Sömdu við HAY eftir DesignMatch

HönnunarMars | 10. mars 2016

Sömdu við HAY eftir DesignMatch

Hönnuðir tala gjarnan um að HönnunarMars sé þeim ómetanleg hátíð því á henni fá þeir tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri. DesignMatch er þáttur í HönnunarMars þar sem einblínt er á tengslamyndun við erlenda aðila með mögulegt samstarf í huga. Þessi þáttur hefur reynst mörgum hönnuðum vel en þær Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

Sömdu við HAY eftir DesignMatch

HönnunarMars | 10. mars 2016

Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa …
Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

Hönnuðir tala gjarnan um að HönnunarMars sé þeim ómetanleg hátíð því á henni fá þeir tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri. DesignMatch er þáttur í HönnunarMars þar sem einblínt er á tengslamyndun við erlenda aðila með mögulegt samstarf í huga. Þessi þáttur hefur reynst mörgum hönnuðum vel en þær Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

Hönnuðir tala gjarnan um að HönnunarMars sé þeim ómetanleg hátíð því á henni fá þeir tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri. DesignMatch er þáttur í HönnunarMars þar sem einblínt er á tengslamyndun við erlenda aðila með mögulegt samstarf í huga. Þessi þáttur hefur reynst mörgum hönnuðum vel en þær Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

„Árið 2013 hittum við Sebastian Wrong á Design Match en hann er í forsvari fyrir WRONG FOR HAY sem er hluti af dönsku HAY samsteypunni. Í framhaldinu gerðum við fimm ára samning við fyrirtækið um framleiðslu og dreifingu á  „Rifgötuðum dagatölum“ sem við höfðum þá framleitt í nokkur ár. Við héldum þó framleiðslurétti innanlands í okkar höndum. Samningurinn felur í sér afar öfluga dreifingu á heimsmarkað enda er HAY fyrirtæki með afar sterka stöðu innan hönnunarheimsins. Annars vegar reka þeir eigin verslanir en eru jafnframt með vörur í fjölmörgum verslunum, stórum sem smáum um heim allan,“ segja þær Snæfríð og Hildigunnur. Þær segja samstarfið hafa verið ánægjulegt. „Það er auðvitað mikilvægt að komast með vörur á hinn stóra markað og það er ánægjulegt að sjá vöruna dafna og lifa góðu lífi í hinum ýmsu heimshlutum.“

Danska merkið HAY er merki sem margir Íslendingar kannast við enda hefur það fest sig í sessi í hönnunarheiminum síðan það var stofnað árið 2002. „Veldi hins danska fyrirtækis HAY sýnir glöggt hin margvíslegu tækifæri sem felast í hönnun. Fyrirtækið er fremur ungt, en tókst á stuttum tíma að skapa sér afburðarstöðu á heimsmarkaði.“

Snæfríð og Hildigunnur segja samstarfið við HAY hafa verið ánægjulegt.
Snæfríð og Hildigunnur segja samstarfið við HAY hafa verið ánægjulegt.
mbl.is