Lítill stuðningur við ríkisstjórnina

Alþingiskosningar 2016 | 26. janúar 2017

Lítill stuðningur við ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í nýrri skoðanakönnun MMR. Það er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu.

Lítill stuðningur við ríkisstjórnina

Alþingiskosningar 2016 | 26. janúar 2017

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í könnun MMR.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í könnun MMR. mbl.is/Eggert

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í nýrri skoðanakönnun MMR. Það er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í nýrri skoðanakönnun MMR. Það er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu.

Þetta er jafnframt í eina skiptið sem ný ríkisstjórn hefur ekki mælst með stuðning meirihluta kjósenda, samkvæmt MMR.

Við upphaf stjórnarsetu síðustu tveggja ríkisstjórna mældist stuðningur við þær 56% (Samfylkingin og Vinstri grænir) og 60% (Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn).

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í könnuninni með 24,6% fylgi, sem er 1,5 prósentustigum minna en í síðustu könnun sem lauk 10. janúar.

Vinstri grænir eru næstir á eftir með 22% fylgi, sem er minnkun um 2,3  prósentustig frá síðustu mælingu.

Píratar mælast með 13,65 fylgi. Það er er einu prósentustigi minna en í síðustu mælingu.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,5%  en það var 10,9% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist  7% en mældist 6,4% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 7% en mældist 6,3% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,8% en það mældist 6,9% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 6,6% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd dagana 12. til 26. janúar og var heildarfjöldi svarenda 910 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is