Vopnaðir glæpamenn skotnir á staðnum

Vladimír Pútín | 28. desember 2017

Vopnaðir glæpamenn verði skotnir á staðnum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur gefið út skipun um að lögreglumenn skjóti alla vopnaða glæpamenn til bana á staðnum, séu þeir grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk.

Vopnaðir glæpamenn verði skotnir á staðnum

Vladimír Pútín | 28. desember 2017

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundi með her­for­ing­um í Kreml …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundi með her­for­ing­um í Kreml í dag. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur gefið út skipun um að lögreglumenn skjóti alla vopnaða glæpamenn til bana á staðnum, séu þeir grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur gefið út skipun um að lögreglumenn skjóti alla vopnaða glæpamenn til bana á staðnum, séu þeir grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk.

14 særðust í sprengjuárás sem gerð var í stór­markaði í St. Pét­urs­borg í gær. „Eins og þið vitið var hryðju­verk framið í St. Pét­urs­borg í gær,“ sagði Pútín á fundi með her­for­ing­um í Kreml í dag. Heima­til­bú­in sprengja sprakk í geymslu­skáp í stór­markaðinum í gær­kvöldi, að því er lög­reglu­yf­ir­völd segja.

Frétt mbl.is: Pútín: Árásin  var hryðjuverk

Pútín greindi frá ákvörðun sinni við athöfn í dag þar sem rússneskir hermenn voru heiðraðir fyrir störf sín í borgarstríðinu í Sýrlandi.

Öryggissveitir landsins hafa fengið þau skilaboð að grípa til aðgerða og „útrýma grunuðum hryðjuverkamönnum á staðnum“ ef þeir sýna mótstöðu.

Frá því að rússnesk yfirvöld hófu afskipti af stríðinu í Sýrlandi árið 2015 og styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki skipulagt árásir í landinu.

mbl.is