Beitti konuna grófu ofbeldi

Beitti konuna grófu ofbeldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni vegna grófs andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í garð barnsmóður sinnar. Honum ber samkvæmt því að halda sig utan 50 metra radíuss frá núverandi verustað hennar, Kvennaathvarfinu í Reykjavík, og lögheimili hennar í sex mánuði.

Beitti konuna grófu ofbeldi

Endurtekið áreiti og nálgunarbönn | 23. maí 2016

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni vegna grófs andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í garð barnsmóður sinnar. Honum ber samkvæmt því að halda sig utan 50 metra radíuss frá núverandi verustað hennar, Kvennaathvarfinu í Reykjavík, og lögheimili hennar í sex mánuði.

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni vegna grófs andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í garð barnsmóður sinnar. Honum ber samkvæmt því að halda sig utan 50 metra radíuss frá núverandi verustað hennar, Kvennaathvarfinu í Reykjavík, og lögheimili hennar í sex mánuði.

Karlmanninum er enn fremur óheimilt að veita konunni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti, þar með talið tölvu- og símasamskiptum. Maðurinn beitti konuna ítrekuðu ofbeldi árum saman. Þar á meðal nauðgaði hann henni ítrekað samkvæmt úrskurði héraðsdóms.

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn hafi meðal annars greitt öðrum karlmanni fyrir að hafa mök við konuna. Hún hafi látið undan hótunum mannsins og tekið þátt í kynlífinu. Henni hafi liðið mjög illa og að endingu gert sér upp fullnægingu til þess að losna frá þessum aðstæðum. 

Þá hafi maðurinn ítekað valdið eignaspjöllum á heimili þeirra og sakað hana um að bera ábyrgð á framgöngu hans.

mbl.is