Brýtur nálgunarbann ítrekað án afleiðinga

Brýtur nálgunarbann ítrekað án afleiðinga

„Ég fékk loks nóg og hringdi í lögregluna í dag. Mér var sagt að koma á virkum degi og skila inn gögnum. En ég er búinn að senda lögreglunni skilaboð meðan þetta hefur verið í gangi og ég fæ aldrei svör. Það er engin eftirfylgni.“  

Brýtur nálgunarbann ítrekað án afleiðinga

Endurtekið áreiti og nálgunarbönn | 30. desember 2017

Eva segir lögregluna áhugalausa um brot mannsins.
Eva segir lögregluna áhugalausa um brot mannsins. Ljósmynd/Facebook

„Ég fékk loks nóg og hringdi í lögregluna í dag. Mér var sagt að koma á virkum degi og skila inn gögnum. En ég er búinn að senda lögreglunni skilaboð meðan þetta hefur verið í gangi og ég fæ aldrei svör. Það er engin eftirfylgni.“  

„Ég fékk loks nóg og hringdi í lögregluna í dag. Mér var sagt að koma á virkum degi og skila inn gögnum. En ég er búinn að senda lögreglunni skilaboð meðan þetta hefur verið í gangi og ég fæ aldrei svör. Það er engin eftirfylgni.“  

Þetta segir Eva Riley Stonestreet sem hefur undanfarin fjögur ár verið áreitt af eltihrelli á netinu. Hún deildi sögu sinni í myndbandi á Facebook fyrr í dag.

Eins og mbl.is greindi frá í september ná skilaboðin frá sakleysislegu spjalli upp í ástarjátningar og loks hótanir. Fimm dögum eftir að málið komst í fjölmiðla fengu Eva og fjölskylda hennar nálgunarbann á manninn.

„Lögreglan segir mér að um leið og hann hefði samband við mig eigi ég að tala við lögguna og hann yrði handtekinn um leið.“

Eftir að nálgunarbannið tók gildi fékk Eva frí frá manninum í um mánuð en þá fór hann að hafa samband á ný. „Hann byrjaði bara aftur eftir að ég læsti Instagramminu mínu,“ segir Eva. Með því gat hann ekki lengur séð þær myndir sem Eva setur á miðilinn nema að fá leyfi frá henni.

Þá byrjaði hann að reyna að gerast vinur Evu á miðlinum með fölskum nöfnum en hún segist strax hafa áttað sig á hver væri á ferð. Það vindur fljótt upp á sig. Stuttu síðar er farinn að búa til falskan aðgang á Facebook og farinn að hafa samband bæði við Evu og mömmu hennar. „Hann sagði mömmu að einhver ætlaði sér að nauðga honum og hann þyrfti að fá að flytja inn til okkar,“ segir Eva.

Hún segir það sína tilfinningu að lögreglan hafi engan áhuga á málinu. „En af því þetta komst í fjölmiðla þurftu þeir að gera eitthvað til að líta aðeins betur út, en svo er ekkert staðið við það,“ segir Eva og vísar til þess hve greiðlega gekk að fá nálgunarbannið í gegn um leið og fjallað hafði verið um málið í fjölmiðlum.

Eva segist aldrei hafa þekkt manninn og ekki einu sinni hitt hann. Áreitni mannsins fer í dag öll fram í gegnum netið og segir Eva hann ekki hafa tekið upp á því að koma heim til hennar. „En maður veit náttúrulega aldrei því maðurinn er geðveikur. Hann er búinn að vera inni á geðdeild.“

Hún vonast til að fjölmiðlaathyglin dugi til að fá lögregluna til að taka á málinu. Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.

mbl.is