“ útskýrir Jóel og bendir á að stuttmyndina má sjá á vef þeirra, www.farmersmarket.is.

Eins og áður sagði verða einnig nýjar vörur kynntar á HönnunarMars, svo sem nýjar yfirhafnir, peysur, kjólar, undirfatnaður og fylgihlutir. „Það er ýmislegt nýtt að bætast við línuna okkar á næstunni,“ segir Jóel. Hann segir sveitarómans, sjálfbærni og sígildi einkenna fyrirtækið og nýju vörurnar sömuleiðis.

Sýningin verður opnuð hinn 11. mars klukkan 20:00 í versluninni Farmers & Friends á Hólmaskóð 2.

Á ljósmyndasýningunni verður rennt yfir sögu fyrirtækisins
Á ljósmyndasýningunni verður rennt yfir sögu fyrirtækisins Ljósmynd/ Ari Magg
Ljósmynd/ Ari Magg
mbl.is