Breytir forsendum uppbyggingar

Suðurnesjalína 2 | 12. maí 2016

Breytir forsendum uppbyggingar

Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar um að fella úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra sem heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna uppbyggingar Suðurnesjalínu 2 breytir forsendum fyrir lagningu línunnar. Niðurstaða dómsins mun þannig seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.

Breytir forsendum uppbyggingar

Suðurnesjalína 2 | 12. maí 2016

Landsnet áformar að reisa Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesi. Landeigendur unnu …
Landsnet áformar að reisa Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesi. Landeigendur unnu í dag mál fyrir Hæstarétti um að fella eignarnám vegna lagningar línunnar úr gildi. mbl.is/Einar Falur

Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar um að fella úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra sem heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna uppbyggingar Suðurnesjalínu 2 breytir forsendum fyrir lagningu línunnar. Niðurstaða dómsins mun þannig seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.

Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar um að fella úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra sem heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna uppbyggingar Suðurnesjalínu 2 breytir forsendum fyrir lagningu línunnar. Niðurstaða dómsins mun þannig seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.

Frétt mbl.is: Eignarnám vegna Suðurnesjalínu ógilt

Þórður Bogason, lögfræðingur Landsnets, segir í samtali við mbl.is að í dómnum sé ekki deilt um mikilvægi línunnar, en það hafi meðal annars sýnt sig 6. febrúar árið 2015 þegar línan datt út að allt rafmagn fór af Suðurnesjum. Er núverandi lína sú eina á svæðið. Með dómnum er eignarnám sem iðnaðarráðherra heimilaði árið 2014 fellt úr gildi.

Hann segir næstu skref af hálfu Landsnets vera að bæta úr þeim annmörkum sem taldir eru upp í dómnum. Þannig sé kallað eftir nákvæmari upplýsingum um mögulegan jarðstreng í stað þess að leggja línur. Segir Þórður ljóst að þetta muni valda töfum á lagningu línunnar.

Spurður hvort annað línustæði verði skoðað í ljósi dómsins segist hann ekki geta svarað fyrir það. Ljóst sé að fyrsta skrefið verði að rökstyðja betur valið á þessum kosti. 

Suðurnesjalína 2 sem fyrirhugað er að reisa er 200 kílóvolta lína, en fyrir er 132 kílóvolta lína. Spurður hvort stóriðjuuppbygging í Helguvík muni kalla á fleiri línur segir Þórður að ekki sé gert ráð fyrir því. Í staðinn sé horft til þess að skipta eldri línunni út fyrir 220 kílóvolta línu, en það sé eitthvað til að skoða seinna meir.

Í tilkynningu Landsnets kemur fram að niðurstaða dómsins hafi komið á óvart, en ákvörðunin snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní 2015. „Niðurstaða Hæstaréttar mun óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet vonar að þær verði ekki langvarandi og leitast verður við að lágmarka það tjón sem af þeim kann að hljótast,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að af öryggisástæðum sé aðkallandi fyrir samfélag og atvinnustarfsemi á Reykjanesskaga að flutningskerfi raforku verði styrkt.

Talsverð atvinnuuppbygging er áformuð í Helguvík hjá Reykjanesbæ, en þar á meðal annars að reisa tvö kísilver. Eru það fyrirtækin Thorsil og United Silicon sem ætla í uppbyggingu þar. Samkvæmt frétt á vef Landsnets frá því í október í fyrra samdi Landsnet við Thorsil um raforkuflutninga fyrir kísilver fyrirtækisins en þá var áformað að opna verið í byrjun árs 2018. Ekki er vitað hvort dómurinn muni hafa einhver áhrif á þau áform.

mbl.is